Fótbolti

Meistaramörkin | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fimm leikir fóru fram í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Mörkin úr leikjum kvöldsins sem og leikjunum fimm sem fóru fram í gær má sjá í spilaranum hér að ofan.

Kári Árnason og félagar í Malmö eru í fínni stöðu þrátt fyrir 3-2 tap fyrir Celtic á útivelli.

Það gekk jafnvel hjá félaga Kára í íslenska landsliðinu, Birkir Bjarnasyni, en Basel gerðu 2-2 jafntefli við Maccabi Tel-Aviv á heimavelli.

Valencia vann góðan 3-1 sigur á Monaco á Mestalla. Rodrigo, Daniel Parejo og Sofiane Feghouli skoruðu mörk Spánverjanna sem eru í fínni stöðu fyrir seinni leikinn.

Marlos tryggði Shakhtar 0-1 sigur á Rapid Vienna á útivelli. Það lítur því allt út fyrir að úkraínska liðið verði enn eitt árið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Þá vann Dianmo Zagreb 1-2 sigur á Skenderbeu frá Albaníu á útivelli.

Úrslit kvöldsins:

Celtic 3-2 Malmö

(1-0 Leigh Griffith (3.), 2-0 Nir Britton (10.), 2-1 Jo Inge Berget (52.), 3-1 Griffith (61.), 3-2 Berget (90+5).

Basel 2-2 Maccabi Tel-Aviv

(0-1 Eran Zehavi (31.), 1-1 Matías Delgado, víti (39.), 2-1 Breel Embolo (88.), 2-2 Zehavi (90+6).

Valencia 3-1 Monaco

(1-0 Rodrigo (4.), 1-1 Mario Pasalic (49.), 2-1 Daniel Parejo (59.), 3-1 Sofian Feghouli (86.).

Rapid Vienna 0-1 Shakhtar Donetsk

(0-1 Marlos (44.).

Skenderbeu 1-2 Dinamo Zagreb

(1-0 Bledi Shkembi (37.), 1-1 El Arbi Soudani (66.), 1-2 Josip Pivaric (90+3).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×