Fótbolti

AGF hagnast á sölunni á Aroni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aron í leik með bandaríska landsliðinu á dögunum.
Aron í leik með bandaríska landsliðinu á dögunum. Vísir/Getty
Bókhaldari danska félagsins AGF fylgist eflaust spenntur með félagsskiptum Arons Jóhannssonar en samkvæmt heimildum bold.dk setti félagið klásúlu við félagsskipti Arons til AZ Alkmaar um að danska félagið fengi 10% af því sem Aron yrði seldur á umfram kaupverðið sem AZ Alkmaar greiddi.

Aron sem er við það að ganga til liðs við Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni lék áður fyrr með AGF í dönsku úrvalsdeildinni í þrjú ár. Vakti hann heimsathygli þegar hann setti nýtt met yfir fljótustu þrennuna í sögu dönsku úrvalsdeildarinnar er hann skoraði þrjú mörk gegn Horsens á tæpum fjórum mínútum.

Aron gekk til liðs við AZ Alkmaar í næsta félagsskitpaglugga en hann lék alls 70 leiki fyrir AGF í öllum keppnum og skoraði í þeim 24 mörk. Hjá AZ Alkmaar lék hann 71 leiki og skoraði 39 mörk en samkvæmt heimildum íþróttadeildar hefur Aron samþykkt 4 ára samning hjá þýska félaginu.

Talið er að Werder Bremen greiði alls 5 milljónir evra fyrir Aron en samkvæmt heimildum Bold fær AGF alls 2,5 milljónir danskra króna eða tæplega 50 milljónir íslenskra króna.


Tengdar fréttir

Aron nálgast Werder Bremen

Samkvæmt hollenskum fjölmiðlum hefur AZ Alkmaar samþykkt nýtt tilboð Werder Bremen í bandaríska landsliðsmanninn Aron Jóhannsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×