Stórbreyttur Vitara er trúr upprunanum Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2015 10:00 Vitara tekinn til kostanna í þrautabraut. Reynsluakstur - Suzuki Vitara Suzuki Vitara er einn vinsælasti jeppi landsins hérlendis á síðustu árum og áratugum. Hann er nú að koma af fjórðu kynslóð, en sú þriðja var orðin 10 ára gömul. Suzuki Vitara hefur selst í nær 3 milljónum eintaka frá komu fyrstu kynslóðar hans árið 1988. Suzuki Vitara er í flokki bíla sem spáð er mikilli velgengni á næstu árum og er búist við því að þessi flokkur bíla muni tvöfaldast í sölu fram til ársins 2020. Suzuki hefur frá upphafi alltaf haft þann kost umfram margan jeppann að vera léttur bíll og nú kemur hann ennþá léttari og það frá aðeins 1.075 kílóum með bensínvél og framhjóladrifi. Enda hefur Suzuki aðeins minnkað Vitara milli kynslóða og því má segja að þar sé afturhvarf til fortíðar fyrstu kynslóðar hans. Vitara með dísilvél og fjórhjóladrifi er hinsvegar 1.295 kíló, en það telst samt ekki mikið fyrir jeppa. Auðveldlega má færa rök fyrir því að í framhjóladrifsútfærslu bílsins sé rétt að tala um Vitara sem jeppling, enda gefur stærð hans það fremur til kynna, en sökum þess hve hæfur Vitara hefur ávallt verið með góðu fjórhjóladrifi sínu tel ég hann hér meðal jeppa.Mjög eyðslugrannur Vegna þessarar litlu vigtar hefur Vitara ávallt verið fremur eyðslugrannur bíll og það telst fátítt að jeppi eyði jafnlitlu og 4,0 lítrum eins og eyðslugrennsta dísilútgáfa hans nú. Nýjum Suzuki Vitara var reynsluekið um daginn við frábærar aðstæður sunnan Lissabon í Portúgal. Í býsna hörðum reynsluakstrinum þar sem bílnum var lítið hlíft eyddi bensínútgáfa hans 7,1 lítra og vakti það hrifningu greinarritara. Var þá innfalin þrautakstursbraut þar sem reyndi á torfærugetu hans og ýmsar tækninýjungar sem nóg er af í þessari nýju gerð bílsins. Suzuki Vitara hefur tekið stórvægilegum útlitsbreytingum og er hinn fallegasti bíll. Ekki er víst að núverandi eigendur Vitara sjái það við fyrstu sín að þarna fari nýr Vitara, svo breyttur er hann. Suzuki hefur ekki fallið í þá gryfju að stækka bílinn og er trútt sinni sannfæringu að bíllinn eigi áfram að vera nettur og meðfærilegur. Suzuki Vitara er ámóta stór og Mazda CX-3, Opel Mokka, Peugeot 2008, Nissan Juke og Skoda Yeti. Hann er þó með stærsta skottið í sínum flokki, að sögn Suzuki manna, eða 375 lítra. Aftursætisrými leyfði það í reynsluakstri að tveir fullorðnir sætu þar og annar þeirra af hærri gerðinni og vel fór um báða.Suzuki ekki gleymt torfærugetunni Vélarnar sem eru í boði í Suzuki Vitara eru 1,6 lítra en bæði af bensín- og dísilgerð og báðar þeirra 115 hestöfl. Þarna eru ekki háar hestaflatölur en þar sem bíllinn er svo léttur eru þær báðar ágætlega sprækar, en dísilvélin sprækari þar sem hún togar heil ósköp, eða 320 Nm. Báðar vélarnar líkuðu vel en dísilvélin yrði fyrir valinu svo fremi sem ekki muni of miklu í verði. Suzuki hefur ávallt verið trútt sinni sannfæringu að smíða smáa bíla með litla eyðslu en samt flesta þeirra hæfa til utanvegaaksturs. Flestir þeir bílframleiðendur sem framleiða bíla í þessum flokki, svo sem ofantalda bíla, hafa gefist uppá að bjóða þá með nokkurri torfærugetu og með því sparað talsvert í framleiðslunni og því samkeppnishæfari í verði. Það á sko ekki við Suzuki og er Vitara gott dæmi um það. Áfram er þessi bíll hæfur til aksturs á vegum utan alfaraleiðar og sannaðist það í reynsluakstrinum. Vitara er hærri á vegi en flestir samkeppnisbílar hans, býðst með fjórhjóladrifi og er t.d með fjórum akstursstillingum, allt eftir undirlagi og hve erfiðum vegum hann mætir. Vitara er líka með brekkuaðstoð sem stjórnar hraðanum niðurávið ef bratt er farið og driflæsingu. Að auki má finna alvöru varadekk undir skotthlífinni og það eitt sýnir að Suzuki hefur ekki gleymt því að bíllinn á að geta farið langt frá þéttbýlinu.Fínn á malbikinu og hljóðlátur Þó svo að Vitara sé mjög hæfur til að takast á við erfiðari vegi er honum væntanlega mest ekið af eigendum sínum á malbiki og þar er hann ekki síður á heimavelli. Stýring hans er rétt stillt og hann hagar sér skemmtilega í beygjum með litlum hliðarhalla og vel má taka á bílnum uns mörkum hans í getu er náð. Stíga þarf fastar á bremsurnar en í sumum öðrum bílum en það venst vel og telst vart til ókosta. Aðeins heyrist í undirvagni bílsins ef hratt er farið um grófari vegi, en annars er bíllinn fremur hljóðlátur. Slaglengd fjöðrunar bílsins mætti vera lengri en gott fjórhjóladrifið færir aflið faglega milli hjóla ef eitthvert þeirra missir grip vegna skorts á slaglengd.Laglegar útfærslur með öðrum lit á þaki Kaupendur Vitara hafa úr miklu að velja þegar kemur að innréttingu og litum bílsins. Hann býðst nú í 14 litum og velja má að hafa þak hans í öðrum lit og margar þannig fallegar útfærslur hans sáust í fríðum flokki þeirra bíla sem buðust til reynslukastursins. Þá má fá bílinn með litaflötum í innréttingunni sem eru samlitir ytra byrði bílsins. Þannig verður hann mjög sportlegur og flottur. Velja má um ýmsar útfærslur innréttingarinnar og eftir því dýrari, þá flottari og með fleiri tækninýjungum sem of langt mál er að fara í hér. Framsætin eru ferlega þægileg og gefa mikinn stuðning. Aftursætin teljast ekki í flokki lúxusbíla en vel fer um tvo fullorðna þar og eins 3 börn en millistokkur fyrir miðju er ekki til hægðarauka fyrir þriðja fullorðna farþegann. Skottrýmið er merkilega gott fyrir ekki stærri bíl og sýnir hve vel bíllinn er hannaður. Í innréttingunni er notað mikið af plasti og það ekki af dýrari gerðinni, en allt er vel smíðað og lítur mjög vel út og það góða við hana er að líklega mun hún líta jafn vel út eftir 10 ár en Suzuki er þekkt fyrir góða smíði sína og endingu. Suzuki Vitara mun bjóðast á verði frá 4.480.000 krónum og ekki getur það talist hátt verð fyrir heilmikinn bíl.Kostir: Aksturseiginleikar og torfærugeta, útlit, verðÓkostir: Lítið vélarúrval, mikil plastnotkun í innréttingu 1,6 l. bensínvél, 120 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,6 l./100 km í bl. akstri Mengun: 131 g/km CO2 Hröðun: 12,0 sek. Hámarkshraði: 180 km/klst Verð frá: 4.480.000 kr. Umboð: Suzuki umboðiðSpólað, tryllt og driftað á Vitara í reynsluakstri í Portúgal.Vitara reyndist hinn ljúfasti í akstri og hindranir voru ekki að þvælast fyrir honum ef farið var af malbikinu.Snyrtilegur að innan en nokkuð mikil notkun plasts í innréttingunni. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Reynsluakstur - Suzuki Vitara Suzuki Vitara er einn vinsælasti jeppi landsins hérlendis á síðustu árum og áratugum. Hann er nú að koma af fjórðu kynslóð, en sú þriðja var orðin 10 ára gömul. Suzuki Vitara hefur selst í nær 3 milljónum eintaka frá komu fyrstu kynslóðar hans árið 1988. Suzuki Vitara er í flokki bíla sem spáð er mikilli velgengni á næstu árum og er búist við því að þessi flokkur bíla muni tvöfaldast í sölu fram til ársins 2020. Suzuki hefur frá upphafi alltaf haft þann kost umfram margan jeppann að vera léttur bíll og nú kemur hann ennþá léttari og það frá aðeins 1.075 kílóum með bensínvél og framhjóladrifi. Enda hefur Suzuki aðeins minnkað Vitara milli kynslóða og því má segja að þar sé afturhvarf til fortíðar fyrstu kynslóðar hans. Vitara með dísilvél og fjórhjóladrifi er hinsvegar 1.295 kíló, en það telst samt ekki mikið fyrir jeppa. Auðveldlega má færa rök fyrir því að í framhjóladrifsútfærslu bílsins sé rétt að tala um Vitara sem jeppling, enda gefur stærð hans það fremur til kynna, en sökum þess hve hæfur Vitara hefur ávallt verið með góðu fjórhjóladrifi sínu tel ég hann hér meðal jeppa.Mjög eyðslugrannur Vegna þessarar litlu vigtar hefur Vitara ávallt verið fremur eyðslugrannur bíll og það telst fátítt að jeppi eyði jafnlitlu og 4,0 lítrum eins og eyðslugrennsta dísilútgáfa hans nú. Nýjum Suzuki Vitara var reynsluekið um daginn við frábærar aðstæður sunnan Lissabon í Portúgal. Í býsna hörðum reynsluakstrinum þar sem bílnum var lítið hlíft eyddi bensínútgáfa hans 7,1 lítra og vakti það hrifningu greinarritara. Var þá innfalin þrautakstursbraut þar sem reyndi á torfærugetu hans og ýmsar tækninýjungar sem nóg er af í þessari nýju gerð bílsins. Suzuki Vitara hefur tekið stórvægilegum útlitsbreytingum og er hinn fallegasti bíll. Ekki er víst að núverandi eigendur Vitara sjái það við fyrstu sín að þarna fari nýr Vitara, svo breyttur er hann. Suzuki hefur ekki fallið í þá gryfju að stækka bílinn og er trútt sinni sannfæringu að bíllinn eigi áfram að vera nettur og meðfærilegur. Suzuki Vitara er ámóta stór og Mazda CX-3, Opel Mokka, Peugeot 2008, Nissan Juke og Skoda Yeti. Hann er þó með stærsta skottið í sínum flokki, að sögn Suzuki manna, eða 375 lítra. Aftursætisrými leyfði það í reynsluakstri að tveir fullorðnir sætu þar og annar þeirra af hærri gerðinni og vel fór um báða.Suzuki ekki gleymt torfærugetunni Vélarnar sem eru í boði í Suzuki Vitara eru 1,6 lítra en bæði af bensín- og dísilgerð og báðar þeirra 115 hestöfl. Þarna eru ekki háar hestaflatölur en þar sem bíllinn er svo léttur eru þær báðar ágætlega sprækar, en dísilvélin sprækari þar sem hún togar heil ósköp, eða 320 Nm. Báðar vélarnar líkuðu vel en dísilvélin yrði fyrir valinu svo fremi sem ekki muni of miklu í verði. Suzuki hefur ávallt verið trútt sinni sannfæringu að smíða smáa bíla með litla eyðslu en samt flesta þeirra hæfa til utanvegaaksturs. Flestir þeir bílframleiðendur sem framleiða bíla í þessum flokki, svo sem ofantalda bíla, hafa gefist uppá að bjóða þá með nokkurri torfærugetu og með því sparað talsvert í framleiðslunni og því samkeppnishæfari í verði. Það á sko ekki við Suzuki og er Vitara gott dæmi um það. Áfram er þessi bíll hæfur til aksturs á vegum utan alfaraleiðar og sannaðist það í reynsluakstrinum. Vitara er hærri á vegi en flestir samkeppnisbílar hans, býðst með fjórhjóladrifi og er t.d með fjórum akstursstillingum, allt eftir undirlagi og hve erfiðum vegum hann mætir. Vitara er líka með brekkuaðstoð sem stjórnar hraðanum niðurávið ef bratt er farið og driflæsingu. Að auki má finna alvöru varadekk undir skotthlífinni og það eitt sýnir að Suzuki hefur ekki gleymt því að bíllinn á að geta farið langt frá þéttbýlinu.Fínn á malbikinu og hljóðlátur Þó svo að Vitara sé mjög hæfur til að takast á við erfiðari vegi er honum væntanlega mest ekið af eigendum sínum á malbiki og þar er hann ekki síður á heimavelli. Stýring hans er rétt stillt og hann hagar sér skemmtilega í beygjum með litlum hliðarhalla og vel má taka á bílnum uns mörkum hans í getu er náð. Stíga þarf fastar á bremsurnar en í sumum öðrum bílum en það venst vel og telst vart til ókosta. Aðeins heyrist í undirvagni bílsins ef hratt er farið um grófari vegi, en annars er bíllinn fremur hljóðlátur. Slaglengd fjöðrunar bílsins mætti vera lengri en gott fjórhjóladrifið færir aflið faglega milli hjóla ef eitthvert þeirra missir grip vegna skorts á slaglengd.Laglegar útfærslur með öðrum lit á þaki Kaupendur Vitara hafa úr miklu að velja þegar kemur að innréttingu og litum bílsins. Hann býðst nú í 14 litum og velja má að hafa þak hans í öðrum lit og margar þannig fallegar útfærslur hans sáust í fríðum flokki þeirra bíla sem buðust til reynslukastursins. Þá má fá bílinn með litaflötum í innréttingunni sem eru samlitir ytra byrði bílsins. Þannig verður hann mjög sportlegur og flottur. Velja má um ýmsar útfærslur innréttingarinnar og eftir því dýrari, þá flottari og með fleiri tækninýjungum sem of langt mál er að fara í hér. Framsætin eru ferlega þægileg og gefa mikinn stuðning. Aftursætin teljast ekki í flokki lúxusbíla en vel fer um tvo fullorðna þar og eins 3 börn en millistokkur fyrir miðju er ekki til hægðarauka fyrir þriðja fullorðna farþegann. Skottrýmið er merkilega gott fyrir ekki stærri bíl og sýnir hve vel bíllinn er hannaður. Í innréttingunni er notað mikið af plasti og það ekki af dýrari gerðinni, en allt er vel smíðað og lítur mjög vel út og það góða við hana er að líklega mun hún líta jafn vel út eftir 10 ár en Suzuki er þekkt fyrir góða smíði sína og endingu. Suzuki Vitara mun bjóðast á verði frá 4.480.000 krónum og ekki getur það talist hátt verð fyrir heilmikinn bíl.Kostir: Aksturseiginleikar og torfærugeta, útlit, verðÓkostir: Lítið vélarúrval, mikil plastnotkun í innréttingu 1,6 l. bensínvél, 120 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,6 l./100 km í bl. akstri Mengun: 131 g/km CO2 Hröðun: 12,0 sek. Hámarkshraði: 180 km/klst Verð frá: 4.480.000 kr. Umboð: Suzuki umboðiðSpólað, tryllt og driftað á Vitara í reynsluakstri í Portúgal.Vitara reyndist hinn ljúfasti í akstri og hindranir voru ekki að þvælast fyrir honum ef farið var af malbikinu.Snyrtilegur að innan en nokkuð mikil notkun plasts í innréttingunni.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent