Veiðigjöld á hval brot af veiðileyfi á hreindýri sveinn arnarsson skrifar 29. ágúst 2015 08:00 Það kostar átta þúsund krónur að veiða hrefnu. Veiðigjöld verða sett á veiddan hval í fyrsta skipti á næsta fiskveiðiári. 8.000 krónur mun kosta að veiða hrefnu og veiðigjöld á hverja langreyði verða 50.000 krónur. Að sama skapi kostar það íslenska veiðimenn 135.000 krónur að veiða hreindýrstarf á yfirstandandi hreindýraveiðitímabili. Því geta hvalveiðimenn veitt sem samsvarar nærri 17 hrefnum fyrir andvirði hreindýrstarfs og tæplega þrjár langreyðar þarf að veiða til að ná upp í veiðileyfið. Dúi Landmark, formaður Skotvís, segir þennan samanburð sýna að heildrænnar stefnu í nýtingu og veiðistýringu nytjastofna á Íslandi sé þörf. „Í þessu tilfelli hallar verulega á skotveiðimenn í þessum samanburði og það er ekkert nýtt. Það er eitthvað sem við höfum fengið að kynnast á síðustu árum. Stjórnvöld virðast vilja líta svo á að hægt sé að leggja hærri og hærri gjöld á veiðimenn því þeir eru í þessu sem áhugamáli,“ segir Dúi. „Það sem þessi verðlagning sýnir er að það er gríðarlegt misræmi yfirhöfuð hjá stjórnvöldum þegar kemur að veiðistýringu. Það er engin heildræn stefna stjórnvalda til í nýtingu nytjastofna og við hjá Skotvís höfum kallað eftir slíkri stefnu.“Dúi Landmark, formaður SkotvísSvandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, telur veiðarnar á hval við Íslandsstrendur tímaskekkju og telur mikilvægt að þeim verði hætt án tafar þar sem þær skaði aðra ríkari hagsmuni. „Í greinargerð með frumvarpi sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé unnt að reikna veiðigjöld á hval með sama hætti og gjöld á aðra nytjastofna vegna þess að ekkert markaðsverð er fyrir hendi um verðmæti hvals við löndun. Virðisaukaskattur af hvalaskoðun er umtalsverð tekjulind fyrir ríkissjóð og væri nær að líta til þess sem tekjulindar af hval á Íslandi. Þessar tölur sem hér eru ræddar ýta enn frekar stoðum undir þá skoðun að hvalveiðar við Ísland séu tímaskekkja og beri að leggja af,“ segir Svandís. „Samanburðurinn við hvalveiðar sýnir ennfremur fáránleika veiðigjaldanna." Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, telur hins vegar ekki hægt að bera þessar veiðar saman. „Það eru til verðmæti fyrir flestallar tegundir sem við nýtum úr sjó við löndun í gegnum fiskmarkaði. Þar verður verðmætið til. Hvalur hefur ekki verið á fiskmörkuðum heldur fer til vinnslu hjá þeim aðilum sem eru að veiða og því erfitt að gera sér grein fyrir verðmætunum. Erfitt er að bera þetta saman við hreindýraveiðar. Eins má segja að veiðileyfi á laxi séu dýr,“ segir Jón. Alþingi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Veiðigjöld verða sett á veiddan hval í fyrsta skipti á næsta fiskveiðiári. 8.000 krónur mun kosta að veiða hrefnu og veiðigjöld á hverja langreyði verða 50.000 krónur. Að sama skapi kostar það íslenska veiðimenn 135.000 krónur að veiða hreindýrstarf á yfirstandandi hreindýraveiðitímabili. Því geta hvalveiðimenn veitt sem samsvarar nærri 17 hrefnum fyrir andvirði hreindýrstarfs og tæplega þrjár langreyðar þarf að veiða til að ná upp í veiðileyfið. Dúi Landmark, formaður Skotvís, segir þennan samanburð sýna að heildrænnar stefnu í nýtingu og veiðistýringu nytjastofna á Íslandi sé þörf. „Í þessu tilfelli hallar verulega á skotveiðimenn í þessum samanburði og það er ekkert nýtt. Það er eitthvað sem við höfum fengið að kynnast á síðustu árum. Stjórnvöld virðast vilja líta svo á að hægt sé að leggja hærri og hærri gjöld á veiðimenn því þeir eru í þessu sem áhugamáli,“ segir Dúi. „Það sem þessi verðlagning sýnir er að það er gríðarlegt misræmi yfirhöfuð hjá stjórnvöldum þegar kemur að veiðistýringu. Það er engin heildræn stefna stjórnvalda til í nýtingu nytjastofna og við hjá Skotvís höfum kallað eftir slíkri stefnu.“Dúi Landmark, formaður SkotvísSvandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, telur veiðarnar á hval við Íslandsstrendur tímaskekkju og telur mikilvægt að þeim verði hætt án tafar þar sem þær skaði aðra ríkari hagsmuni. „Í greinargerð með frumvarpi sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé unnt að reikna veiðigjöld á hval með sama hætti og gjöld á aðra nytjastofna vegna þess að ekkert markaðsverð er fyrir hendi um verðmæti hvals við löndun. Virðisaukaskattur af hvalaskoðun er umtalsverð tekjulind fyrir ríkissjóð og væri nær að líta til þess sem tekjulindar af hval á Íslandi. Þessar tölur sem hér eru ræddar ýta enn frekar stoðum undir þá skoðun að hvalveiðar við Ísland séu tímaskekkja og beri að leggja af,“ segir Svandís. „Samanburðurinn við hvalveiðar sýnir ennfremur fáránleika veiðigjaldanna." Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, telur hins vegar ekki hægt að bera þessar veiðar saman. „Það eru til verðmæti fyrir flestallar tegundir sem við nýtum úr sjó við löndun í gegnum fiskmarkaði. Þar verður verðmætið til. Hvalur hefur ekki verið á fiskmörkuðum heldur fer til vinnslu hjá þeim aðilum sem eru að veiða og því erfitt að gera sér grein fyrir verðmætunum. Erfitt er að bera þetta saman við hreindýraveiðar. Eins má segja að veiðileyfi á laxi séu dýr,“ segir Jón.
Alþingi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira