Rosberg skilur ekki hraða Hamilton Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. ágúst 2015 10:30 Rosberg virðist vera búinn að týna taktinum í tímatökum. Vísir/Getty Nico Rosberg ökumaður Mercedes er gáttaður á hraða liðsfélaga síns, Lewis Hamilton í tímatökum. Rosberg náði flestum ráspólum síðasta árs. Nú er sagan önnur. Tímatökur voru sterkasta hlið Rosberg í fyrra. Hann náði 11 ráspólum í fyrra en Hamilton sjö. Taflið hefur algjörlega snúist við. „Ég hef einblínt á að bæta árangur minn í keppnum og það getur útskýrt stöðuna að litlu leyti, hún er að mestu leyti óútskýranleg frá mínu sjónarhorni,“ sagði Rosberg. „Ég skil ekki þennan mikla mun og það angrar mig, en ég er næstum kominn yfir það. Þetta dregur mig ekki niður - svona er þetta bara, svo lengi sem keppnishraðinn minn er góður get ég snúið stöðunni við,“ bætti hann við. Áætlun Rosberg um að einblína á keppnishraða er sennilega ekki alveg að skila tilætluðum árangri. Hann vantar enn eina unna keppni til að vera á sama stað og hann var á þessum tíma árs í fyrra, Hamilton er hins vegar með fimm unnar keppnir. Það er jafn mikið og hann var með á þessum tíma í fyrra. Athygli Rosberg er nú öll á belgíska kappakstrinum, sem er næstur á keppnisdagatalinu. Þar munu nýjar reglur um ræsingu taka gildi. Þær munu flækja ræsinguna að mati Rosberg. „Við höfum verið að æfa svona ræsingar. Aðferðin er sú sama, en þú þarft að bregðast meira við aðstæðum vegna þess að tengipunkturinn mun ekki vera á fullkomnum stað ef allt er ekki rétt stillt. Kúplingin er bara stillt á ákveðinn hátt og þú þarft bara að glíma við það. Það verður afar flókið,“ sagði Rosberg að lokum. Rosberg hefur einu sinni náð ráspól í ár á móti níu skiptum Hamilton. Tíu keppnir hafa farið fram. Yfirburðir Hamilton eru því miklir hingað til. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Urmull mistaka í Ungverjalandi Ungverski kappaksturinn bauð upp á urmul mistaka. Hver gerði þau stærstu, hvaða mistök skiptu engu? 28. júlí 2015 09:00 Bottas: Ferrari-orðrómur truflar Valtteri Bottas segir vangaveltur um mögulega framtíð hans hjá Ferrari trufla. Hann einbeitir sér að því að vinna sína fyrstu keppni með Williams. 31. júlí 2015 16:45 Wolff: Ekki hægt að slaka á með Ferrari svona nálægt Mercedes hefur ekki slakað á þrátt fyrir að hafa gott forskot í keppni bílasmiða og ökumanna eftir fyrri hluta tímabilsins. 29. júlí 2015 18:45 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg ökumaður Mercedes er gáttaður á hraða liðsfélaga síns, Lewis Hamilton í tímatökum. Rosberg náði flestum ráspólum síðasta árs. Nú er sagan önnur. Tímatökur voru sterkasta hlið Rosberg í fyrra. Hann náði 11 ráspólum í fyrra en Hamilton sjö. Taflið hefur algjörlega snúist við. „Ég hef einblínt á að bæta árangur minn í keppnum og það getur útskýrt stöðuna að litlu leyti, hún er að mestu leyti óútskýranleg frá mínu sjónarhorni,“ sagði Rosberg. „Ég skil ekki þennan mikla mun og það angrar mig, en ég er næstum kominn yfir það. Þetta dregur mig ekki niður - svona er þetta bara, svo lengi sem keppnishraðinn minn er góður get ég snúið stöðunni við,“ bætti hann við. Áætlun Rosberg um að einblína á keppnishraða er sennilega ekki alveg að skila tilætluðum árangri. Hann vantar enn eina unna keppni til að vera á sama stað og hann var á þessum tíma árs í fyrra, Hamilton er hins vegar með fimm unnar keppnir. Það er jafn mikið og hann var með á þessum tíma í fyrra. Athygli Rosberg er nú öll á belgíska kappakstrinum, sem er næstur á keppnisdagatalinu. Þar munu nýjar reglur um ræsingu taka gildi. Þær munu flækja ræsinguna að mati Rosberg. „Við höfum verið að æfa svona ræsingar. Aðferðin er sú sama, en þú þarft að bregðast meira við aðstæðum vegna þess að tengipunkturinn mun ekki vera á fullkomnum stað ef allt er ekki rétt stillt. Kúplingin er bara stillt á ákveðinn hátt og þú þarft bara að glíma við það. Það verður afar flókið,“ sagði Rosberg að lokum. Rosberg hefur einu sinni náð ráspól í ár á móti níu skiptum Hamilton. Tíu keppnir hafa farið fram. Yfirburðir Hamilton eru því miklir hingað til.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Urmull mistaka í Ungverjalandi Ungverski kappaksturinn bauð upp á urmul mistaka. Hver gerði þau stærstu, hvaða mistök skiptu engu? 28. júlí 2015 09:00 Bottas: Ferrari-orðrómur truflar Valtteri Bottas segir vangaveltur um mögulega framtíð hans hjá Ferrari trufla. Hann einbeitir sér að því að vinna sína fyrstu keppni með Williams. 31. júlí 2015 16:45 Wolff: Ekki hægt að slaka á með Ferrari svona nálægt Mercedes hefur ekki slakað á þrátt fyrir að hafa gott forskot í keppni bílasmiða og ökumanna eftir fyrri hluta tímabilsins. 29. júlí 2015 18:45 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bílskúrinn: Urmull mistaka í Ungverjalandi Ungverski kappaksturinn bauð upp á urmul mistaka. Hver gerði þau stærstu, hvaða mistök skiptu engu? 28. júlí 2015 09:00
Bottas: Ferrari-orðrómur truflar Valtteri Bottas segir vangaveltur um mögulega framtíð hans hjá Ferrari trufla. Hann einbeitir sér að því að vinna sína fyrstu keppni með Williams. 31. júlí 2015 16:45
Wolff: Ekki hægt að slaka á með Ferrari svona nálægt Mercedes hefur ekki slakað á þrátt fyrir að hafa gott forskot í keppni bílasmiða og ökumanna eftir fyrri hluta tímabilsins. 29. júlí 2015 18:45