Ættmóðir BMW fjölskyldunnar fellur frá Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2015 10:04 Johanna Quandt. Johanna Quandt, ekkja Herbert Quandt, þess manns er bjargaði BMW frá gjaldþroti eftir síðari heimsstyrjöldina, er nú fallin frá 89 ára að aldri. Hún átti 16,7% í BMW, en ásamt börnum hennar tveimur áttu þau samtals 46,8% hlut í þýska bílafyrirtækinu. Hlutur Johanna Quandt deilist nú á milli barnanna tveggja, Stefan Quandt og Susanna Klatten, og á Stefan nú 25,75% og Susanna 20,95%. Johanna Quandt átti hlutafé í BMW að virði 1.535 milljarða króna sem gerði hana að áttundu efnaðasta einstaklingi Þýskalands og var hún í 98. sæti á lista Bloomberg yfir efnaðasta fólks heims. Við fráfall hennar verða börn hennar tvö enn hærri en hún var á þessum lista. Heildarviðri hlutabréfa í BMW er nú 8.718 milljarða króna virði og eiga börn Quandt 46,8% þess, eða 4.080 milljarða króna. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent
Johanna Quandt, ekkja Herbert Quandt, þess manns er bjargaði BMW frá gjaldþroti eftir síðari heimsstyrjöldina, er nú fallin frá 89 ára að aldri. Hún átti 16,7% í BMW, en ásamt börnum hennar tveimur áttu þau samtals 46,8% hlut í þýska bílafyrirtækinu. Hlutur Johanna Quandt deilist nú á milli barnanna tveggja, Stefan Quandt og Susanna Klatten, og á Stefan nú 25,75% og Susanna 20,95%. Johanna Quandt átti hlutafé í BMW að virði 1.535 milljarða króna sem gerði hana að áttundu efnaðasta einstaklingi Þýskalands og var hún í 98. sæti á lista Bloomberg yfir efnaðasta fólks heims. Við fráfall hennar verða börn hennar tvö enn hærri en hún var á þessum lista. Heildarviðri hlutabréfa í BMW er nú 8.718 milljarða króna virði og eiga börn Quandt 46,8% þess, eða 4.080 milljarða króna.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent