Ættingjar reiðir vegna misvísandi upplýsinga um afdrif MH370 Heimir Már Pétursson skrifar 6. ágúst 2015 12:50 Ættingi eins fórnarlambanna lýsti yfir reiði sinni á skrifstofu Malasyia Airlines í Peking í dag. Vísir/EPA Ættingjar fólks sem fórst með MH370 farþegaflugvél Malaysian flugfélagsins í mars í fyrra eru margir reiðir yfir mismunandi upplýsingum um brak sem fannst á Reunion eyju í síðustu viku. Sérfræðingar komu saman í Toulouse í Frakklandi í gær til að skoða vænghluta af Boeing 777 þotu sem fannst á eyjunni Reunion á Indlandshafi í síðustu viku. Þar sem aðeins einnar slíkrar flugvélar er saknað í heiminum hefur verið talið mjög líklegt að vænhlutinn sé af flugvélinni í flugi MH370, sem hvarf fyrir 17 mánuðum á leið frá Kuala Lumpur til Peking með 239 manns innanborðs. Najib Razak forsætisráðherra Malasíu sagði í gær að sérfræðingarnir væru á einu máli um að vænghlutinn væri í MH370 flugvélinni. En skömmu síðar lýstu franskir sérfræðingar því yfir að það væri „mjög líklegt" að hluturinn væri úr flugvélinni. Flestir farþeganna um borð voru kínverskir. Hópur ættingja þeirra mótmælti fyrir utan skrifstofur Malaysian Air í Peking í dag og gagnrýndi að aukið væri á angist þeirra með misvísandi yfirlýsingum. Þá sögðust margir þeirra ekki trúa útskýringum flugfélagsins og yfirvalda og þeir tryðu því jafnvel að ættingjar þeirra væru enn á lífi. Því væri haldið leyndu fyrir þeim. Fregnir herma að meira brak en vænghlutinn og ferðataska sem fannst á sama tíma hafi fundist á svipuðum slóðum á Reunion eyju. Meðal annars gluggi og sætispúðar sem einnig hafi verið sendir til skoðunar hjá alþjóðlegum hópi sérfræðinga í Frakklandi. Þegar rannsókn sérfræðinganna hófst var sagt að staðfesting á því hvort um hlut úr MH370 þotunni væri að ræða væri að vænta fyrir helgi. En talið er að ýmis framleiðslunúmer ættu að geta staðfest það með óyggjandi hætti. Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Flugvélabrakið í rannsókn Sérfræðingar eru nú að hefjast handa við að rannsaka flugvélabrak sem fannst á strönd Reunion-eyjar á Indlandshafi í síðustu viku og talið er að sé úr malaísku farþegaþotunni MH370 sem fórst í mars í fyrra. 5. ágúst 2015 07:06 Vélinni vísvitandi flogið af leið? Ummerki á brakinu eru talin renna stoðum undir kenningar um að flugmenn MH370 hafi grandað vélinni með 239 farþega innanborðs af ásettu ráði. 1. ágúst 2015 19:59 Segir styttast í að ráðgátan um MH370 leysist Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir styttast í að ráðgátan um hvarf malaísku farþegaþotunnar MH370 leysist, eftir að staðfest var að vænghluti sem fannst á Reunion-eyju á Indlandshafi væri úr þotunni sjálfri. 6. ágúst 2015 07:24 Staðfest að brakið kom frá MH370 Flugvélin hvarf 8. mars 2014 og þangað til nú var sem hún hefði horfið sporlaust. 5. ágúst 2015 19:07 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Ættingjar fólks sem fórst með MH370 farþegaflugvél Malaysian flugfélagsins í mars í fyrra eru margir reiðir yfir mismunandi upplýsingum um brak sem fannst á Reunion eyju í síðustu viku. Sérfræðingar komu saman í Toulouse í Frakklandi í gær til að skoða vænghluta af Boeing 777 þotu sem fannst á eyjunni Reunion á Indlandshafi í síðustu viku. Þar sem aðeins einnar slíkrar flugvélar er saknað í heiminum hefur verið talið mjög líklegt að vænhlutinn sé af flugvélinni í flugi MH370, sem hvarf fyrir 17 mánuðum á leið frá Kuala Lumpur til Peking með 239 manns innanborðs. Najib Razak forsætisráðherra Malasíu sagði í gær að sérfræðingarnir væru á einu máli um að vænghlutinn væri í MH370 flugvélinni. En skömmu síðar lýstu franskir sérfræðingar því yfir að það væri „mjög líklegt" að hluturinn væri úr flugvélinni. Flestir farþeganna um borð voru kínverskir. Hópur ættingja þeirra mótmælti fyrir utan skrifstofur Malaysian Air í Peking í dag og gagnrýndi að aukið væri á angist þeirra með misvísandi yfirlýsingum. Þá sögðust margir þeirra ekki trúa útskýringum flugfélagsins og yfirvalda og þeir tryðu því jafnvel að ættingjar þeirra væru enn á lífi. Því væri haldið leyndu fyrir þeim. Fregnir herma að meira brak en vænghlutinn og ferðataska sem fannst á sama tíma hafi fundist á svipuðum slóðum á Reunion eyju. Meðal annars gluggi og sætispúðar sem einnig hafi verið sendir til skoðunar hjá alþjóðlegum hópi sérfræðinga í Frakklandi. Þegar rannsókn sérfræðinganna hófst var sagt að staðfesting á því hvort um hlut úr MH370 þotunni væri að ræða væri að vænta fyrir helgi. En talið er að ýmis framleiðslunúmer ættu að geta staðfest það með óyggjandi hætti.
Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Flugvélabrakið í rannsókn Sérfræðingar eru nú að hefjast handa við að rannsaka flugvélabrak sem fannst á strönd Reunion-eyjar á Indlandshafi í síðustu viku og talið er að sé úr malaísku farþegaþotunni MH370 sem fórst í mars í fyrra. 5. ágúst 2015 07:06 Vélinni vísvitandi flogið af leið? Ummerki á brakinu eru talin renna stoðum undir kenningar um að flugmenn MH370 hafi grandað vélinni með 239 farþega innanborðs af ásettu ráði. 1. ágúst 2015 19:59 Segir styttast í að ráðgátan um MH370 leysist Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir styttast í að ráðgátan um hvarf malaísku farþegaþotunnar MH370 leysist, eftir að staðfest var að vænghluti sem fannst á Reunion-eyju á Indlandshafi væri úr þotunni sjálfri. 6. ágúst 2015 07:24 Staðfest að brakið kom frá MH370 Flugvélin hvarf 8. mars 2014 og þangað til nú var sem hún hefði horfið sporlaust. 5. ágúst 2015 19:07 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Flugvélabrakið í rannsókn Sérfræðingar eru nú að hefjast handa við að rannsaka flugvélabrak sem fannst á strönd Reunion-eyjar á Indlandshafi í síðustu viku og talið er að sé úr malaísku farþegaþotunni MH370 sem fórst í mars í fyrra. 5. ágúst 2015 07:06
Vélinni vísvitandi flogið af leið? Ummerki á brakinu eru talin renna stoðum undir kenningar um að flugmenn MH370 hafi grandað vélinni með 239 farþega innanborðs af ásettu ráði. 1. ágúst 2015 19:59
Segir styttast í að ráðgátan um MH370 leysist Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir styttast í að ráðgátan um hvarf malaísku farþegaþotunnar MH370 leysist, eftir að staðfest var að vænghluti sem fannst á Reunion-eyju á Indlandshafi væri úr þotunni sjálfri. 6. ágúst 2015 07:24
Staðfest að brakið kom frá MH370 Flugvélin hvarf 8. mars 2014 og þangað til nú var sem hún hefði horfið sporlaust. 5. ágúst 2015 19:07