Jason Day kláraði dæmið á Whistling Straits - Spieth kominn í efsta sæti heimslistans Kári Örn Hinriksson skrifar 16. ágúst 2015 23:01 Jason Day var vel að sigrinum kominn. Getty Hinn 27 ára gamli Jason Day sigraði á PGA-meistaramótinu sem fram fór á Whistling Straits vellinum og kláraðist í kvöld en þetta er fyrsti sigur hans í risamóti á ferlinum. Day er í hópi allra bestu og vinsælustu kylfinga heims en hann hefur mjög oft verið í toppbaráttunni á lokadegi í risamóti án þess þó að vinna. Hann átti tveggja högga forystu fyrir lokahringinn og lét hana aldrei af hendi en hann lék frábært golf í dag eða á fimm höggum undir pari. Day komst einnig í sögubækurnar í kvöld fyrir að vera fyrsti kylfingurinn í sögu golfíþróttarinnar til þess að leika fjóra hringi í risamóti á samtals 20 höggum undir pari en lykillinn að sigrinum voru án efa púttin og upphafshöggin hjá þessum ástralska kylfingi sem voru í hæsta gæðaflokki alla helgina. Jordan Spieth endaði í öðru sæti á 17 höggum undir pari en með því fer hann upp fyrir Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa leikið ótrúlega vel nánast allt tímabilið. McIlroy sjálfur átti titil að verja um helgina og lék ágætlega í mótinu, endaði á níu höggum undir pari sem verður að teljast gott miðað við þau meiðsli sem hafa plagað hann að undanförnu. Ásamt því að skrá sig á spjöld golfsögunnar fyrir að sigra þetta fornfræga mót fær Day rúmlega 230 milljónir króna í verðlaunafé. Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Jason Day sigraði á PGA-meistaramótinu sem fram fór á Whistling Straits vellinum og kláraðist í kvöld en þetta er fyrsti sigur hans í risamóti á ferlinum. Day er í hópi allra bestu og vinsælustu kylfinga heims en hann hefur mjög oft verið í toppbaráttunni á lokadegi í risamóti án þess þó að vinna. Hann átti tveggja högga forystu fyrir lokahringinn og lét hana aldrei af hendi en hann lék frábært golf í dag eða á fimm höggum undir pari. Day komst einnig í sögubækurnar í kvöld fyrir að vera fyrsti kylfingurinn í sögu golfíþróttarinnar til þess að leika fjóra hringi í risamóti á samtals 20 höggum undir pari en lykillinn að sigrinum voru án efa púttin og upphafshöggin hjá þessum ástralska kylfingi sem voru í hæsta gæðaflokki alla helgina. Jordan Spieth endaði í öðru sæti á 17 höggum undir pari en með því fer hann upp fyrir Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa leikið ótrúlega vel nánast allt tímabilið. McIlroy sjálfur átti titil að verja um helgina og lék ágætlega í mótinu, endaði á níu höggum undir pari sem verður að teljast gott miðað við þau meiðsli sem hafa plagað hann að undanförnu. Ásamt því að skrá sig á spjöld golfsögunnar fyrir að sigra þetta fornfræga mót fær Day rúmlega 230 milljónir króna í verðlaunafé.
Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira