Fótbolti

Vítaspyrnukeppni þurfti til að útkljá bragðdaufan leik Real Madrid og AC Milan

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. Vísir/Getty
AC Milan og Real Madrid gerðu markalaust jafntefli í lokaleik liðanna í International Champions Cup mótinu rétt í þessu í Sjanghæ. Þrátt fyrir að bæði lið hafi stillt upp sterkum byrjunarliðum var afar fátt um fína drætti í leiknum.

Besta færi leiksins fékk hinn spænski Carlos Bacca um miðbik seinni hálfleiks þegar hann fékk skotfæri af stuttu færi en Kiko Casilla var vel á verði í marki Real Madrid.

Þurfti því vítaspyrnukeppni til að útkljá leikinn. Fengu allir leikmenn liðanna að spreyta sig en í stöðunni 10-9 varði Casilla frá hinum 16 árs gamla Gianluigi Donnarumma, markverði AC Milan og tryggði með því að Real Madrid endaði efsta sætið riðilsins í International Champions Cup riðlinum sem fór fram í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×