Renault Megane RS kominn til landsins Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2015 08:24 Renault Megane RS. Til landsins er mættur einn af alskemmtilegustu „hothatch“ bílum sem kaupa má nú, þ.e. Renault Megane RS. Þar fer enginn kettlingur því undir húddi hans lúrir 280 hestafla vél sem kemur þessum netta bíl sannarlega úr sporunum. Rétt er að hafa í huga að þessi bíll átti lengi brautarmetið á Nürburgring brautinni í flokki stallbaka áður en Seat Leon Cupra bætti það örlítið. Það eu ekki margir bílar sem fást hér á landi í þessum flokki ofurstallbaka, en þó hefur Hekla verið með í sölu Volkswagen Golf R, 300 hestafla bíl og selt nokkra slíka bíla nú þegar. Verðið á þessum gullfallega Renault Megane RS er alveg til fyrirmyndar, eða 5.990.000 kr. og segja má að þarna fari ódýrustu hestöflin sem kaupa má. Algjör raketta Greinarritari fékk að reyna þennan kostagrip á dögunum og þvílík hamingja. Þetta er algjör raketta sem límd er á veginn og þótt reynt hafi verið að fara svo hratt í beygjur að búist hafi verið við griplosi var því ekki til að dreifa og enn er velt fyrir sér hversu hratt hægt sé að fara á honum gegnum krappar beygjur og hringtorg áður en bílnum er ofboðið. Þar ræður bara þor ökumannsins. Þessi bíll stendur nú í sýningarsal BL ef einhver heppinn kaupandi hefur ekki tryggt sér hann. Afl bílsins kemur frá aðeins 2,0 lítra vél en forþjappa og frábær vélartækni Renault, sem þekkt er úr Formúlu 1, nær öllu því afli sem sent er eingöngu til framhjóla bílsins. Með allt þetta afl er bíllinn eðlilega togstýrður og því er rétt að ökumaðurinn sé með báðar hendur á stýri þegar honum er gefið hressilega inn. Ef svo er gert úr kyrrstöðu spólar hann ógurlega og það er líka hægt þegar skipt er í annan gír og bensínfetillinn troðinn.Vakti endalausa athygli Ekki var frá því að nokkrar augnagotur frá vegfarendum hafi lent á bílnum í þau fáu skipti sem þetta var reynt, en ekki var það heldur leiðinlegt. Í raun var alls ekki leiðinlegt að aka á þessum bíl um bæinn, svo mikla eftirtekt vakti hann og margir vafalaust enn með hálsinum vegna höfuðsnúninga. Bíllinn sem reyndur var og reyndar sá eini enn sem komið er, var svartur á svörtum felgum með rauðan og fagran ysta boga felganna. Rauður bremsubúnaður bílsins rímar svo við þennan boga, en hann kemur frá Brembo og bremsudiskarnir eru svo stórir að ekki sjást stærri nema á öflugustu bílum Porsche. Enda er jafn mikill unaður að bremsa þessum bíl og gefa honum inn, en það er eins gott með öll þessi hestöfl í handraðanum.Vill vera á háum snúningi Framsætin er frá Recaro, hvað annað, ári þægileg og þau halda ökumanni læstum á réttum stað í öllum þeim átökum sem þessi bíll hreinlega krefst af ökumanni. Öll öryggisbeltin í bílnum eru rauð og ýta þau enn undir sportlegt útlit hans. Þessi bíll, eins og margur annar sportbíllinn, elskar að vera á háum snúningi og þannig fæst líka allt afl hans. Því er alveg óhætt að hanga aðeins í gírunum og njóta í leiðinni þess fallega hljóðs sem frá húddinu kemur. Bíllinn var að sjálfsögðu beinskiptur, en það liggur við helgispjöllum ef öðruvísi væri farið.Eins og venjulegur fjölskyldubíll í hægakstri Það sem vakti kannski mest furðu undirritaðs var að bíllinn er alls ekki svo stífur og hastur og loðað hefur við „hothatch“-bíla og þegar bílinn var keyrður eins og venjulegur fólksbíll hegðaði hann sér einmitt þannig og fór vel með farþega. Svo vel er fjöðrun bílsins stillt. Það eitt réttlætir hann sem heimilisbílinn sem allir í fjölskyldunni kunna að meta, en samt kannski helst heimilisfaðirinn, þó ef til vill líka grimmakandi húsmóðirin. Áhugasömum bílaunnendum og -kaupendum er rétt á benda á þennan bíl og gott verð hans. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent
Til landsins er mættur einn af alskemmtilegustu „hothatch“ bílum sem kaupa má nú, þ.e. Renault Megane RS. Þar fer enginn kettlingur því undir húddi hans lúrir 280 hestafla vél sem kemur þessum netta bíl sannarlega úr sporunum. Rétt er að hafa í huga að þessi bíll átti lengi brautarmetið á Nürburgring brautinni í flokki stallbaka áður en Seat Leon Cupra bætti það örlítið. Það eu ekki margir bílar sem fást hér á landi í þessum flokki ofurstallbaka, en þó hefur Hekla verið með í sölu Volkswagen Golf R, 300 hestafla bíl og selt nokkra slíka bíla nú þegar. Verðið á þessum gullfallega Renault Megane RS er alveg til fyrirmyndar, eða 5.990.000 kr. og segja má að þarna fari ódýrustu hestöflin sem kaupa má. Algjör raketta Greinarritari fékk að reyna þennan kostagrip á dögunum og þvílík hamingja. Þetta er algjör raketta sem límd er á veginn og þótt reynt hafi verið að fara svo hratt í beygjur að búist hafi verið við griplosi var því ekki til að dreifa og enn er velt fyrir sér hversu hratt hægt sé að fara á honum gegnum krappar beygjur og hringtorg áður en bílnum er ofboðið. Þar ræður bara þor ökumannsins. Þessi bíll stendur nú í sýningarsal BL ef einhver heppinn kaupandi hefur ekki tryggt sér hann. Afl bílsins kemur frá aðeins 2,0 lítra vél en forþjappa og frábær vélartækni Renault, sem þekkt er úr Formúlu 1, nær öllu því afli sem sent er eingöngu til framhjóla bílsins. Með allt þetta afl er bíllinn eðlilega togstýrður og því er rétt að ökumaðurinn sé með báðar hendur á stýri þegar honum er gefið hressilega inn. Ef svo er gert úr kyrrstöðu spólar hann ógurlega og það er líka hægt þegar skipt er í annan gír og bensínfetillinn troðinn.Vakti endalausa athygli Ekki var frá því að nokkrar augnagotur frá vegfarendum hafi lent á bílnum í þau fáu skipti sem þetta var reynt, en ekki var það heldur leiðinlegt. Í raun var alls ekki leiðinlegt að aka á þessum bíl um bæinn, svo mikla eftirtekt vakti hann og margir vafalaust enn með hálsinum vegna höfuðsnúninga. Bíllinn sem reyndur var og reyndar sá eini enn sem komið er, var svartur á svörtum felgum með rauðan og fagran ysta boga felganna. Rauður bremsubúnaður bílsins rímar svo við þennan boga, en hann kemur frá Brembo og bremsudiskarnir eru svo stórir að ekki sjást stærri nema á öflugustu bílum Porsche. Enda er jafn mikill unaður að bremsa þessum bíl og gefa honum inn, en það er eins gott með öll þessi hestöfl í handraðanum.Vill vera á háum snúningi Framsætin er frá Recaro, hvað annað, ári þægileg og þau halda ökumanni læstum á réttum stað í öllum þeim átökum sem þessi bíll hreinlega krefst af ökumanni. Öll öryggisbeltin í bílnum eru rauð og ýta þau enn undir sportlegt útlit hans. Þessi bíll, eins og margur annar sportbíllinn, elskar að vera á háum snúningi og þannig fæst líka allt afl hans. Því er alveg óhætt að hanga aðeins í gírunum og njóta í leiðinni þess fallega hljóðs sem frá húddinu kemur. Bíllinn var að sjálfsögðu beinskiptur, en það liggur við helgispjöllum ef öðruvísi væri farið.Eins og venjulegur fjölskyldubíll í hægakstri Það sem vakti kannski mest furðu undirritaðs var að bíllinn er alls ekki svo stífur og hastur og loðað hefur við „hothatch“-bíla og þegar bílinn var keyrður eins og venjulegur fólksbíll hegðaði hann sér einmitt þannig og fór vel með farþega. Svo vel er fjöðrun bílsins stillt. Það eitt réttlætir hann sem heimilisbílinn sem allir í fjölskyldunni kunna að meta, en samt kannski helst heimilisfaðirinn, þó ef til vill líka grimmakandi húsmóðirin. Áhugasömum bílaunnendum og -kaupendum er rétt á benda á þennan bíl og gott verð hans.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent