Uppbótartíminn: Allt á suðupunkti í Krikanum 21. júlí 2015 11:30 Það var hart tekið á því í leik FH og KR. Vísir/Andri Marinó Tólfta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. KR vann FH í stórleik umferðarinnar og fór á toppinn en Blikar misstigu sig gegn Fylki og í stað þess að fara upp í annað sæti misstu þeir Valsmenn, sem unnu Leikni og jöfnuðu FH-inga að stigum, upp fyrir sig og duttu þar með niður í fjórða sætið. Fjölnir tapaði fjórða leiknum í röð, nú fyrir ÍBV, og er nú jafnt Fylki að stigum í 5.-6. sæti. ÍBV fór úr fallsæti á kostnað Leiknis og er einu stigi á eftir Víkingi sem rústaði botnliði Keflavíkur, 7-1.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Stjarnan - ÍA 1-1ÍBV - Fjölnir 4-0Víkingur - Keflavík 7-1FH - KR 1-3Breiðablik - Fylkir 0-1Leiknir - Valur 0-1Stuðningsmenn Víkings voru í sjöunda himni um helgina.Vísir/Andri MarinóGóð umferð fyrir ...... gluggamennina í Víkingi og ÍBVVladimir Tufegdzic. Leggið þetta nafn á minnið! Nei, svona í alvörunni. Athugaðu hvort þú getir lagt það á minnið. GDZ-maðurinn kom inn á á 58. mínútu, skoraði á 65. mínútu og lagði upp mörk á 68., 71., 80., og 85. mínútu. Svo voru það Eyjamennirnir Sito [Jose Enrique] og Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem skoruðu þrjú af fjórum mörkum ÍBV í 4-0 sigrinum á Fjölni. Þvílík innkoma í deildina.... Gary Martin Skildi maður ætla. Af hverju hætti hann við að fagna marki sínu? Hann var nýkominn inn á og á örfáum mínútum hafði hann átt stóran þátt í því að snúa 1-0 forystu FH á heimavelli í 2-1 forystu KR á einum sterkasta útivelli landsins. Hann lagði svo upp þriðja markið fyrir Óskar Örn Hauksson og hann má nú eiga það, Gary, að hann fagnaði því. Eftir leik sagðist hann ósáttur við að byrja ekki og ósáttur við að spila á kantinum. Öll augu berast nú að Gary eftir þessa uppákomu í Kaplakrika.... Hermann Hreiðarsson Fylkismenn skiptu um þjálfara eftir að hafa verið snýtt í bikarleik í Eyjum, 4-0. Fyrsta verk Hermanns, nýja þjálfarans, var að fara á Kaplakrikavöll og Kópavogsvöll. Þaðan kom hann með fjögur stig aftur heim í Árbæinn, sem verður að teljast ansi gott. Fylkismenn múruðu fyrir markið sitt í Kópavoginum og skoruðu sigurmarkið úr skyndisókn. Handrit leiksins var skrifað af Hermanni.Vísir/Andri MarinóSlæm umferð fyrir ...... keflvískan varnarleik Tvö neðstu lið deildarinnar mætast og annað liðið vinnur 7-1 sigur á hinu. Hvað segir það um stöðu tapliðsins? Keflvíkingar eru nú þegar einu sinni búnir að stokka upp á nýtt með þjálfarabreytingunni í byrjun júní. Flestir gera það bara einu sinni á tímabili. Þjálfararnir Haukur Ingi og Jóhann Birnir hafa að mörgu að huga en ætli fyrsta verk þeirra hljóti ekki að vera að gera að minnsta kosti tilraun til að laga varnarleik liðsins? Útlitið er orðið ansi dökkt suður með sjó.... Ágúst Þór Gylfason Fimm tapleikir í röð í deild og bikar. Markatala Fjölnis í fjórum síðustu deildarleikjum sínum er 1-11. OK, Daniel Ivanovski og Emil Pálsson eru eru farnir en er það í alvörunni eina skýringin á frjálsu falli liðsins? Fjölnismenn fá enn að stilla upp ellefu manna liði í leikjunum sínum og hafa fengið menn í glugganum. Ágúst þarf að fá sína menn til að líta í eigin barm ef ekki á illa að fara í seinni umferðinni.... hafnfirska þolinmæði „Það er ekkert launungamál að við misstum hausinn. En hvaða lið myndi ekki gera það með svona dómgæslu?“ Þetta sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir tapið gegn KR. FH-ingar voru rosalega pirraðir í leiknum og fannst þeir sviknir af dómgæslunni. Þeir töpuðu samt fótboltaleiknum. Voru þeir ekki sjálfum sér verstir þegar uppi var staðið? FH hefur að minnsta kosti spilað fjóra leiki í röð án sigurs og þeir verða að axla ábyrgð á því sjálfir.Vísir/Andri MarinóSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli (í hálfleik): „Kolbeinn Arnarsson, markvörður bikarmeistara ÍBV, ætlar að lýsa Stjörnuleiknum þar sem rauða liðið leikur gegn því hvíta. Myndir af þessum leik má sjá inn á vef Eyjafrétta á næstu dögum.“ „Tíðindamikill leikur til þessa, við höfum fengið gult spjald fyrir dýfu. Ótrúlegar markvörslur, tvö mörk og pungskot. Staðan 1-1 og þó ekki nema nokkrar mínútur eftir.“ „Stefán Róbertsson, leikmaður rauða liðsins fullkomnaði þrennu sína rétt í þessu. Frábær vinstri fótarskot. Í hvíta liðinu er Yngvi Borgþórsson, fyrrum leikmaður ÍBV. Kristján Georgsson, betur þekktur sem Kiddi Gogga er í rauða liðinu.“ „Leiknum lauk með stórmeistarajafntefli 3-3. Allir eru sigurvegarar þegar svona snillingar eru að verki.“ „Allir leikmenn leiksins taka á móti bikarnum en þetta er fyrsti bikarinn sem fer á loft á Hásteinsvelli á þessari öld.“Tryggvi Páll Tryggvason í Víkinni: „Chuckwudi Chijindu aka CHUCK aka ItsChuckMate er mættur í byrjunarliðið hjá Keflavík.“Tryggvi Páll Tryggvason í Víkinni: „10 stig fyrir þann sem giskar á hver á stoðsendinguna.“Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Kópavogsvelli: „Hermann er afar líflegur á hliðarlínunni. Kvartar sáran undan einhverju og lætur Vilhjálm Alvar fjórða dómara heyra það. Róar sig strax og býður Vilhjálmi að gefa sér fimmu, sem dómarinn afþakkar pent.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Vladimir Tufegdzic, Víkingi - 9 Hafsteinn Briem, ÍBV - 8 Ian Jeffs, ÍBV - 8 Aron Bjarnason, ÍBV - 8 Jose Enrique, ÍBV - 8 Ívar Örn Jónsson, Víkingi - 8 Hallgrímur Mar Steingrímsson, Víkingi - 8 Rolf Toft, Víkingi - 8 Agnar Darri Sverisson, Víkingi - 8 Pálmi Rafn Pálmason, KR - 8 Gary Martin, KR - 8 Tonci Radovinkovic, Fylki - 8 Orri Sigurður Ómarsson, Val - 8 Ásgeir Marteinsson, ÍA - 3 Arsenij Buinickij, ÍA - 3 Jonatan Neftali, Fjölni - 3 Kennie Chopart, Fjölni - 3 Aron Sigurðarson, Fjölni - 3 Mark Magee, Fjölni - 3 Sindri Snær Magnússon, Keflavík - 3Umræðan á #pepsi365Vísir/Andri MarinóGetur Álfurinn ekki sponsað einn leikmann fyrir Leikni? #nógtil#alltaffullt#pepsi365 — Henry Birgir (@henrybirgir) July 20, 2015Mér finnst akkúrat ekkert að því að menn fái frí vegna persónulegra mála. Geta ekki einbeitt sér hvort sem er ef ekki er allt ok #pepsi365 — Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) July 20, 2015þessar strípur, gott kvöld góðir hálsar.....og Ingi Sigurðsson #pepsi365#fotboltinet — b.birnir (@bbirnir) July 20, 2015Ótrúlegt afrek ef Bjarni myndi vinna tvennuna? Hvar er ótrúleikinn í því með þennan hóp? Það væri bara flott afrek, ekki ótrúlegt #pepsi365 — Daníel Guðmundsson (@danielgudni) July 20, 2015HaukurHeiðar, BaldurSig, G.ben, PeturP , Arnar Gunnl, etc..andsbyggðastrákar sem eiga erfitt uppdráttar í KR #pepsi365#fotboltinet — Stefan Arnar (@stefan_arnar) July 20, 2015Þarf ekki að senda Gary Martin og Bjarna Þór beinustu leið í fermingarfræðslu og láta Séra Agnesi bróka þá #unglingaveikin#pepsi365 — Björn Ásgeirsson (@bjornasgeirs) July 20, 2015Ok ég skil Hjörvar með commentið um Arsenal-Man.Utd hitann í FH-KR leiknum í gær.. Það drama! #pepsi365 — Helga Jónsdóttir (@helgajons) July 20, 2015Það sem Hemmi Hreiðars er að gefa þessu Fylkisliði! Vá! Hann er að í 90 mín á hliðarlínunni með þvílíkt passion. #fotboltinet#pepsi365 — Haukur V. Magnússon (@haukur80) July 20, 2015Nichlas Rohde? Er það eitthvað fyrir Blika? #thirdcoming#pepsi365 — Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) July 20, 2015Mark 12. umferðar: Atvik 12. umferðar: Markasyrpa 12. umferðar: Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Tólfta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. KR vann FH í stórleik umferðarinnar og fór á toppinn en Blikar misstigu sig gegn Fylki og í stað þess að fara upp í annað sæti misstu þeir Valsmenn, sem unnu Leikni og jöfnuðu FH-inga að stigum, upp fyrir sig og duttu þar með niður í fjórða sætið. Fjölnir tapaði fjórða leiknum í röð, nú fyrir ÍBV, og er nú jafnt Fylki að stigum í 5.-6. sæti. ÍBV fór úr fallsæti á kostnað Leiknis og er einu stigi á eftir Víkingi sem rústaði botnliði Keflavíkur, 7-1.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Stjarnan - ÍA 1-1ÍBV - Fjölnir 4-0Víkingur - Keflavík 7-1FH - KR 1-3Breiðablik - Fylkir 0-1Leiknir - Valur 0-1Stuðningsmenn Víkings voru í sjöunda himni um helgina.Vísir/Andri MarinóGóð umferð fyrir ...... gluggamennina í Víkingi og ÍBVVladimir Tufegdzic. Leggið þetta nafn á minnið! Nei, svona í alvörunni. Athugaðu hvort þú getir lagt það á minnið. GDZ-maðurinn kom inn á á 58. mínútu, skoraði á 65. mínútu og lagði upp mörk á 68., 71., 80., og 85. mínútu. Svo voru það Eyjamennirnir Sito [Jose Enrique] og Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem skoruðu þrjú af fjórum mörkum ÍBV í 4-0 sigrinum á Fjölni. Þvílík innkoma í deildina.... Gary Martin Skildi maður ætla. Af hverju hætti hann við að fagna marki sínu? Hann var nýkominn inn á og á örfáum mínútum hafði hann átt stóran þátt í því að snúa 1-0 forystu FH á heimavelli í 2-1 forystu KR á einum sterkasta útivelli landsins. Hann lagði svo upp þriðja markið fyrir Óskar Örn Hauksson og hann má nú eiga það, Gary, að hann fagnaði því. Eftir leik sagðist hann ósáttur við að byrja ekki og ósáttur við að spila á kantinum. Öll augu berast nú að Gary eftir þessa uppákomu í Kaplakrika.... Hermann Hreiðarsson Fylkismenn skiptu um þjálfara eftir að hafa verið snýtt í bikarleik í Eyjum, 4-0. Fyrsta verk Hermanns, nýja þjálfarans, var að fara á Kaplakrikavöll og Kópavogsvöll. Þaðan kom hann með fjögur stig aftur heim í Árbæinn, sem verður að teljast ansi gott. Fylkismenn múruðu fyrir markið sitt í Kópavoginum og skoruðu sigurmarkið úr skyndisókn. Handrit leiksins var skrifað af Hermanni.Vísir/Andri MarinóSlæm umferð fyrir ...... keflvískan varnarleik Tvö neðstu lið deildarinnar mætast og annað liðið vinnur 7-1 sigur á hinu. Hvað segir það um stöðu tapliðsins? Keflvíkingar eru nú þegar einu sinni búnir að stokka upp á nýtt með þjálfarabreytingunni í byrjun júní. Flestir gera það bara einu sinni á tímabili. Þjálfararnir Haukur Ingi og Jóhann Birnir hafa að mörgu að huga en ætli fyrsta verk þeirra hljóti ekki að vera að gera að minnsta kosti tilraun til að laga varnarleik liðsins? Útlitið er orðið ansi dökkt suður með sjó.... Ágúst Þór Gylfason Fimm tapleikir í röð í deild og bikar. Markatala Fjölnis í fjórum síðustu deildarleikjum sínum er 1-11. OK, Daniel Ivanovski og Emil Pálsson eru eru farnir en er það í alvörunni eina skýringin á frjálsu falli liðsins? Fjölnismenn fá enn að stilla upp ellefu manna liði í leikjunum sínum og hafa fengið menn í glugganum. Ágúst þarf að fá sína menn til að líta í eigin barm ef ekki á illa að fara í seinni umferðinni.... hafnfirska þolinmæði „Það er ekkert launungamál að við misstum hausinn. En hvaða lið myndi ekki gera það með svona dómgæslu?“ Þetta sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir tapið gegn KR. FH-ingar voru rosalega pirraðir í leiknum og fannst þeir sviknir af dómgæslunni. Þeir töpuðu samt fótboltaleiknum. Voru þeir ekki sjálfum sér verstir þegar uppi var staðið? FH hefur að minnsta kosti spilað fjóra leiki í röð án sigurs og þeir verða að axla ábyrgð á því sjálfir.Vísir/Andri MarinóSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli (í hálfleik): „Kolbeinn Arnarsson, markvörður bikarmeistara ÍBV, ætlar að lýsa Stjörnuleiknum þar sem rauða liðið leikur gegn því hvíta. Myndir af þessum leik má sjá inn á vef Eyjafrétta á næstu dögum.“ „Tíðindamikill leikur til þessa, við höfum fengið gult spjald fyrir dýfu. Ótrúlegar markvörslur, tvö mörk og pungskot. Staðan 1-1 og þó ekki nema nokkrar mínútur eftir.“ „Stefán Róbertsson, leikmaður rauða liðsins fullkomnaði þrennu sína rétt í þessu. Frábær vinstri fótarskot. Í hvíta liðinu er Yngvi Borgþórsson, fyrrum leikmaður ÍBV. Kristján Georgsson, betur þekktur sem Kiddi Gogga er í rauða liðinu.“ „Leiknum lauk með stórmeistarajafntefli 3-3. Allir eru sigurvegarar þegar svona snillingar eru að verki.“ „Allir leikmenn leiksins taka á móti bikarnum en þetta er fyrsti bikarinn sem fer á loft á Hásteinsvelli á þessari öld.“Tryggvi Páll Tryggvason í Víkinni: „Chuckwudi Chijindu aka CHUCK aka ItsChuckMate er mættur í byrjunarliðið hjá Keflavík.“Tryggvi Páll Tryggvason í Víkinni: „10 stig fyrir þann sem giskar á hver á stoðsendinguna.“Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Kópavogsvelli: „Hermann er afar líflegur á hliðarlínunni. Kvartar sáran undan einhverju og lætur Vilhjálm Alvar fjórða dómara heyra það. Róar sig strax og býður Vilhjálmi að gefa sér fimmu, sem dómarinn afþakkar pent.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Vladimir Tufegdzic, Víkingi - 9 Hafsteinn Briem, ÍBV - 8 Ian Jeffs, ÍBV - 8 Aron Bjarnason, ÍBV - 8 Jose Enrique, ÍBV - 8 Ívar Örn Jónsson, Víkingi - 8 Hallgrímur Mar Steingrímsson, Víkingi - 8 Rolf Toft, Víkingi - 8 Agnar Darri Sverisson, Víkingi - 8 Pálmi Rafn Pálmason, KR - 8 Gary Martin, KR - 8 Tonci Radovinkovic, Fylki - 8 Orri Sigurður Ómarsson, Val - 8 Ásgeir Marteinsson, ÍA - 3 Arsenij Buinickij, ÍA - 3 Jonatan Neftali, Fjölni - 3 Kennie Chopart, Fjölni - 3 Aron Sigurðarson, Fjölni - 3 Mark Magee, Fjölni - 3 Sindri Snær Magnússon, Keflavík - 3Umræðan á #pepsi365Vísir/Andri MarinóGetur Álfurinn ekki sponsað einn leikmann fyrir Leikni? #nógtil#alltaffullt#pepsi365 — Henry Birgir (@henrybirgir) July 20, 2015Mér finnst akkúrat ekkert að því að menn fái frí vegna persónulegra mála. Geta ekki einbeitt sér hvort sem er ef ekki er allt ok #pepsi365 — Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) July 20, 2015þessar strípur, gott kvöld góðir hálsar.....og Ingi Sigurðsson #pepsi365#fotboltinet — b.birnir (@bbirnir) July 20, 2015Ótrúlegt afrek ef Bjarni myndi vinna tvennuna? Hvar er ótrúleikinn í því með þennan hóp? Það væri bara flott afrek, ekki ótrúlegt #pepsi365 — Daníel Guðmundsson (@danielgudni) July 20, 2015HaukurHeiðar, BaldurSig, G.ben, PeturP , Arnar Gunnl, etc..andsbyggðastrákar sem eiga erfitt uppdráttar í KR #pepsi365#fotboltinet — Stefan Arnar (@stefan_arnar) July 20, 2015Þarf ekki að senda Gary Martin og Bjarna Þór beinustu leið í fermingarfræðslu og láta Séra Agnesi bróka þá #unglingaveikin#pepsi365 — Björn Ásgeirsson (@bjornasgeirs) July 20, 2015Ok ég skil Hjörvar með commentið um Arsenal-Man.Utd hitann í FH-KR leiknum í gær.. Það drama! #pepsi365 — Helga Jónsdóttir (@helgajons) July 20, 2015Það sem Hemmi Hreiðars er að gefa þessu Fylkisliði! Vá! Hann er að í 90 mín á hliðarlínunni með þvílíkt passion. #fotboltinet#pepsi365 — Haukur V. Magnússon (@haukur80) July 20, 2015Nichlas Rohde? Er það eitthvað fyrir Blika? #thirdcoming#pepsi365 — Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) July 20, 2015Mark 12. umferðar: Atvik 12. umferðar: Markasyrpa 12. umferðar:
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn