Kominn tími á hinsegin forseta Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. ágúst 2015 08:00 Hinsegin barátta hefur ekki alltaf verið auðveld. En hún er líka saga kraftaverka og sigra. Hvar eru sigrarnir unnir og hvar má gera betur? Fréttablaðið gerði úttekt á stöðu hinsegin hópa á Íslandi og ræddi meðal annars við Baldur Þórhallsson, Sigríði Jónsdóttur, Steinu Dögg Vigfúsdóttur, Tyrfing Tyrfingsson og Óttar Guðmundsson.Baldur ÞórhallssonEnginn þingmaður út úr skápnumHvar stendur hinsegin baráttan ef við berum hana saman við það sem var fyrir 20 árum? „Staðan er mjög góð þar sem samkynhneigðir hafa náð fullum lagalegum réttindum. Enn vantar samt mikið upp á fræðslu um hinsegin málefni í skólakerfinu og meðal fagstétta eins og heilbrigðisstarfsfólks. Það vantar einnig verulega upp á sýnileika hinsegin fólks eins og í fjölmiðlum og á þingi. Mér vitanlega er til að mynda enginn þingmaður á þessu kjörtímabili út úr skápnum og samkynhneigðir fulltrúar í sveitarstjórnum ekki sýnilegir. Íslendingar eru þekktir fyrir að ryðja brautina þegar kemur að jafnréttismálum og því orðið tímabært að kjósa forseta sem er hinsegin.“ Baldur segir lagalega og félagslega stöðu hinsegin fólks svipaða hér og í flestum nágrannaríkjum okkar – austan hafs og vestan. „Hinsegin fólk á hins vegar mjög erfitt uppdráttar í mörgum löndum Mið- og Austur-Evrópu og annars staðar í heiminum. Það er til að mynda átakanlegt hvernig staða hinsegin fólks hefur farið versnandi í Rússlandi, hvernig það er ofsótt af stjórnvöldum í mörgum Afríkuríkjum og drepið af vígamönnum ISIS í Írak og Sýrlandi.“ Hann segir íslensk stjórnvöld hafa forgangsraðað í vinnu að jafnréttismálum á alþjóðavettvangi og barátta gegn mismunun í garð hinsegin fólks falli undir það. „Ísland hefur til dæmis stutt ályktanir og breytingar á ályktunum í þágu réttinda hinsegin fólks í mannréttindaráði og á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur einnig talað fyrir réttindum hinsegin fólks í Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Það væri Íslandi til framdráttar ef stjórnvöld í samstarfi við Samtökin ’78 hefðu í auknum mæli frumkvæði að því að vinna að réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi.“En hver eru helstu baráttumálin um þessar mundir? „Tvennt skiptir að minnsta kosti miklu máli hér landi,“ útskýrir Baldur. „Í fyrsta lagi er mikilvægt að efla enn frekar fræðslu um málefni hinsegin fólks í grunn- og framhaldsskólum landsins. Það væri gott að sjá ríkisvaldið með menntamálaráðuneytið í broddi fylkingar vinna að fræðslu í skólum alls staðar á landinu. Þessu þarf jafnframt að fylgja að tekið sé á aðdróttunum og einelti í garð nemenda sem eru hinsegin. Í öðru lagi er mikilvægt að efla fræðslustarf innan íþróttahreyfingarinnar en hinsegin strákar virðast eiga erfitt með að koma út úr skápnum og nokkuð er enn um neikvæða umræðu um samkynhneigða meðal þeirra sem stunda íþróttir.“Sigríður JónsdóttirÞað þarf að taka á banni við blóðgjöf homma Sigríður Jónsdóttir er MA-nemi í mannfræði og leikhúsgagnrýnandi. Hún segir að þrátt fyrir að barátta samkynhneigðra á Íslandi hafi tekið stórt stökk á síðustu árum sé enn fjölmargt sem þurfi að skoða. „Hinsegin fræðsla á yngri skólastigum, réttindi hinsegin flóttafólks sem kemur til landsins og bann við blóðgjöf homma.“ Sigríður segir að af nægu sé að taka á alþjóðavettvangi. „Ég tel að íslenska ríkið þurfi að taka ennþá sterkari og pólitískari afstöðu á þeim vettvangi. Það er ekki nægilegt eða ásættanlegt að fagna einungis okkar eigin ágæti heldur verðum við horfa út í heim og berjast fyrir réttindum þeirra sem eru ofsóttir og jafnvel myrtir vegna kynhneigðar sinnar.“ Hún segir vanta upp á sýnileika hinsegin fólks. „Ósýnileikann má finna víða, í hinum ýmsu skúmaskotum. Lítið en áberandi dæmi má sjá í leikhúsum landsins en sviðsverk, þá sérstaklega leikrit, eftir samkynhneigða einstaklinga sjást alltof sjaldan á íslenskum leiksviðum. Hvað þá verk sem fjalla um tilveru hinsegin einstaklinga. Þessu verður að breyta hið fyrsta.“ Hún segir úr mörgu að velja þegar talið berst að því sem stendur upp úr í baráttu samkynhneigðra undanfarin ár. „En ákvörðun íslenska ríkisins að taka við hinsegin flóttafólki með hjálp Rauða krossins og Sameinuðu þjóðanna var gríðarlega mikilvæg. Flóttafólk um allan heim lifir við skelfilegar aðstæður en oftar en ekki er hinsegin flóttafólk ennþá lengra á jaðrinum þar sem því er bæði útskúfað úr sínum eigin samfélögum og stendur síðan frammi fyrir því að þurfa að sanna samkynhneigð sína fyrir skrifstofublókum í komulandinu.“En býr hinsegin fólk á Íslandi við pressu um að falla inn í svokallað heteró-norm? Það er að segja hefðbundið fjölskyldumynstur? „Íslendingar eru í eðli sínu afturhaldssamir og einstaklingar þurfa ekki að vera samkynhneigðir til að finna fyrir samfélagslegri pressu, það er alveg meira en nóg að vera kona. Réttindi samkynhneigðra til að gifta sig er gríðarlega mikilvægur áfangi. Ég var í New York daginn sem hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóminn til stuðnings giftingarrétti hinsegin fólks á landsvísu og gleðin í borginni var ógleymanleg. En ekki má gleyma að fjölbreytni byggist á því að einstaklingar fái að vera eins og þeir eru, hvort sem um er að ræða kynhneigð, barneignir eða hjúskap.“Gleðigangan 2014Vísir/Valli Má ég sem hommi afþakka þetta blessaða umburðarlyndi? Úr Þjóðviljanum, 1986:Þorvaldur Kristinsson „Á erfiðum tímum er fátt eins hættulegt þeim sem eiga undir högg að sækja og lítilþægnin. Þá er skammt í það að menn fari að rugla saman hugtökunum umburðarlyndi og frelsi. Má ég sem hommi afþakka þetta blessaða umburðarlyndi. Svo kann að virðast sem það feli í sér nokkra viðurkenningu. En í afstöðu umburðarlyndisins er alltaf dulinn fyrirvari: Það er allt í lagi með ykkur ... en ... en. Þess háttar viðurkenning vísar enga leið til frelsisins og reynslan sýnir að umburðarlyndið gildir aðeins meðan við þegjum og læðumst með veggjum. Það sést best að um svikalogn er að ræða þegar við hommar og lesbíur tökum til máls og leitum sjálfsagðra mannréttinda. Þá rísa varðmenn ríkjandi ástands upp og reiða til höggs."Þorvaldur Kristinsson, fyrrverandi formaður Samtakanna ´78, í Þjóðviljanum 1986.Tyrfingur TyrfingssonVísir/ValliLína Langsokkur er náttúrulega lessa dauðans „Fáir hommar vinna í leikhúsunum á Íslandi sem er auðvitað alveg galið því hvað er hommalegra en að leika í leikriti? Áhorfandinn, hvort sem hann er í leikhúsi eða á GayPride, á nefnilega alltaf að vera að spyrja sig: „Bíddu nú við, hvort er þetta leikrit eða eru þessir hommar þarna á sviðinu að byrja orgíu? Svo er Lína Langsokkur náttúrulega lessa dauðans. Það veit hvert mannsbarn."Tyrfingur Tyrfingsson, leikskáldHvað er intersex? Að einhverju leyti frábrugðin því sem almennt er talið skilgreina kvenkyn eða karlkyn. Um er að ræða líkamleg frávik á kynfærum, frávik frá öðrum líkamlegum kyneinkennum, frávik í hormónaframleiðslu og/eða litningafrávik.Riga-yfirlýsingin (fengin af vefsíðu Intersex Ísland)Evrópsk intersex samtök komu saman á fundi í Riga í Lettlandi í fyrra og settu sér þar fjögur markmið. Meðal þeirra sem komu að yfirlýsingunni er Intersex Ísland. „Fram að þessu hafa intersex einstaklingar um gervalla Evrópu sætt ómannúðlegum og niðurlægjandi skurðlækningum, hormónameðferðum og öðrum meðferðum án upplýsts samþykkis. Þetta er framkvæmt samkvæmt geðþóttaákvörðunum lækna án nokkurs konar lagaramma. Þessar breytingar á kyneinkennum einstaklinga virða að vettugi þá staðreynd að kyn er skali eða samfella. Leiðir þetta af sér gróf mannréttindabrot, tekur sjálfræði af einstaklingum til yfirráða yfir eigin líkama og vegur að mannlegri reisn. 1 Að setja spurningarmerki við þá skilgreiningu að kyn sé eingöngu karl- og kvenkyn og efla þá vitneskju að kyn eins og kyngervi sé skali eða samfella. 2 Að tryggja að intersex einstaklingar hljóti fulla vernd gegn nokkurs konar mismunun. Til að fylgja þessu markmiði eftir leggjum við til að tekin verði upp löggjöf gegn mismunun á grundvelli kyneinkenna, án tillits til ákveðinnar birtingarmyndar eða samsetningar af þessum einkennum. Kyneinkenni ná yfir litninga, kynkirtla og líffærafræðileg sérkenni manneskju. Kyneinkenni svo sem æxlunarfæri, uppbyggingu kynfæra, litninga og hormónastarfsemi, og aukakyneinkenni svo sem, en ekki einvörðungu, vöðvauppbyggingu, dreifingu hárs, brjóstavöxt og/eða hæð. 3 Að tryggja að allir hagsmunaaðilar sem hafa ákveðnu hlutverki að gæta í velferð intersex einstaklinga, þar með talið, starfsfólk heilbrigðisgeirans, foreldrar og fagfólk innan menntakerfisins ásamt samfélaginu í heild, fái mannréttindamiðaða fræðslu um intersex málefni. 4 Að vinna að því að gera læknisfræðilega og sálfræðilega meðferð ólögmæta nema að upplýst samþykki einstaklingsins liggi fyrir. Starfsfólk heilbrigðisgeirans og annað fagfólk skal ekki framkvæma neina meðferð til að breyta kyneinkennum sem getur beðið þar til einstaklingurinn er fær um að veita upplýst samþykki." Af hverju sæta intersex einstaklingar læknainngripum? „Læknainngrip miða alla jafna að því að láta intersex líkama aðlagast hefðbundnum hugmyndum um karl- og kvenlíkama. Núverandi inngrip lækna byggjast á hugmyndum um að snemmbærar aðgerðir á kynfærum ungra barna komi til með að „draga úr áhyggjum foreldra“ og „draga úr fordómum og tryggja samsömun við rétt kyn“. Skurðaðgerðirnar leggja í eðli sínu meiri áherslu á útlit en ekki næmni og kynheilbrigði. Lýtaaðgerðir á kynfærum barna eru einnig vafasamar þar sem börn geta ekki veitt upplýst samþykki. Unglingar og jafnvel fullorðnir hafa einnig sagt frá þrýstingi sem þeir hafa orðið fyrir af hendi lækna og fjölskyldumeðlima til að falla að félagslegum normum. Sumir læknar eru ennþá þeirrar skoðunar að það sé of skelfilegur hlutur að upplýsa einstaklinga um að líkami þeirra búi yfir intersex breytileika. Mjög margir intersex einstaklingar líða fyrir þær líkamlegu og sálfræðilegu afleiðingar sem slíkar aðgerðir geta haft í för með sér ásamt því að finna fyrir skömm og afleiðingum leyndarinnar. Í grunninn eru það hómófóbía, þröngsýni og gömul hjátrú sem renna stoðum undir ranga meðhöndlun." Hvað er trans? Transgender er regnhlífarhugtak. Það nær yfir marga hópa sem eiga það sameiginlegt að þeirra kynvitund, kyntjáning eða upplifun er á skjön við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu. Ekki allt trans fólk fer í kynleiðréttingarferli. Trans fólk sem gerir það fer mismunandi leiðir og undirgengst ekki endilega kynfæraaðgerð þrátt fyrir að það fari í hormónameðferð. Rétt orðanotkun mikilvæg Eitt af því mikilvægasta er rétt orðanotkun, en talað er um trans fólk, trans konur, trans karla og kynleiðréttingu. Trans konur eru einstaklingar sem var úthlutað karlkyn við fæðingu en leiðrétta í kvenkyn og trans karlar einstaklingar sem fengu kvenkyn úthlutað við fæðingu en leiðrétta í karlkyn. Það er mikilvægt að tala um transfólk í réttu kyni og nota þau fornöfn sem að þau nota. Sumt trans fólk kýs að nota kynlaus fornöfn á borð við “hán.” Ef það er óljóst hvaða fornafn skal nota, endilega spurðu viðkomandi.Steina DöggÆttum ekki að þurfa að standast próf til að sanna kynvitund okkarSteina Dögg Vigfúsdóttir er trans kona og gjaldkeri samtakanna ´78. Hún er einnig félagi í Trans Ísland. „Það helsta sem við erum að berjast fyrir þessa dagana er að uppfæra lög um trans málefni og afsjúkdómavæða trans hugtakið. Mér hefur borist til eyrna og þekki það af eigin reynslu að trans teymið á Landspítalanum setur ákveðnar kröfur á trans fólk sem okkur í trans samfélaginu hugnast ekki. Þess er krafist af trans fólki að það lifi í ár í sínu rétta kyni áður en hormónameðferðin hefst. Þarna kristallast tvíhyggjukerfið – ef þú passar ekki inn í akkúrat karl- eða konukassa þá áttu einhvern veginn hvergi heima. Ég fékk til dæmis mjög skrýtnar viðtökur því ég mætti ekki í kjól í tíma hjá þeim. Þetta er eitthvað sem við erum að vinna í að bæta,“ segir Steina Dögg. Hún segir nálgun trans teymisins verða til þess að fólk segi bara það sem það veit að teymið vill heyra, til þess að fá áframhaldandi meðferð. „Hér er um að ræða eins konar hliðvörslu sem mér finnst ekki heilbrigð nálgun. Fólk sem mætir á geðdeild og pantar sér tíma vegna trans málefna er búið að rogast um með þessa tilfinningu svo árum skiptir og ætti ekki að þurfa að standast próf til þess að sanna kynvitund sína fyrir annarri manneskju. Þetta er próf missir líka dálítið marks þegar maður er gamla kynið í öllum skjölum. Hvernig á maður að upplifa sig í sínu rétta kyni þegar það er ekki samþykkt?“Bið eftir hormónum þarf að útrýma Steina Dögg segir mannanafnanefnd flækja málin. „Þessi nefnd gerir körlum ekki kleift að heita kvenkyns nöfnum.“ Hún segist vilja minnka tvíhyggjuna og auka frelsið, stíla inn á fjölbreytileikann innan trans regnhlífarhugtaksins. „Bið eftir hormónum þarf að útrýma.“ Steina Dögg segist í sínu ferli hafa mikið þurft að tala um kynhneigð sína. „Mér finnst kynhneigð mín málinu algjörlega óviðkomandi. Ég er oft spurð hvort ég hafi lokið ferlinu. Ferlið er ekki byrjun eða endir neins. Þá finnst mér verið að smætta breytinguna niður í kynfæri sem er ekki málið. Kynvitund hefur lítið með kynfæri einu sinni að gera.“ Steina segir þó margt hafa áunnist í baráttunni. „Það er ágætt að vera trans á Íslandi miðað við marga aðra staði, en það er mikil vanþekking. Talsmátinn, orðaval sem getur sært. Fólk bara veit ekki betur. Það er góð regla, að ef maður er ekki viss þá má spyrja um fornöfn. Það er hið eðlilegasta mál.“Mæta undrun og vankunnáttu Óttar Guðmundsson er geðlæknir og í trans teymi Landspítalans. Aðspurður segist hann halda að almennt mæti hinsegin fólk velvild og kurteisi í heilbrigðiskerfinu eins og aðrir. „Það er allavega ákaflega erfitt að alhæfa um jafn teygjanlegt hugtak og fordómar eru. En hver og einn sem leitar að fordómum getur fundið þá. Ég held að allir sem telja sig tilheyra einhverjum minnihlutahópi geti gert það. Hinsegin einstaklingur sem nálgast heilbrigðiskerfið með því hugarfari að hann eða hún eigi eftir að verða fyrir fordómum, mun að sjálfsögðu finna þá í einhverri mynd.“ Hann segir trans fólk fyrst og fremst mæta undrun og vankunnáttu úti í samfélaginu. „Fólk almennt veit lítið um kynáttunarvanda og kynleiðréttingar. Þetta lýsir sér í forvitni og óþægilegum athugasemdum. Mér finnst þó langflestir leggja sig alla fram til að mæta þessum einstaklingum af kurteisi og skilningi þar sem þeir eru. En fólk verður líka að skilja að einstaklingur sem gengið hefur undir sínu nafni og persónufornöfnum eigin bíólógíska kyns í 20-40 ár getur ekki ætlast til að öllum takist í einni sjónhendingu að breyta þeirri sýn sem þeir hafa á viðkomandi,“ útskýrir Óttar og segir sína reynsla af sínum skjólstæðingum vera að langflestir hafi jákvæða sögu að segja af viðbrögðum nánustu ættingja og vina. „Allir virðast leggja sig fram um að nota nýja nafnið og segja hann eða hún eftir því sem við á hverju sinni.“Allir eiga sína sögu, sína fortíðSumar greinar og rannsóknir benda til þess að hinsegin hópar séu líklegri til að þróa með sér fíknivanda en aðrir hópar. Þá hefur stundum verið sagt að þessi hópur sé almennt kvíðnari og gjarnari á að þróa með sér þunglyndi. Er eitthvað til í þessu? „Hinsegin einstaklingur er með nákvæmlega sömu vandamál og aðrir; mestu skiptir að nálgast þau á forsendum viðkomandi en láta ekki stýrast af einhverjum fyrirfram mótuðum kennisetningum um sérstöðu minnihlutahópa. Það er ákaflega auðvelt að falla í þá gildru að hinsegin fólk drekki meira en aðrir og sé óhamingjusamara en aðrir vegna þess að það sé hinsegin. Svo er alls ekki. Allir eiga sína sögu, sína fortíð, sín vandamál hvort heldur þeir eru hómó, heteró, bí eða trans, sem þarf að ræða um og skilgreina. Kynhneigð er einungis eitt af fjölmörgum persónueinkennum einstaklingsins.“ Hinsegin Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Hinsegin barátta hefur ekki alltaf verið auðveld. En hún er líka saga kraftaverka og sigra. Hvar eru sigrarnir unnir og hvar má gera betur? Fréttablaðið gerði úttekt á stöðu hinsegin hópa á Íslandi og ræddi meðal annars við Baldur Þórhallsson, Sigríði Jónsdóttur, Steinu Dögg Vigfúsdóttur, Tyrfing Tyrfingsson og Óttar Guðmundsson.Baldur ÞórhallssonEnginn þingmaður út úr skápnumHvar stendur hinsegin baráttan ef við berum hana saman við það sem var fyrir 20 árum? „Staðan er mjög góð þar sem samkynhneigðir hafa náð fullum lagalegum réttindum. Enn vantar samt mikið upp á fræðslu um hinsegin málefni í skólakerfinu og meðal fagstétta eins og heilbrigðisstarfsfólks. Það vantar einnig verulega upp á sýnileika hinsegin fólks eins og í fjölmiðlum og á þingi. Mér vitanlega er til að mynda enginn þingmaður á þessu kjörtímabili út úr skápnum og samkynhneigðir fulltrúar í sveitarstjórnum ekki sýnilegir. Íslendingar eru þekktir fyrir að ryðja brautina þegar kemur að jafnréttismálum og því orðið tímabært að kjósa forseta sem er hinsegin.“ Baldur segir lagalega og félagslega stöðu hinsegin fólks svipaða hér og í flestum nágrannaríkjum okkar – austan hafs og vestan. „Hinsegin fólk á hins vegar mjög erfitt uppdráttar í mörgum löndum Mið- og Austur-Evrópu og annars staðar í heiminum. Það er til að mynda átakanlegt hvernig staða hinsegin fólks hefur farið versnandi í Rússlandi, hvernig það er ofsótt af stjórnvöldum í mörgum Afríkuríkjum og drepið af vígamönnum ISIS í Írak og Sýrlandi.“ Hann segir íslensk stjórnvöld hafa forgangsraðað í vinnu að jafnréttismálum á alþjóðavettvangi og barátta gegn mismunun í garð hinsegin fólks falli undir það. „Ísland hefur til dæmis stutt ályktanir og breytingar á ályktunum í þágu réttinda hinsegin fólks í mannréttindaráði og á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur einnig talað fyrir réttindum hinsegin fólks í Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Það væri Íslandi til framdráttar ef stjórnvöld í samstarfi við Samtökin ’78 hefðu í auknum mæli frumkvæði að því að vinna að réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi.“En hver eru helstu baráttumálin um þessar mundir? „Tvennt skiptir að minnsta kosti miklu máli hér landi,“ útskýrir Baldur. „Í fyrsta lagi er mikilvægt að efla enn frekar fræðslu um málefni hinsegin fólks í grunn- og framhaldsskólum landsins. Það væri gott að sjá ríkisvaldið með menntamálaráðuneytið í broddi fylkingar vinna að fræðslu í skólum alls staðar á landinu. Þessu þarf jafnframt að fylgja að tekið sé á aðdróttunum og einelti í garð nemenda sem eru hinsegin. Í öðru lagi er mikilvægt að efla fræðslustarf innan íþróttahreyfingarinnar en hinsegin strákar virðast eiga erfitt með að koma út úr skápnum og nokkuð er enn um neikvæða umræðu um samkynhneigða meðal þeirra sem stunda íþróttir.“Sigríður JónsdóttirÞað þarf að taka á banni við blóðgjöf homma Sigríður Jónsdóttir er MA-nemi í mannfræði og leikhúsgagnrýnandi. Hún segir að þrátt fyrir að barátta samkynhneigðra á Íslandi hafi tekið stórt stökk á síðustu árum sé enn fjölmargt sem þurfi að skoða. „Hinsegin fræðsla á yngri skólastigum, réttindi hinsegin flóttafólks sem kemur til landsins og bann við blóðgjöf homma.“ Sigríður segir að af nægu sé að taka á alþjóðavettvangi. „Ég tel að íslenska ríkið þurfi að taka ennþá sterkari og pólitískari afstöðu á þeim vettvangi. Það er ekki nægilegt eða ásættanlegt að fagna einungis okkar eigin ágæti heldur verðum við horfa út í heim og berjast fyrir réttindum þeirra sem eru ofsóttir og jafnvel myrtir vegna kynhneigðar sinnar.“ Hún segir vanta upp á sýnileika hinsegin fólks. „Ósýnileikann má finna víða, í hinum ýmsu skúmaskotum. Lítið en áberandi dæmi má sjá í leikhúsum landsins en sviðsverk, þá sérstaklega leikrit, eftir samkynhneigða einstaklinga sjást alltof sjaldan á íslenskum leiksviðum. Hvað þá verk sem fjalla um tilveru hinsegin einstaklinga. Þessu verður að breyta hið fyrsta.“ Hún segir úr mörgu að velja þegar talið berst að því sem stendur upp úr í baráttu samkynhneigðra undanfarin ár. „En ákvörðun íslenska ríkisins að taka við hinsegin flóttafólki með hjálp Rauða krossins og Sameinuðu þjóðanna var gríðarlega mikilvæg. Flóttafólk um allan heim lifir við skelfilegar aðstæður en oftar en ekki er hinsegin flóttafólk ennþá lengra á jaðrinum þar sem því er bæði útskúfað úr sínum eigin samfélögum og stendur síðan frammi fyrir því að þurfa að sanna samkynhneigð sína fyrir skrifstofublókum í komulandinu.“En býr hinsegin fólk á Íslandi við pressu um að falla inn í svokallað heteró-norm? Það er að segja hefðbundið fjölskyldumynstur? „Íslendingar eru í eðli sínu afturhaldssamir og einstaklingar þurfa ekki að vera samkynhneigðir til að finna fyrir samfélagslegri pressu, það er alveg meira en nóg að vera kona. Réttindi samkynhneigðra til að gifta sig er gríðarlega mikilvægur áfangi. Ég var í New York daginn sem hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóminn til stuðnings giftingarrétti hinsegin fólks á landsvísu og gleðin í borginni var ógleymanleg. En ekki má gleyma að fjölbreytni byggist á því að einstaklingar fái að vera eins og þeir eru, hvort sem um er að ræða kynhneigð, barneignir eða hjúskap.“Gleðigangan 2014Vísir/Valli Má ég sem hommi afþakka þetta blessaða umburðarlyndi? Úr Þjóðviljanum, 1986:Þorvaldur Kristinsson „Á erfiðum tímum er fátt eins hættulegt þeim sem eiga undir högg að sækja og lítilþægnin. Þá er skammt í það að menn fari að rugla saman hugtökunum umburðarlyndi og frelsi. Má ég sem hommi afþakka þetta blessaða umburðarlyndi. Svo kann að virðast sem það feli í sér nokkra viðurkenningu. En í afstöðu umburðarlyndisins er alltaf dulinn fyrirvari: Það er allt í lagi með ykkur ... en ... en. Þess háttar viðurkenning vísar enga leið til frelsisins og reynslan sýnir að umburðarlyndið gildir aðeins meðan við þegjum og læðumst með veggjum. Það sést best að um svikalogn er að ræða þegar við hommar og lesbíur tökum til máls og leitum sjálfsagðra mannréttinda. Þá rísa varðmenn ríkjandi ástands upp og reiða til höggs."Þorvaldur Kristinsson, fyrrverandi formaður Samtakanna ´78, í Þjóðviljanum 1986.Tyrfingur TyrfingssonVísir/ValliLína Langsokkur er náttúrulega lessa dauðans „Fáir hommar vinna í leikhúsunum á Íslandi sem er auðvitað alveg galið því hvað er hommalegra en að leika í leikriti? Áhorfandinn, hvort sem hann er í leikhúsi eða á GayPride, á nefnilega alltaf að vera að spyrja sig: „Bíddu nú við, hvort er þetta leikrit eða eru þessir hommar þarna á sviðinu að byrja orgíu? Svo er Lína Langsokkur náttúrulega lessa dauðans. Það veit hvert mannsbarn."Tyrfingur Tyrfingsson, leikskáldHvað er intersex? Að einhverju leyti frábrugðin því sem almennt er talið skilgreina kvenkyn eða karlkyn. Um er að ræða líkamleg frávik á kynfærum, frávik frá öðrum líkamlegum kyneinkennum, frávik í hormónaframleiðslu og/eða litningafrávik.Riga-yfirlýsingin (fengin af vefsíðu Intersex Ísland)Evrópsk intersex samtök komu saman á fundi í Riga í Lettlandi í fyrra og settu sér þar fjögur markmið. Meðal þeirra sem komu að yfirlýsingunni er Intersex Ísland. „Fram að þessu hafa intersex einstaklingar um gervalla Evrópu sætt ómannúðlegum og niðurlægjandi skurðlækningum, hormónameðferðum og öðrum meðferðum án upplýsts samþykkis. Þetta er framkvæmt samkvæmt geðþóttaákvörðunum lækna án nokkurs konar lagaramma. Þessar breytingar á kyneinkennum einstaklinga virða að vettugi þá staðreynd að kyn er skali eða samfella. Leiðir þetta af sér gróf mannréttindabrot, tekur sjálfræði af einstaklingum til yfirráða yfir eigin líkama og vegur að mannlegri reisn. 1 Að setja spurningarmerki við þá skilgreiningu að kyn sé eingöngu karl- og kvenkyn og efla þá vitneskju að kyn eins og kyngervi sé skali eða samfella. 2 Að tryggja að intersex einstaklingar hljóti fulla vernd gegn nokkurs konar mismunun. Til að fylgja þessu markmiði eftir leggjum við til að tekin verði upp löggjöf gegn mismunun á grundvelli kyneinkenna, án tillits til ákveðinnar birtingarmyndar eða samsetningar af þessum einkennum. Kyneinkenni ná yfir litninga, kynkirtla og líffærafræðileg sérkenni manneskju. Kyneinkenni svo sem æxlunarfæri, uppbyggingu kynfæra, litninga og hormónastarfsemi, og aukakyneinkenni svo sem, en ekki einvörðungu, vöðvauppbyggingu, dreifingu hárs, brjóstavöxt og/eða hæð. 3 Að tryggja að allir hagsmunaaðilar sem hafa ákveðnu hlutverki að gæta í velferð intersex einstaklinga, þar með talið, starfsfólk heilbrigðisgeirans, foreldrar og fagfólk innan menntakerfisins ásamt samfélaginu í heild, fái mannréttindamiðaða fræðslu um intersex málefni. 4 Að vinna að því að gera læknisfræðilega og sálfræðilega meðferð ólögmæta nema að upplýst samþykki einstaklingsins liggi fyrir. Starfsfólk heilbrigðisgeirans og annað fagfólk skal ekki framkvæma neina meðferð til að breyta kyneinkennum sem getur beðið þar til einstaklingurinn er fær um að veita upplýst samþykki." Af hverju sæta intersex einstaklingar læknainngripum? „Læknainngrip miða alla jafna að því að láta intersex líkama aðlagast hefðbundnum hugmyndum um karl- og kvenlíkama. Núverandi inngrip lækna byggjast á hugmyndum um að snemmbærar aðgerðir á kynfærum ungra barna komi til með að „draga úr áhyggjum foreldra“ og „draga úr fordómum og tryggja samsömun við rétt kyn“. Skurðaðgerðirnar leggja í eðli sínu meiri áherslu á útlit en ekki næmni og kynheilbrigði. Lýtaaðgerðir á kynfærum barna eru einnig vafasamar þar sem börn geta ekki veitt upplýst samþykki. Unglingar og jafnvel fullorðnir hafa einnig sagt frá þrýstingi sem þeir hafa orðið fyrir af hendi lækna og fjölskyldumeðlima til að falla að félagslegum normum. Sumir læknar eru ennþá þeirrar skoðunar að það sé of skelfilegur hlutur að upplýsa einstaklinga um að líkami þeirra búi yfir intersex breytileika. Mjög margir intersex einstaklingar líða fyrir þær líkamlegu og sálfræðilegu afleiðingar sem slíkar aðgerðir geta haft í för með sér ásamt því að finna fyrir skömm og afleiðingum leyndarinnar. Í grunninn eru það hómófóbía, þröngsýni og gömul hjátrú sem renna stoðum undir ranga meðhöndlun." Hvað er trans? Transgender er regnhlífarhugtak. Það nær yfir marga hópa sem eiga það sameiginlegt að þeirra kynvitund, kyntjáning eða upplifun er á skjön við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu. Ekki allt trans fólk fer í kynleiðréttingarferli. Trans fólk sem gerir það fer mismunandi leiðir og undirgengst ekki endilega kynfæraaðgerð þrátt fyrir að það fari í hormónameðferð. Rétt orðanotkun mikilvæg Eitt af því mikilvægasta er rétt orðanotkun, en talað er um trans fólk, trans konur, trans karla og kynleiðréttingu. Trans konur eru einstaklingar sem var úthlutað karlkyn við fæðingu en leiðrétta í kvenkyn og trans karlar einstaklingar sem fengu kvenkyn úthlutað við fæðingu en leiðrétta í karlkyn. Það er mikilvægt að tala um transfólk í réttu kyni og nota þau fornöfn sem að þau nota. Sumt trans fólk kýs að nota kynlaus fornöfn á borð við “hán.” Ef það er óljóst hvaða fornafn skal nota, endilega spurðu viðkomandi.Steina DöggÆttum ekki að þurfa að standast próf til að sanna kynvitund okkarSteina Dögg Vigfúsdóttir er trans kona og gjaldkeri samtakanna ´78. Hún er einnig félagi í Trans Ísland. „Það helsta sem við erum að berjast fyrir þessa dagana er að uppfæra lög um trans málefni og afsjúkdómavæða trans hugtakið. Mér hefur borist til eyrna og þekki það af eigin reynslu að trans teymið á Landspítalanum setur ákveðnar kröfur á trans fólk sem okkur í trans samfélaginu hugnast ekki. Þess er krafist af trans fólki að það lifi í ár í sínu rétta kyni áður en hormónameðferðin hefst. Þarna kristallast tvíhyggjukerfið – ef þú passar ekki inn í akkúrat karl- eða konukassa þá áttu einhvern veginn hvergi heima. Ég fékk til dæmis mjög skrýtnar viðtökur því ég mætti ekki í kjól í tíma hjá þeim. Þetta er eitthvað sem við erum að vinna í að bæta,“ segir Steina Dögg. Hún segir nálgun trans teymisins verða til þess að fólk segi bara það sem það veit að teymið vill heyra, til þess að fá áframhaldandi meðferð. „Hér er um að ræða eins konar hliðvörslu sem mér finnst ekki heilbrigð nálgun. Fólk sem mætir á geðdeild og pantar sér tíma vegna trans málefna er búið að rogast um með þessa tilfinningu svo árum skiptir og ætti ekki að þurfa að standast próf til þess að sanna kynvitund sína fyrir annarri manneskju. Þetta er próf missir líka dálítið marks þegar maður er gamla kynið í öllum skjölum. Hvernig á maður að upplifa sig í sínu rétta kyni þegar það er ekki samþykkt?“Bið eftir hormónum þarf að útrýma Steina Dögg segir mannanafnanefnd flækja málin. „Þessi nefnd gerir körlum ekki kleift að heita kvenkyns nöfnum.“ Hún segist vilja minnka tvíhyggjuna og auka frelsið, stíla inn á fjölbreytileikann innan trans regnhlífarhugtaksins. „Bið eftir hormónum þarf að útrýma.“ Steina Dögg segist í sínu ferli hafa mikið þurft að tala um kynhneigð sína. „Mér finnst kynhneigð mín málinu algjörlega óviðkomandi. Ég er oft spurð hvort ég hafi lokið ferlinu. Ferlið er ekki byrjun eða endir neins. Þá finnst mér verið að smætta breytinguna niður í kynfæri sem er ekki málið. Kynvitund hefur lítið með kynfæri einu sinni að gera.“ Steina segir þó margt hafa áunnist í baráttunni. „Það er ágætt að vera trans á Íslandi miðað við marga aðra staði, en það er mikil vanþekking. Talsmátinn, orðaval sem getur sært. Fólk bara veit ekki betur. Það er góð regla, að ef maður er ekki viss þá má spyrja um fornöfn. Það er hið eðlilegasta mál.“Mæta undrun og vankunnáttu Óttar Guðmundsson er geðlæknir og í trans teymi Landspítalans. Aðspurður segist hann halda að almennt mæti hinsegin fólk velvild og kurteisi í heilbrigðiskerfinu eins og aðrir. „Það er allavega ákaflega erfitt að alhæfa um jafn teygjanlegt hugtak og fordómar eru. En hver og einn sem leitar að fordómum getur fundið þá. Ég held að allir sem telja sig tilheyra einhverjum minnihlutahópi geti gert það. Hinsegin einstaklingur sem nálgast heilbrigðiskerfið með því hugarfari að hann eða hún eigi eftir að verða fyrir fordómum, mun að sjálfsögðu finna þá í einhverri mynd.“ Hann segir trans fólk fyrst og fremst mæta undrun og vankunnáttu úti í samfélaginu. „Fólk almennt veit lítið um kynáttunarvanda og kynleiðréttingar. Þetta lýsir sér í forvitni og óþægilegum athugasemdum. Mér finnst þó langflestir leggja sig alla fram til að mæta þessum einstaklingum af kurteisi og skilningi þar sem þeir eru. En fólk verður líka að skilja að einstaklingur sem gengið hefur undir sínu nafni og persónufornöfnum eigin bíólógíska kyns í 20-40 ár getur ekki ætlast til að öllum takist í einni sjónhendingu að breyta þeirri sýn sem þeir hafa á viðkomandi,“ útskýrir Óttar og segir sína reynsla af sínum skjólstæðingum vera að langflestir hafi jákvæða sögu að segja af viðbrögðum nánustu ættingja og vina. „Allir virðast leggja sig fram um að nota nýja nafnið og segja hann eða hún eftir því sem við á hverju sinni.“Allir eiga sína sögu, sína fortíðSumar greinar og rannsóknir benda til þess að hinsegin hópar séu líklegri til að þróa með sér fíknivanda en aðrir hópar. Þá hefur stundum verið sagt að þessi hópur sé almennt kvíðnari og gjarnari á að þróa með sér þunglyndi. Er eitthvað til í þessu? „Hinsegin einstaklingur er með nákvæmlega sömu vandamál og aðrir; mestu skiptir að nálgast þau á forsendum viðkomandi en láta ekki stýrast af einhverjum fyrirfram mótuðum kennisetningum um sérstöðu minnihlutahópa. Það er ákaflega auðvelt að falla í þá gildru að hinsegin fólk drekki meira en aðrir og sé óhamingjusamara en aðrir vegna þess að það sé hinsegin. Svo er alls ekki. Allir eiga sína sögu, sína fortíð, sín vandamál hvort heldur þeir eru hómó, heteró, bí eða trans, sem þarf að ræða um og skilgreina. Kynhneigð er einungis eitt af fjölmörgum persónueinkennum einstaklingsins.“
Hinsegin Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent