Einkaflugvél rússneska auðjöfursins Dmitry Rybolovlev er stödd hér á landi. Mynd af henni má sjá hér að ofan. Líklegt verður að telja að eigandinn sé með í för.
Í ár var Rybolovlev í 156. sæti á lista Forbes yfir ríkasta fólk heimsins. Meðal eigna hans má nefna Bank of Cyprus, áburðarframleiðandann Uralkali og einnig á hann stóran hluta í knattspyrnuliðinu Monaco auk þess að vera forseti þess.
Í fyrra skildi hann við konu sína, Elenu, og þurfti í kjölfarið að greiða 4,5 milljarða bandaríkjadala til hennar. Er það talinn dýrasti skilnaður í sögunni. 4,5 milljarðar dollara eru rúmlega 607 milljarðar íslenskra króna. Til samanburðar þá innheimtir íslenska ríkið tæpa 600 milljarða á ári í skatt og upphæðin nemur tæplega þriðjungi af vergri landsframleiðslu Íslands.
Flugvél hans er af gerðinni Airbus A-319 og er hún skráð á eynni Mön. Yfir hundrað farþegar geta verið í henni. Skráningarnúmer hennar er M-KATE en það hefur ekkert að gera með bresku konungsfjölskylduna.
Rússneskur auðjöfur staddur hér á landi

Tengdar fréttir

Bill Gates kveður: Skrapp í þyrlu á Hornstrandir og flutti inn allan mat
Ríkasti maður heims skrapp í þyrlu til Hornstranda þar sem hann freistaði þess að sjá refi.

Auðjöfur bauð þúsundum starfsmanna í lúxusferð til Frakklands
Li Jinyan bauð rúmlega helmingi starfsmanna sinna í fjögurra daga leyfi til Parísar og Suður-Frakklands

Ríkasti maður Kína heimsótti Ísland
Eigandi Alibaba millilenti á Íslandi og snæddi kínverskan mat á veitingastaðnum Fönix.