Fíkniefnaleitin í FB: „Verið að beita eldgömlum hræðsluáróðri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2015 21:47 Frá aðgerðum lögreglu í FB í dag. vísir Björgvin Mýrdal, stjórnarmaður í Snarrótinni, samtökum um borgaraleg réttindi, gagnrýnir harðlega fíkniefnaleit sem gerð var á nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti í dag áður en þeir héldu í nýnemaferð. „Þarna er fullorðið fólk svo röngu megin við línuna að manni finnst það hálfskondið. Það er eins og þau átti sig ekki á því að svona aðferðir hafa þveröfug áhrif á þessa krakka. Þarna er verið að beita eldgömlum hræðsluáróðri sem er margsinnis búið að sýna fram á að skili ekki tilætluðum árangri. Þetta er bara lýðskrum,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Björgvin segir leit af þessu tagi hafa allt öðruvísi afleiðingar en fólk haldi. Tilgangurinn helgi ekki meðalið. „Ef að ungt fólk á við einhvern vanda að etja þá getur það engan veginn bætt ástandið að vera að beita lögreglu eða einhverju valdi. Það hefur sýnt sig að þegar leitarhundar eru notaðir þá hættir fólk einfaldlega að nota efni sem hundarnir greina, og fer í staðinn til dæmis að nota læknadóp. Þá höfum við líka séð þróun, eins og á tónlistarhátíðum þar sem hundar leita á fólki, að neysla á sterkum efnum hefur aukist. Svona aðferðir breyta því neyslumynstri til hins verra. Þar fyrir utan er alveg skýrt að það er verið að brjóta á réttindum krakkanna.“Björgvin Mýrdal.mynd/ásta sifÞá finnst Björgvini aðgerðir lögreglu undanfarið, til dæmis í dag, á Extreme Chill Festival og á þjóðhátíð undarlegar í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd sem skoða á hvort afglæpavæða eigi neysluskammta fíkniefna.Telur leitina brot á friðhelgi einkalífs Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjá DIKA lögmönnum, telur leitina í dag hafa verið ólögmæta, meðal annars með vísan til friðhelgi einkalífs nemendanna. Aðgerðin beindist að ferðabúnum nýnemum í skólanum sem gefi til kynna að þeir sem leitað hafi verið á hafi verið ólögráða ungmenni. Til þess að aðgerðin hefði getað talist lögmæt rannsóknaraðgerð gagnvart þeim í skilningi sakamálalaga hefði úrskurður dómara þurft að liggja fyrir eða samþykki lögráðamanna. Ekkert hafi komið fram um að slíkt hafi verið fyrir hendi.Björg Valgeirsdóttir, lögmaðurmynd/björg valgeirsdóttirÞar að auki megi ekki jafna hugsanlegri þögn lögráða nemenda til fullnægjandi samþykkis fyrir leitinni og breytir beiðni skólastjórnenda um leitina engu þar um. Leitin geti ekki þar að auki ekki talist lögmæt með vísan til undanþáguákvæðis sakamálalaga um leit á almannafæri. Vísar Björg til álits umboðsmanns Alþingis frá árinu 2010 þegar hann tók til frumkvæðisathugunar fíkniefnaleit sem gerð var á nemendum í matsal Tækniskólans. Var niðurstaða umboðsmanns sú að lagagrundvöll hefði skort fyrir leitinni auk þess sem nemendur hefðu mátt vænta þess að njóta friðhelgi einkalífs í skólanum. Leitin hefði brotið á þeirri friðhelgi þar sem ekki hafi verið um almannarými að ræða í skilningi laganna. „Ég tel að þessi mál séu algjörlega hliðstæð. Ég get ekki séð að það sé munur á því að leita á skólalóð þar sem nemendur bíða eftir rútu til að fara í skólaferðalag eða inni í skólanum sjálfum. Allt sé þetta umráðasvæði skólans sem veldu því að nemendur eigi að geta vænst þess að njóta þar nokkurs friðar um lífshætti sína og einkahagi gagnvart afskiptum stjórnvalda“ segir Björg í samtali við Vísi. Leitin í FB hefur vakið mikla athygli og velti tónlistarmaðurinn Logi Pedro því fyrir sér á Twitter í dag hvað hefði gerst ef einhver fíkniefni hefðu fundist.Þetta er ótrúlega sturlað. Hvað ef það hefðu fundist fíkniefni? Brottrekstur úr skóla og sakaskrá? Það lagar allt. https://t.co/3mWYoera3h— Logi Pedro (@logifknpedro) August 28, 2015 Alþingi Tengdar fréttir Fíkniefnahundar leituðu á nemendum FB á leið í busaferð Skólinn átti sjálfur frumkvæði að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 17:03 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Björgvin Mýrdal, stjórnarmaður í Snarrótinni, samtökum um borgaraleg réttindi, gagnrýnir harðlega fíkniefnaleit sem gerð var á nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti í dag áður en þeir héldu í nýnemaferð. „Þarna er fullorðið fólk svo röngu megin við línuna að manni finnst það hálfskondið. Það er eins og þau átti sig ekki á því að svona aðferðir hafa þveröfug áhrif á þessa krakka. Þarna er verið að beita eldgömlum hræðsluáróðri sem er margsinnis búið að sýna fram á að skili ekki tilætluðum árangri. Þetta er bara lýðskrum,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Björgvin segir leit af þessu tagi hafa allt öðruvísi afleiðingar en fólk haldi. Tilgangurinn helgi ekki meðalið. „Ef að ungt fólk á við einhvern vanda að etja þá getur það engan veginn bætt ástandið að vera að beita lögreglu eða einhverju valdi. Það hefur sýnt sig að þegar leitarhundar eru notaðir þá hættir fólk einfaldlega að nota efni sem hundarnir greina, og fer í staðinn til dæmis að nota læknadóp. Þá höfum við líka séð þróun, eins og á tónlistarhátíðum þar sem hundar leita á fólki, að neysla á sterkum efnum hefur aukist. Svona aðferðir breyta því neyslumynstri til hins verra. Þar fyrir utan er alveg skýrt að það er verið að brjóta á réttindum krakkanna.“Björgvin Mýrdal.mynd/ásta sifÞá finnst Björgvini aðgerðir lögreglu undanfarið, til dæmis í dag, á Extreme Chill Festival og á þjóðhátíð undarlegar í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd sem skoða á hvort afglæpavæða eigi neysluskammta fíkniefna.Telur leitina brot á friðhelgi einkalífs Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjá DIKA lögmönnum, telur leitina í dag hafa verið ólögmæta, meðal annars með vísan til friðhelgi einkalífs nemendanna. Aðgerðin beindist að ferðabúnum nýnemum í skólanum sem gefi til kynna að þeir sem leitað hafi verið á hafi verið ólögráða ungmenni. Til þess að aðgerðin hefði getað talist lögmæt rannsóknaraðgerð gagnvart þeim í skilningi sakamálalaga hefði úrskurður dómara þurft að liggja fyrir eða samþykki lögráðamanna. Ekkert hafi komið fram um að slíkt hafi verið fyrir hendi.Björg Valgeirsdóttir, lögmaðurmynd/björg valgeirsdóttirÞar að auki megi ekki jafna hugsanlegri þögn lögráða nemenda til fullnægjandi samþykkis fyrir leitinni og breytir beiðni skólastjórnenda um leitina engu þar um. Leitin geti ekki þar að auki ekki talist lögmæt með vísan til undanþáguákvæðis sakamálalaga um leit á almannafæri. Vísar Björg til álits umboðsmanns Alþingis frá árinu 2010 þegar hann tók til frumkvæðisathugunar fíkniefnaleit sem gerð var á nemendum í matsal Tækniskólans. Var niðurstaða umboðsmanns sú að lagagrundvöll hefði skort fyrir leitinni auk þess sem nemendur hefðu mátt vænta þess að njóta friðhelgi einkalífs í skólanum. Leitin hefði brotið á þeirri friðhelgi þar sem ekki hafi verið um almannarými að ræða í skilningi laganna. „Ég tel að þessi mál séu algjörlega hliðstæð. Ég get ekki séð að það sé munur á því að leita á skólalóð þar sem nemendur bíða eftir rútu til að fara í skólaferðalag eða inni í skólanum sjálfum. Allt sé þetta umráðasvæði skólans sem veldu því að nemendur eigi að geta vænst þess að njóta þar nokkurs friðar um lífshætti sína og einkahagi gagnvart afskiptum stjórnvalda“ segir Björg í samtali við Vísi. Leitin í FB hefur vakið mikla athygli og velti tónlistarmaðurinn Logi Pedro því fyrir sér á Twitter í dag hvað hefði gerst ef einhver fíkniefni hefðu fundist.Þetta er ótrúlega sturlað. Hvað ef það hefðu fundist fíkniefni? Brottrekstur úr skóla og sakaskrá? Það lagar allt. https://t.co/3mWYoera3h— Logi Pedro (@logifknpedro) August 28, 2015
Alþingi Tengdar fréttir Fíkniefnahundar leituðu á nemendum FB á leið í busaferð Skólinn átti sjálfur frumkvæði að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 17:03 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Fíkniefnahundar leituðu á nemendum FB á leið í busaferð Skólinn átti sjálfur frumkvæði að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 17:03