Cadillac ætlar í dísilvélarnar Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2015 09:56 Johan de Nysschen forstjóri Cadillac. Bandaríski lúxusbílaframleiðandinn Cadillac, sem er í eigu General Motors, hefur hingað til knúið bíla sína nær eingöngu með bensínvélum, en ætlar að kynna til leiks nýjar dísilvélar í byrjun næsta áratugar. Cadillac hefur hafið þróun fjögurra og sex strokka dísilvéla og stefnir að því að kynna bíla sína með dísilvélum fyrst í Evrópu og gætu þeir komið á markað árið 2019. Það var forstjóri Cadillac, Johan de Nysschen, sem tilkynnti um þessa stefnubreytingu Cadillac, en hann tiltók ekki í hvaða bílgerðum Cadillac þessar fyrstu dísilvélar myndu sjást. Cadillac ætlar líka að kynna Hybrid og Plug-In-Hybrid tækni í bíla sína, líkt og svo margir aðrir bílaframleiðendur gera nú. Bent hefur verið á að Cadillac ætti frekar að setja rafmótora í bíla sína frekar en dísilvélar, en yfirvöld í mörgum Evrópuríkjum hafa að undanförnu sett sig á móti aukinni notkun dísilvéla vegna sótmengunar þeirra og að mun vænlegra til sölu sé að halda sig við bensínvélar en bæta við rafmótorum þeim til aðstoðar og með því minnka eyðslu þeirra. Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent
Bandaríski lúxusbílaframleiðandinn Cadillac, sem er í eigu General Motors, hefur hingað til knúið bíla sína nær eingöngu með bensínvélum, en ætlar að kynna til leiks nýjar dísilvélar í byrjun næsta áratugar. Cadillac hefur hafið þróun fjögurra og sex strokka dísilvéla og stefnir að því að kynna bíla sína með dísilvélum fyrst í Evrópu og gætu þeir komið á markað árið 2019. Það var forstjóri Cadillac, Johan de Nysschen, sem tilkynnti um þessa stefnubreytingu Cadillac, en hann tiltók ekki í hvaða bílgerðum Cadillac þessar fyrstu dísilvélar myndu sjást. Cadillac ætlar líka að kynna Hybrid og Plug-In-Hybrid tækni í bíla sína, líkt og svo margir aðrir bílaframleiðendur gera nú. Bent hefur verið á að Cadillac ætti frekar að setja rafmótora í bíla sína frekar en dísilvélar, en yfirvöld í mörgum Evrópuríkjum hafa að undanförnu sett sig á móti aukinni notkun dísilvéla vegna sótmengunar þeirra og að mun vænlegra til sölu sé að halda sig við bensínvélar en bæta við rafmótorum þeim til aðstoðar og með því minnka eyðslu þeirra.
Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent