Tæplega 4000 laxar gengnir í gegnum teljarann við Langá Karl Lúðvíksson skrifar 7. ágúst 2015 15:19 Bjargstrengur í Langá á Mýrum Mynd: www.svfr.is Veiðin í Langá hefur verið góð í sumar og ennþá eru fínar göngur í ánna sem þó var vel setin af laxi fyrir. Heildarveiðin í ánni á hádegi í dag var 1434 laxar en nú er við veiðar holl sem mest samanstendur af óvönum veiðimönnum. Alls eru komnir 8 maríulaxar á land síðan í gær og vel veiðist til viðbótar þeim löxum. Áin er í góðu vatni og laxinn tekur vel loksins þegar norðanáttin hætti sem er búin að vera ríkjandi á Mýrunum í allt sumar. Staðan á teljarnum við Skugga var tæplega 4000 laxar í dag og að auki við það er áætlað að til viðbótar gangi um það bil 20% upp Skugga. Miðað við þær forsendur gætu það verið um 4800 laxar sem þegar eru gengir upp ánna og þar ef er búið að veiða 1434 svo það eru ennþá um það bil 3400 laxar sem eru óveiddir. Töluvert hefur verið sleppt aftur í ánna svo óveiddir laxar eru fleiri en það auk þess sem stór hluti af veiðina framan af sumri var neðan við teljarann. Mest hefur veiðst á smáar flugur síðustu vikur í stærðum 14-18# og hafa flugur eins og Haugur, Rauður- og Svartur Frances, Black and Blue, Kolskeggur, Hairy Mairy, Blue Charm, Rauð Krafla, Sunray Shadow, Collie Dog og auðvitað hitch verið hvað vinsælast hjá veiðimönnum. Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Eystri Rangá komin í 2000 laxa Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Metopnun í Hölkná Veiði Mús í Urriðamaga Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Ein af vinsælustu flugum sumarsins Veiði Laxinn kominn í Breiðdalsá Veiði
Veiðin í Langá hefur verið góð í sumar og ennþá eru fínar göngur í ánna sem þó var vel setin af laxi fyrir. Heildarveiðin í ánni á hádegi í dag var 1434 laxar en nú er við veiðar holl sem mest samanstendur af óvönum veiðimönnum. Alls eru komnir 8 maríulaxar á land síðan í gær og vel veiðist til viðbótar þeim löxum. Áin er í góðu vatni og laxinn tekur vel loksins þegar norðanáttin hætti sem er búin að vera ríkjandi á Mýrunum í allt sumar. Staðan á teljarnum við Skugga var tæplega 4000 laxar í dag og að auki við það er áætlað að til viðbótar gangi um það bil 20% upp Skugga. Miðað við þær forsendur gætu það verið um 4800 laxar sem þegar eru gengir upp ánna og þar ef er búið að veiða 1434 svo það eru ennþá um það bil 3400 laxar sem eru óveiddir. Töluvert hefur verið sleppt aftur í ánna svo óveiddir laxar eru fleiri en það auk þess sem stór hluti af veiðina framan af sumri var neðan við teljarann. Mest hefur veiðst á smáar flugur síðustu vikur í stærðum 14-18# og hafa flugur eins og Haugur, Rauður- og Svartur Frances, Black and Blue, Kolskeggur, Hairy Mairy, Blue Charm, Rauð Krafla, Sunray Shadow, Collie Dog og auðvitað hitch verið hvað vinsælast hjá veiðimönnum.
Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Eystri Rangá komin í 2000 laxa Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Metopnun í Hölkná Veiði Mús í Urriðamaga Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Ein af vinsælustu flugum sumarsins Veiði Laxinn kominn í Breiðdalsá Veiði