Hlutabréf í Bang & Olufsen hríðfalla í verði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. ágúst 2015 16:37 Vörurnar frá Bang & Olufsen þykja mjög stílhreinar. Vísir/Getty Hlutabréf í Bang & Olufsen hríðféllu í verði í dag í dönsku kauphöllinni eftir að þetta rótgróna danska fyrirtæki tilkynnti um að afkoma fyrirtækisins yrði lakari en búist var við. Hlutabréfin féllu um tæp 14% í dag. Bloomberg greinir frá.Félagið tilkynnti í dag tap upp á 410 milljón danskar krónur í síðasta ársfjórðungi. Félagið tapaði gríðarlega á því að framleiða og þróa hljómtæki fyrir bíla en sú deild var seld til Harman fyrr á árinu. Þeirri sölu fylgdi kostnaður, 357 milljónum danskar krónur, sem Bang & Olufsen hafði skuldbundið sig til að taka á sig. Í tilkynningu frá félaginu segir þó að þetta hafi verið einskiptiskostnaðar og að stjórnendur þess séu bjartsýnir á framhaldið.Lykilviðskiptavinir bókstaflega að deyjaMortem Imsgard, greinandi hjá Sydbank, telur þó að hluthafar í Bang & Olufsen ættu að hafa áhyggjur. „Vandamál Bang & Olufsen er það að lykilviðskiptavinir félagsins eru bókstaflega að deyja. Hluthafar ættu að fyllast áhyggjum eftir þennan ársfjórðung.“ Bang & Olufsen framleiðir hágæða raftæki á borð við sjónvörp og hljómtæki en hefur átt í erfiðleikum með að fylgja þróuninni á markaðinum. Verð á flatskjám hefur lækkað að undanförnu auk þess sem æ fleiri hlusta á tónlist á ferðinni, frekar en að njóta hennar í stofunni heima. Að undanförnu hefur fyrirtækið lagt áherslur á vörur fyrir yngri neytendur, m.a. vörur sem styðja streymi á tónlist. Ekki er gert ráð fyrir að félagið greiði hluthöfum sínum arð en félagið greiddi síðast út arð árið 2008. Um sl. helgi opnaði ný Bang & Olufsen verslun hér á landi í fyrsta sinn frá árinu 2011. Tengdar fréttir Bang & Olufsen snýr aftur til landsins Vörur frá fyrirtækinu seldust í bílförmum fyrir hrun. 7. ágúst 2015 12:15 Sérfræðingar blása á spár um bólu og annað hrun Fasteignaverð, fjöldi byggingarkrana, hlutabréfamarkaður, innlend verslun og kókaínsala á uppleið. 12. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Hlutabréf í Bang & Olufsen hríðféllu í verði í dag í dönsku kauphöllinni eftir að þetta rótgróna danska fyrirtæki tilkynnti um að afkoma fyrirtækisins yrði lakari en búist var við. Hlutabréfin féllu um tæp 14% í dag. Bloomberg greinir frá.Félagið tilkynnti í dag tap upp á 410 milljón danskar krónur í síðasta ársfjórðungi. Félagið tapaði gríðarlega á því að framleiða og þróa hljómtæki fyrir bíla en sú deild var seld til Harman fyrr á árinu. Þeirri sölu fylgdi kostnaður, 357 milljónum danskar krónur, sem Bang & Olufsen hafði skuldbundið sig til að taka á sig. Í tilkynningu frá félaginu segir þó að þetta hafi verið einskiptiskostnaðar og að stjórnendur þess séu bjartsýnir á framhaldið.Lykilviðskiptavinir bókstaflega að deyjaMortem Imsgard, greinandi hjá Sydbank, telur þó að hluthafar í Bang & Olufsen ættu að hafa áhyggjur. „Vandamál Bang & Olufsen er það að lykilviðskiptavinir félagsins eru bókstaflega að deyja. Hluthafar ættu að fyllast áhyggjum eftir þennan ársfjórðung.“ Bang & Olufsen framleiðir hágæða raftæki á borð við sjónvörp og hljómtæki en hefur átt í erfiðleikum með að fylgja þróuninni á markaðinum. Verð á flatskjám hefur lækkað að undanförnu auk þess sem æ fleiri hlusta á tónlist á ferðinni, frekar en að njóta hennar í stofunni heima. Að undanförnu hefur fyrirtækið lagt áherslur á vörur fyrir yngri neytendur, m.a. vörur sem styðja streymi á tónlist. Ekki er gert ráð fyrir að félagið greiði hluthöfum sínum arð en félagið greiddi síðast út arð árið 2008. Um sl. helgi opnaði ný Bang & Olufsen verslun hér á landi í fyrsta sinn frá árinu 2011.
Tengdar fréttir Bang & Olufsen snýr aftur til landsins Vörur frá fyrirtækinu seldust í bílförmum fyrir hrun. 7. ágúst 2015 12:15 Sérfræðingar blása á spár um bólu og annað hrun Fasteignaverð, fjöldi byggingarkrana, hlutabréfamarkaður, innlend verslun og kókaínsala á uppleið. 12. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Bang & Olufsen snýr aftur til landsins Vörur frá fyrirtækinu seldust í bílförmum fyrir hrun. 7. ágúst 2015 12:15
Sérfræðingar blása á spár um bólu og annað hrun Fasteignaverð, fjöldi byggingarkrana, hlutabréfamarkaður, innlend verslun og kókaínsala á uppleið. 12. ágúst 2015 14:30