Minni hagnaður BMW vegna dræmrar sölu í Kína Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2015 10:09 BMW X6. Hagnaður BMW á öðrum ársfjórðungi minnkaði um 3% og er helsta ástæða þess dræm sala bíla í Kína, en margir bílaframleiðendur heims hafa neyðst til að lækka verð bíla sinna í þessum stærsta bílamarkaði heims og dregur það úr hagnaði þeirra. BMW skilaði engu að síður 370 milljarða hagnaði á fjórðungnum. Mikill kostnaður við þróun nýrra bíla BMW átti einnig hlut í minnkandi hagnaði fyrirtækisins og aukin sala minni bíla BMW sem skila minni hagnaði en sala stærri bíla þess. BMW spáir samt meiri hagnaði á árinu öllu en í fyrra. Sala bíla BMW hefur aukist um 7,5 á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs og er heildarsalan 573.079 bílar. Hagnaður af sölu hefur hinsvegar lækkað úr 11,7% niður í 8,4% og er það minni hagnaður af sölu en hjá Mercedes Benz nú (10,7%) og Audi (9,9%). Ef að sala bíla í Kína heldur áfram að minnka telur BMW að breyta þurfi hagnaðarspá fyrirtækisins fyrir árið í ár. Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent
Hagnaður BMW á öðrum ársfjórðungi minnkaði um 3% og er helsta ástæða þess dræm sala bíla í Kína, en margir bílaframleiðendur heims hafa neyðst til að lækka verð bíla sinna í þessum stærsta bílamarkaði heims og dregur það úr hagnaði þeirra. BMW skilaði engu að síður 370 milljarða hagnaði á fjórðungnum. Mikill kostnaður við þróun nýrra bíla BMW átti einnig hlut í minnkandi hagnaði fyrirtækisins og aukin sala minni bíla BMW sem skila minni hagnaði en sala stærri bíla þess. BMW spáir samt meiri hagnaði á árinu öllu en í fyrra. Sala bíla BMW hefur aukist um 7,5 á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs og er heildarsalan 573.079 bílar. Hagnaður af sölu hefur hinsvegar lækkað úr 11,7% niður í 8,4% og er það minni hagnaður af sölu en hjá Mercedes Benz nú (10,7%) og Audi (9,9%). Ef að sala bíla í Kína heldur áfram að minnka telur BMW að breyta þurfi hagnaðarspá fyrirtækisins fyrir árið í ár.
Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent