David De Gea spilar ekki fyrir Man Utd fyrr en glugginn lokar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2015 09:30 David De Gea verður áfram upp í stúku. Vísir/AFP Spænski markvörðurinn David De Gea verður ekki í leikmannahópi Manchester United í kvöld þegar liðið mætir Aston Villa í öðrum leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Enski miðlar segja frá því að David De Gea hafi sagt starfsliði Manchester United að hann sé ekki spenntur fyrir því að spila með Manchester-liðinu eins og staðan er núna. BBC hefur líka heimildir fyrir því að knattspyrnustjórinn Louis van Gaal ætli ekki að velja hann í liðið fyrr en að félagsskiptaglugginn lokar en De Gea hefur orðaður við Real Madrid í allt sumar. David De Gea hefur staðið sig frábærlega með liði Manchester United undanfarin tímabil og fékk meðal annars tvisvar verðlaunin sem besti leikmaður félagsins. Manchester United stendur fast á sínu að félagið vilja ekki selja De Gea nema að fá risaupphæð frá Real Madrid eða að fá miðvörðinn Sergio Ramos í skiptum. Samningur De Gea rennur út eftir tímabilið og það er því ekkert skrýtið að Real Madrid sé ekki tilbúið að láta of mikið fyrir hann þótt að bæði leikmaður og félagið vilji að hann komist heim til Madrid. De Gea sagði markvarðarþjálfaranum Frans Hoek að hann væri ekki hundrað prósent einbeittur og Van Gaal hikaði ekki við að henda besta markverði liðsins út úr hópnum. „Ég er ekki að taka allar ákvarðanir einn. Ég er með tvo aðstoðarþjálfara og markmannsþjálfara. Frans fundaði með David De Gea. Hann er fullkomlega sammála okkar ákvörðun," sagði Louis van Gaal. Argentínski landsliðsmarkvörðurinn Sergio Romero var í markinu á móti Tottenham en hann stóð sig vel í leiknum og hélt hreinu. Manchester United hefur því efni á því eins og er að halda einum besta markverði ensku úrvalsdeildarinnar fyrir utan hópinn. Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Spænski markvörðurinn David De Gea verður ekki í leikmannahópi Manchester United í kvöld þegar liðið mætir Aston Villa í öðrum leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Enski miðlar segja frá því að David De Gea hafi sagt starfsliði Manchester United að hann sé ekki spenntur fyrir því að spila með Manchester-liðinu eins og staðan er núna. BBC hefur líka heimildir fyrir því að knattspyrnustjórinn Louis van Gaal ætli ekki að velja hann í liðið fyrr en að félagsskiptaglugginn lokar en De Gea hefur orðaður við Real Madrid í allt sumar. David De Gea hefur staðið sig frábærlega með liði Manchester United undanfarin tímabil og fékk meðal annars tvisvar verðlaunin sem besti leikmaður félagsins. Manchester United stendur fast á sínu að félagið vilja ekki selja De Gea nema að fá risaupphæð frá Real Madrid eða að fá miðvörðinn Sergio Ramos í skiptum. Samningur De Gea rennur út eftir tímabilið og það er því ekkert skrýtið að Real Madrid sé ekki tilbúið að láta of mikið fyrir hann þótt að bæði leikmaður og félagið vilji að hann komist heim til Madrid. De Gea sagði markvarðarþjálfaranum Frans Hoek að hann væri ekki hundrað prósent einbeittur og Van Gaal hikaði ekki við að henda besta markverði liðsins út úr hópnum. „Ég er ekki að taka allar ákvarðanir einn. Ég er með tvo aðstoðarþjálfara og markmannsþjálfara. Frans fundaði með David De Gea. Hann er fullkomlega sammála okkar ákvörðun," sagði Louis van Gaal. Argentínski landsliðsmarkvörðurinn Sergio Romero var í markinu á móti Tottenham en hann stóð sig vel í leiknum og hélt hreinu. Manchester United hefur því efni á því eins og er að halda einum besta markverði ensku úrvalsdeildarinnar fyrir utan hópinn.
Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira