Áfellisdómur Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. ágúst 2015 07:00 Gerðardómur hefur nú kveðið upp úrskurð sinn og ákvarðað kjör félagsmanna í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og aðildarfélögum BHM. Úrskurðarins var beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda til gerðardómsins skipað með lagasetningu á verkfallið sem hefur verið svo umdeild að ekki er loku fyrir það skotið að leitað verði til mannréttindadómstóls Evrópu um að kanna lögmæti laganna. Nú þegar úrskurðurinn liggur fyrir er ekki úr vegi að rifja aðeins upp hvers vegna hann yfirhöfuð var upp kveðinn. Verkföll hjúkrunarfræðinga og félaga BHM voru boðuð í kjölfarið á því að kjaradeilur sigldu í strand. Sjaldan veldur einn þá tveir deila, segir máltækið, en það verður að segjast eins og er að samningsvilji ríkisins virtist ekki sérstaklega mikill þegar fyrir lá að kjarasamningar væru að losna, um það vitna kærur vegna formgalla við boðun verkfalls. Það virtist frekar vera þannig að í lengstu lög væri dregið að semja við þær stéttir sem voru á leið í verkföll. Eftir að í verkfall var komið var ljóst að mikið bar á milli deiluaðila, svo mikið að á stundum virtist sem viðræðurnar væru bara formsatriði áður en gripið væri til lagasetningar. Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra varð enda tíðrætt um ósanngjarnar kröfur og að ekki kæmi til greina að verða við þeim. Í umræðum um lögin sem sett voru á verkföllin í júní sagði Bjarni: „Það samkomulag verður hins vegar að vera innan þess ramma sem okkur er settur almennt af öðrum samningum sem ríkið er að gera og getur gert og samið er um á almennum markaði og að öðru leyti væri hægt að horfa til þess hvaða áherslur stjórnvöld geta komið með inn í þá málaflokka sem hér eru undir sérstaklega.“ Þarna var Bjarni enn bjartsýnn á að samkomulag næðist, enda þyrftu hjúkrunarfræðingar og aðildarfélagar BHM ekki annað en að sætta sig við þær hækkanir sem orðið hefðu í samningum á almennum markaði. Tilboð ríkisins sem hjúkrunarfræðingar höfnuðu hljóðaði upp á 19% hækkun launa. Hjúkrunarfræðingar sögðu það ekki nóg og því fór sem fór; Alþingi samþykkti frumvarp ríkisstjórnarinnar um verkföll. Gerðardómur hefur nú talað og úrskurður hans kveður á um 25% hækkun launa hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar eru tiltölulega sáttir og formaður þeirra talar um eins góðan úrskurð og hægt hefði verið að vonast til miðað við aðstæður. Sex prósentustig skilja að síðasta tilboð ríkisins og úrskurð gerðardóms. Varla er hægt annað en að velta því fyrir sér hvað hefði gerst ef fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, hefði boðið þessi sex aukaprósent. Hefði starfsemi Landspítalans ekki öll gengið úr skorðum? Hefðu hundruð uppsagna ekki litið dagsins ljós? Hefðu mýmargar fjölskyldur ekki tekið sig til og flutt búferlum til Noregs í leit að betri launum? Þessum spurningum verður seint svarað, en það er þó morgunljóst að úrskurður gerðardóms er langt fyrir ofan þær almennu hækkanir á vinnumarkaðnum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra taldi enn að gætu verið viðmið við samningagerðina, í miðjum umræðum um lög á verkföllin. Gerðardómurinn er því áfellisdómur yfir fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðun Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Gerðardómur hefur nú kveðið upp úrskurð sinn og ákvarðað kjör félagsmanna í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og aðildarfélögum BHM. Úrskurðarins var beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda til gerðardómsins skipað með lagasetningu á verkfallið sem hefur verið svo umdeild að ekki er loku fyrir það skotið að leitað verði til mannréttindadómstóls Evrópu um að kanna lögmæti laganna. Nú þegar úrskurðurinn liggur fyrir er ekki úr vegi að rifja aðeins upp hvers vegna hann yfirhöfuð var upp kveðinn. Verkföll hjúkrunarfræðinga og félaga BHM voru boðuð í kjölfarið á því að kjaradeilur sigldu í strand. Sjaldan veldur einn þá tveir deila, segir máltækið, en það verður að segjast eins og er að samningsvilji ríkisins virtist ekki sérstaklega mikill þegar fyrir lá að kjarasamningar væru að losna, um það vitna kærur vegna formgalla við boðun verkfalls. Það virtist frekar vera þannig að í lengstu lög væri dregið að semja við þær stéttir sem voru á leið í verkföll. Eftir að í verkfall var komið var ljóst að mikið bar á milli deiluaðila, svo mikið að á stundum virtist sem viðræðurnar væru bara formsatriði áður en gripið væri til lagasetningar. Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra varð enda tíðrætt um ósanngjarnar kröfur og að ekki kæmi til greina að verða við þeim. Í umræðum um lögin sem sett voru á verkföllin í júní sagði Bjarni: „Það samkomulag verður hins vegar að vera innan þess ramma sem okkur er settur almennt af öðrum samningum sem ríkið er að gera og getur gert og samið er um á almennum markaði og að öðru leyti væri hægt að horfa til þess hvaða áherslur stjórnvöld geta komið með inn í þá málaflokka sem hér eru undir sérstaklega.“ Þarna var Bjarni enn bjartsýnn á að samkomulag næðist, enda þyrftu hjúkrunarfræðingar og aðildarfélagar BHM ekki annað en að sætta sig við þær hækkanir sem orðið hefðu í samningum á almennum markaði. Tilboð ríkisins sem hjúkrunarfræðingar höfnuðu hljóðaði upp á 19% hækkun launa. Hjúkrunarfræðingar sögðu það ekki nóg og því fór sem fór; Alþingi samþykkti frumvarp ríkisstjórnarinnar um verkföll. Gerðardómur hefur nú talað og úrskurður hans kveður á um 25% hækkun launa hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar eru tiltölulega sáttir og formaður þeirra talar um eins góðan úrskurð og hægt hefði verið að vonast til miðað við aðstæður. Sex prósentustig skilja að síðasta tilboð ríkisins og úrskurð gerðardóms. Varla er hægt annað en að velta því fyrir sér hvað hefði gerst ef fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, hefði boðið þessi sex aukaprósent. Hefði starfsemi Landspítalans ekki öll gengið úr skorðum? Hefðu hundruð uppsagna ekki litið dagsins ljós? Hefðu mýmargar fjölskyldur ekki tekið sig til og flutt búferlum til Noregs í leit að betri launum? Þessum spurningum verður seint svarað, en það er þó morgunljóst að úrskurður gerðardóms er langt fyrir ofan þær almennu hækkanir á vinnumarkaðnum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra taldi enn að gætu verið viðmið við samningagerðina, í miðjum umræðum um lög á verkföllin. Gerðardómurinn er því áfellisdómur yfir fjármálaráðherra.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun