Tveir Ástralir efstir á PGA-meistaramótinu þegar leik var frestað á öðrum hring Kári Örn Hinriksson skrifar 15. ágúst 2015 01:00 Það kemur engum á óvart að Jordan Spieth sé í toppbaráttunni. Getty Það eru tveir Ástralir sem leiða á PGA-meistaramótinu sem fram fer á Whistling Straits vellinum eftir tvo daga en Jason Day og Matt Jones deila efsta sætinu á níu höggum undir pari. Hvorugur þeirra hafa þó lokið við 36 holur en leik var frestað seint á öðrum hring í dag vegna þrumuveðurs og því þurfa þeir keppendur sem ekki náðu að klára að vakna snemma á morgun til þess að vinna upp töfina. Þegar þetta er skrifað er Englendingurinn Justin Rose í öðru sæti á átta höggum undir pari en nokkrir koma þar á eftir á sjö undir.Jordan Spieth og Rory McIlroy voru í hópi þeirra sem náðu að klára á öðrum hring en Spieth er ofarlega á skortöflunni á samtals sex undir pari á meðan að McIlroy siglir lygnan sjó á tveimur undir. Gengi Tiger Woods hefur verið dapurt en eftir 30 holur er hann á fjórum höggum yfir pari og þarf Tiger að leika þær holur vel sem hann á eftir í fyrramálið til þess að ná niðurskurðinum. Það áttu þó fáir verri dag en hinn litríki John Daly en hann setti þrjá bolta út í vatnið á 7. holu og fékk að lokum 10 högg á þessa löngu og krefjandi par-3 holu. Hann lét reiðina bitna á golfkylfunni í kjölfarið en hann grýtti henni út í vatnið, sömu leið og boltarnir fóru við mikinn fögnuð áhorfenda en Daly er annálaður skaphundur. Útsending frá þriðja hring á morgun hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00. Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það eru tveir Ástralir sem leiða á PGA-meistaramótinu sem fram fer á Whistling Straits vellinum eftir tvo daga en Jason Day og Matt Jones deila efsta sætinu á níu höggum undir pari. Hvorugur þeirra hafa þó lokið við 36 holur en leik var frestað seint á öðrum hring í dag vegna þrumuveðurs og því þurfa þeir keppendur sem ekki náðu að klára að vakna snemma á morgun til þess að vinna upp töfina. Þegar þetta er skrifað er Englendingurinn Justin Rose í öðru sæti á átta höggum undir pari en nokkrir koma þar á eftir á sjö undir.Jordan Spieth og Rory McIlroy voru í hópi þeirra sem náðu að klára á öðrum hring en Spieth er ofarlega á skortöflunni á samtals sex undir pari á meðan að McIlroy siglir lygnan sjó á tveimur undir. Gengi Tiger Woods hefur verið dapurt en eftir 30 holur er hann á fjórum höggum yfir pari og þarf Tiger að leika þær holur vel sem hann á eftir í fyrramálið til þess að ná niðurskurðinum. Það áttu þó fáir verri dag en hinn litríki John Daly en hann setti þrjá bolta út í vatnið á 7. holu og fékk að lokum 10 högg á þessa löngu og krefjandi par-3 holu. Hann lét reiðina bitna á golfkylfunni í kjölfarið en hann grýtti henni út í vatnið, sömu leið og boltarnir fóru við mikinn fögnuð áhorfenda en Daly er annálaður skaphundur. Útsending frá þriðja hring á morgun hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00.
Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira