Fótbolti

Nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins kosinn í febrúar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sepp Blatter, fráfarandi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins.
Sepp Blatter, fráfarandi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Vísir/Getty
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að sérstakur fundur færi fram þann 26. febrúar næstkomandi þar sem kosið yrði um næsta forseta sambandsins.

Ákvörðun var tekin á fundi framkvæmdarráðs knattspyrnusambandsins í dag í ljósi þess að Sepp Blatter, fráfarandi forseti sambandsins, sagði af störfum þann 2. júní síðastliðinn.

Þótti ákvörðun Blatters ansi óvænt. Þrátt fyrir miklar gagnrýnisraddir var Blatter endurkjörinn í maí síðastliðnum enda gífurlegar vinsæll hjá knattspyrnusamböndum minni ríkjanna sem hafa hagnast vel á stjórnarfyrirkomulagi hans.

Blatter hefur þó ekki útilokað að hann bjóði sig aftur fram en talið er líklegt að Michel Platini, núverandi forseti evrópska knattspyrnusambandsins og fyrrum leikmaður franska landsliðsins bjóði sig fram.


Tengdar fréttir

Blatter: Ég fer til himnaríkis einn daginn

Sepp Blatter, forseti FIFA, hótar því að allir þeir sem bendla hann við FIFA-spillingarmálið eigi skilið að fara í fangelsi og hann er sannfærður að himnaríki bíði hans einhvern daginn. Þetta segir hinn 79 ára gamli Svisslendingur í viðtali við þýska blaðið Bunte.

Hættir Blatter við að hætta?

Svissneskir fjölmiðlar fullyrða að Sepp Blatter íhugi að hætta við að hætta sem forseti FIFA eftir að hafa fengið stuðning til áframhaldandi setu frá Afríku og Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×