Bjarni: Ekki bara í KR þar sem varamenn eru óánægðir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. ágúst 2015 21:34 Bjarni líflegur á hliðarlínunni. vísir/stefán KR-ingar voru lengi að brjóta Fylkismenn á bak aftur en skoruðu tvívegis á síðustu tíu mínútum leiksins. „Þeir voru þéttari til baka en ég bjóst við. Sérstaklega í seinni hálfleik þar sem þeir fóru nánast ekkert af eigin vallarhelmingi. Þeir hafa náð að stríða FH og unnið Breiðablik á þessu herbragði þannig að þetta var eitthvað sem við bjuggumst við.“ Hann segir að KR-ingar hafi náð að mæta baráttunni á miðjunni vel. „Við mættum henni af þeirri hörku sem þurfti. Svo fjaraði hún út og við tók þá gæðin sem búa í liðinu okkar. Við héldum boltanum vel og sérstaklega í seinni hálfleik þegar við náðum að stýra leiknum vel, nýta breiddina og skapa nokkur fín fær.“ Bjarni hafði ávallt trú á því að það kæmi mark hjá KR í leiknum. „Við vorum að reyna réttu hlutina í seinni hálfleik og ég hafði mikla trú á að þetta myndi ganga.“ KR tapaði fyrir Fjölni í síðustu umferð og Bjarni brást við því að hann gerði fjórar breytingar á sínu liði í kvöld. „Við erum að reyna að velja besta liðið hverju sinni gegn þeim andstæðingi sem við mætum hverjum sinni. Því miður gekk það ekki gegn Fjölni en mannskapurinn sem spilaði þá hefði alveg eins getað spilað leikinn í kvöld. Við erum ekki að rótera bara til að rótera og veljum besta liðið sem við höfum í hvern einasta leik.“ Varamannabekkur KR var skipaður öflugum leikmönnum í kvöld en Bjarni segir það ekki erfitt að halda öllum ánægðum. „Auðvitað vilja allir spila. Ég held að það sé misskilningur hjá fréttamönnum að það sé bara í KR þar sem varamenn eru ósáttir við að vera á bekknum. Vissulega er það svo hjá okkur að við erum með góða leikmenn sem allir væru í liðum annars staðar en þessir strákar eru að standa sig vel og ekkert mót eða titill sem vinnst á ellefu manna hóp. Við erum með þéttan átján manna hóp sem stendur sig vel og þeir geta allir komið inn í liðið án þess það veikist mikið.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Fylkismenn lokuðu búrinu í 80 mínútur á KR-vellinum í kvöld áður en KR-ingar náðu að brjóta ísinn. 10. ágúst 2015 14:17 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
KR-ingar voru lengi að brjóta Fylkismenn á bak aftur en skoruðu tvívegis á síðustu tíu mínútum leiksins. „Þeir voru þéttari til baka en ég bjóst við. Sérstaklega í seinni hálfleik þar sem þeir fóru nánast ekkert af eigin vallarhelmingi. Þeir hafa náð að stríða FH og unnið Breiðablik á þessu herbragði þannig að þetta var eitthvað sem við bjuggumst við.“ Hann segir að KR-ingar hafi náð að mæta baráttunni á miðjunni vel. „Við mættum henni af þeirri hörku sem þurfti. Svo fjaraði hún út og við tók þá gæðin sem búa í liðinu okkar. Við héldum boltanum vel og sérstaklega í seinni hálfleik þegar við náðum að stýra leiknum vel, nýta breiddina og skapa nokkur fín fær.“ Bjarni hafði ávallt trú á því að það kæmi mark hjá KR í leiknum. „Við vorum að reyna réttu hlutina í seinni hálfleik og ég hafði mikla trú á að þetta myndi ganga.“ KR tapaði fyrir Fjölni í síðustu umferð og Bjarni brást við því að hann gerði fjórar breytingar á sínu liði í kvöld. „Við erum að reyna að velja besta liðið hverju sinni gegn þeim andstæðingi sem við mætum hverjum sinni. Því miður gekk það ekki gegn Fjölni en mannskapurinn sem spilaði þá hefði alveg eins getað spilað leikinn í kvöld. Við erum ekki að rótera bara til að rótera og veljum besta liðið sem við höfum í hvern einasta leik.“ Varamannabekkur KR var skipaður öflugum leikmönnum í kvöld en Bjarni segir það ekki erfitt að halda öllum ánægðum. „Auðvitað vilja allir spila. Ég held að það sé misskilningur hjá fréttamönnum að það sé bara í KR þar sem varamenn eru ósáttir við að vera á bekknum. Vissulega er það svo hjá okkur að við erum með góða leikmenn sem allir væru í liðum annars staðar en þessir strákar eru að standa sig vel og ekkert mót eða titill sem vinnst á ellefu manna hóp. Við erum með þéttan átján manna hóp sem stendur sig vel og þeir geta allir komið inn í liðið án þess það veikist mikið.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Fylkismenn lokuðu búrinu í 80 mínútur á KR-vellinum í kvöld áður en KR-ingar náðu að brjóta ísinn. 10. ágúst 2015 14:17 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Fylkismenn lokuðu búrinu í 80 mínútur á KR-vellinum í kvöld áður en KR-ingar náðu að brjóta ísinn. 10. ágúst 2015 14:17