Golf

Sjáðu Rory bjarga pari með höggi gærdagsins upp úr tjörn | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rory var hæstánægður að vera kominn út á völl á ný í gær.
Rory var hæstánægður að vera kominn út á völl á ný í gær. Vísir/getty
Rory McIlroy sem er nýstiginn upp úr meiðslum fór ágætlega af stað á PGA-meistaramótinu í gær en Norður-írski kylfingurinn hefur titil að verja. Sýndi hann frábæra takta er hann bjargaði pari á 5. holu vallarins með því að vippa úr vatnstorfæru.

McIlroy sem sleit liðbönd í fótbolta með vinum sínum þann 4. júlí síðastliðnum lék fyrsta mótshring sinn í rúman mánuð í gær virtist ryðgaður á fyrstu holu þar sem hann nældi aðeins í skolla. Hann bætti þó fljótlega upp fyrir það með fugli á annarri braut.

Bestu tilþrif dagsins átti hann hinsvegar á 5. holu, 551 metra par 5 holu en þriðja högg McIlroy hafnaði í vatnstorfæru vinstra megin við flötina.

Í stað þess að taka víti hoppaði Rory út í vatnið og sló boltann stuttu frá holunni, nægilega stuttu til að setja niður pútt fyrir pari og fór hann eflaust sáttur af flötinni. Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×