Erfitt eða vonlaust að fá maðk Karl Lúðvíksson skrifar 4. ágúst 2015 12:05 Löng þurrkatíð hefur gert það að verkum að nánast vonlaust er að fá maðk þessa dagana og ekki lítur úr fyrir að það sé að breytast. Þetta er samt sem áður ekki jafn mikið mál og það hefði verið þegar maðkveiði var algengari en eftir að flestar stóru árnar bönnuðu maðkveiði minnkaði eftirspurnin en eftir stendur að þeir sem ennþá veiða á maðk í þeim ám þar sem það má eru í vandræðum með að fá maðk í dag. Þegar staðan var könnuð í nokkrum veiðibúðum var engin maðkur til en einhverjir áttu von á að fá eitthvað lítilræði sem mest var þegar búið að panta. Verðið á maðkinum hækkar hressilega í svona tíð og dæmi eru um að veiðimenn séu að greiða og tilbúnir að greiða allt að 100 kr fyrir stykkið og jafnvel meira. Ekki er óalgengt að miða við að vera með ca. 50 maðka á dag í þokkalegri veiði þannig að 100 maðkar í tvo daga gera útgjöld fyrir orminum langa upp á 10.000 krónur. Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði
Löng þurrkatíð hefur gert það að verkum að nánast vonlaust er að fá maðk þessa dagana og ekki lítur úr fyrir að það sé að breytast. Þetta er samt sem áður ekki jafn mikið mál og það hefði verið þegar maðkveiði var algengari en eftir að flestar stóru árnar bönnuðu maðkveiði minnkaði eftirspurnin en eftir stendur að þeir sem ennþá veiða á maðk í þeim ám þar sem það má eru í vandræðum með að fá maðk í dag. Þegar staðan var könnuð í nokkrum veiðibúðum var engin maðkur til en einhverjir áttu von á að fá eitthvað lítilræði sem mest var þegar búið að panta. Verðið á maðkinum hækkar hressilega í svona tíð og dæmi eru um að veiðimenn séu að greiða og tilbúnir að greiða allt að 100 kr fyrir stykkið og jafnvel meira. Ekki er óalgengt að miða við að vera með ca. 50 maðka á dag í þokkalegri veiði þannig að 100 maðkar í tvo daga gera útgjöld fyrir orminum langa upp á 10.000 krónur.
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði