Vinsældir Porsche í Bandaríkjunum slá met Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2015 09:09 Macan kom, sá og sigraði á Bandaríkjamarkaði, einsog víða annars staðar. Á síðasta ári voru seldir fleiri Porsche bílar í Bandaríkjunum en nokkru öðru landi. Í ár eru yfir 30 þúsund bílar seldir þar fyrstu sex mánuði ársins, sem svarar til 13% aukningar miðað við sama tímabil í fyrra. Það kemur reyndar ekki á óvart vegna þess að sterk ímynd Porsche í Bandaríkj unum á sér langa sögu. Ameríski Porsche klúbburinn (PCA) hefur verið starfandi í 60 ár og er sá fjölmennasti í heimi með um 115,000 meðlimi í 143 deildum vítt og breitt um Bandaríkin. Porsche ástríða ameríkana endurspeglaðist einnig ljóslega í könnun sem framkvæmd var nýlega af J.D.Power and Associates, einu virtasta markaðsrannsóknarfyrirtæki Bandaríkjanna. Þar trónir Porsche á toppnum í heildar ánægjukönnun á meðal bandarískra bíleigenda , enn eina ferðina . N ýjar gerðir frá Porsche eiga glæsilega innkomu, s.b. Macan sportjeppinn, sem tekur toppsætið í sínum flokki í sinni fyrstu tilraun og Porsche 911 goðsögnin sem hirðir titilinn í fjórða skipti í röð. Ofurjeppinn Cayenne og Panamera Gran Turismo tilla sér líka í toppsætin. Þessi niðurstaða byggir á reynslu tug þúsunda bandarískra bíleigenda sem átt hafa 2015 árgerðir af Porsche á tímabilinu frá febrúarmánuði og út maí. Til grundvallar valinu á hverju ári liggur einnig langtíma áreiðanleikarannsókn á bílum á Bandaríkjamarkaði sem hefur verið framkvæmd árlega, samfellt í 29 ár, af J.D. Power and Associates. Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent
Á síðasta ári voru seldir fleiri Porsche bílar í Bandaríkjunum en nokkru öðru landi. Í ár eru yfir 30 þúsund bílar seldir þar fyrstu sex mánuði ársins, sem svarar til 13% aukningar miðað við sama tímabil í fyrra. Það kemur reyndar ekki á óvart vegna þess að sterk ímynd Porsche í Bandaríkj unum á sér langa sögu. Ameríski Porsche klúbburinn (PCA) hefur verið starfandi í 60 ár og er sá fjölmennasti í heimi með um 115,000 meðlimi í 143 deildum vítt og breitt um Bandaríkin. Porsche ástríða ameríkana endurspeglaðist einnig ljóslega í könnun sem framkvæmd var nýlega af J.D.Power and Associates, einu virtasta markaðsrannsóknarfyrirtæki Bandaríkjanna. Þar trónir Porsche á toppnum í heildar ánægjukönnun á meðal bandarískra bíleigenda , enn eina ferðina . N ýjar gerðir frá Porsche eiga glæsilega innkomu, s.b. Macan sportjeppinn, sem tekur toppsætið í sínum flokki í sinni fyrstu tilraun og Porsche 911 goðsögnin sem hirðir titilinn í fjórða skipti í röð. Ofurjeppinn Cayenne og Panamera Gran Turismo tilla sér líka í toppsætin. Þessi niðurstaða byggir á reynslu tug þúsunda bandarískra bíleigenda sem átt hafa 2015 árgerðir af Porsche á tímabilinu frá febrúarmánuði og út maí. Til grundvallar valinu á hverju ári liggur einnig langtíma áreiðanleikarannsókn á bílum á Bandaríkjamarkaði sem hefur verið framkvæmd árlega, samfellt í 29 ár, af J.D. Power and Associates.
Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent