100.000 mótorhjól samankomin í smábæ Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2015 09:31 Smábærinn Sturgis í S-Dakota í Bandaríkjunum er rólegur 7.000 manna bær, en í gær voru þar samankomnir yfir 100.000 mótorhjólamenn, flestir á Harley Davidson mótorhjólum. Þessi viðburður er nú haldinn í 75. skipti og kallast Sturgis Rally. Þessi hátíð mótorhjólamanna virðist ekki vera í rólegri kantinum, en í þetta skiptið hafa 12 mótorhjólamenn látið lífið við aksturinn, 140 slasast og 74 aðrar árekstar verið skráðir. Þetta er mesta mannfall sem átt hefur sér stað á þessari hátíð. Í fyrra dóu 3 á hátíðinni, en nú er sú tala fjórföld. Einn þátttakenda á hátíðinni tók þessar myndir með hjálp dróna og í meðfylgjandi myndskeiði sést hversu ótrúlegur fjöldi mótorhjóla var í bænum á þessum ótrúlega degi í Sturgis. Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent
Smábærinn Sturgis í S-Dakota í Bandaríkjunum er rólegur 7.000 manna bær, en í gær voru þar samankomnir yfir 100.000 mótorhjólamenn, flestir á Harley Davidson mótorhjólum. Þessi viðburður er nú haldinn í 75. skipti og kallast Sturgis Rally. Þessi hátíð mótorhjólamanna virðist ekki vera í rólegri kantinum, en í þetta skiptið hafa 12 mótorhjólamenn látið lífið við aksturinn, 140 slasast og 74 aðrar árekstar verið skráðir. Þetta er mesta mannfall sem átt hefur sér stað á þessari hátíð. Í fyrra dóu 3 á hátíðinni, en nú er sú tala fjórföld. Einn þátttakenda á hátíðinni tók þessar myndir með hjálp dróna og í meðfylgjandi myndskeiði sést hversu ótrúlegur fjöldi mótorhjóla var í bænum á þessum ótrúlega degi í Sturgis.
Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent