Sprengjuhótun í vélaverksmiðju Ford Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2015 16:16 Vélaverksmiðja Ford í Romeo í Michican. Loka varð einni vélaverksmiðju Ford í Bandaríkjunum í gær vegna sprengjuhótunar og voru 500 starfsmenn hennar sendir heim. Aðrir 500 starfsmenn sem áttu að leysa fyrri vakt dagsins af voru beðnir um að mæta ekki í vinnuna þann daginn. Ford fékk sprengjuhótunina uppúr kl. 7 að staðartíma í gær. Er síðast var vitað hafði engin sprengja fundist en leit stóð yfir. Lögregla og leitarteymi var kvatt á staðinn, en Ford hefur varist fréttum af þessari hótun og vinnustöðvuninni. Vélaverksmiðja þessi er í bænum með skondna nafnið, þ.e. Romeo í Michican fylki, en víst er að sá sem tilkynnti um sprengjuna er ekki sérlega rómantískur. Í verksmiðjunni hafa verið smíðaðar Ford vélar frá árinu 1973. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent
Loka varð einni vélaverksmiðju Ford í Bandaríkjunum í gær vegna sprengjuhótunar og voru 500 starfsmenn hennar sendir heim. Aðrir 500 starfsmenn sem áttu að leysa fyrri vakt dagsins af voru beðnir um að mæta ekki í vinnuna þann daginn. Ford fékk sprengjuhótunina uppúr kl. 7 að staðartíma í gær. Er síðast var vitað hafði engin sprengja fundist en leit stóð yfir. Lögregla og leitarteymi var kvatt á staðinn, en Ford hefur varist fréttum af þessari hótun og vinnustöðvuninni. Vélaverksmiðja þessi er í bænum með skondna nafnið, þ.e. Romeo í Michican fylki, en víst er að sá sem tilkynnti um sprengjuna er ekki sérlega rómantískur. Í verksmiðjunni hafa verið smíðaðar Ford vélar frá árinu 1973.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent