Audi rafmagnsbíll með 500 km drægni og 500 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2015 10:28 Audi veðjar nú í sífellt meira mæli á bæði tvíorkubíla og hreinræktaða rafmagnsbíla. Audi mun að öllum líkindum kynna nýjan jeppa á bílasýningunni í Frankfürt í næsta mánuði sem eingöngu gengur fyrir rafmagni og kemst yfir 500 kílómetra á hverri hleðslu rafmagns og verður að auki um 500 hestöfl. Rafhlöður bílsins koma frá S-kóresku framleiðendunum LG Chem og Samsung SDI. Jeppinn verður byggður á sama MLB 2 undirvagni og er undir nýrri kynslóð Audi Q7 jeppans. Rafhlöður jeppans eru 90 kWh og því öflugri en í Tesla Model S P85D, en Tesla mun þó brátt bjóða Tesla Model S með jafn öflugri rafhlöðu, en sá bíll mun komast í 100 km hraða á 2,8 sekúndum. Audi hefur ekki upplýst hversu fljótur jeppinn mun verða. Þessi nýi rafmagnsjeppi Audi á að koma á markað árið 2018. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent
Audi mun að öllum líkindum kynna nýjan jeppa á bílasýningunni í Frankfürt í næsta mánuði sem eingöngu gengur fyrir rafmagni og kemst yfir 500 kílómetra á hverri hleðslu rafmagns og verður að auki um 500 hestöfl. Rafhlöður bílsins koma frá S-kóresku framleiðendunum LG Chem og Samsung SDI. Jeppinn verður byggður á sama MLB 2 undirvagni og er undir nýrri kynslóð Audi Q7 jeppans. Rafhlöður jeppans eru 90 kWh og því öflugri en í Tesla Model S P85D, en Tesla mun þó brátt bjóða Tesla Model S með jafn öflugri rafhlöðu, en sá bíll mun komast í 100 km hraða á 2,8 sekúndum. Audi hefur ekki upplýst hversu fljótur jeppinn mun verða. Þessi nýi rafmagnsjeppi Audi á að koma á markað árið 2018.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent