Veiðigjöld á hval brot af veiðileyfi á hreindýri sveinn arnarsson skrifar 29. ágúst 2015 08:00 Það kostar átta þúsund krónur að veiða hrefnu. Veiðigjöld verða sett á veiddan hval í fyrsta skipti á næsta fiskveiðiári. 8.000 krónur mun kosta að veiða hrefnu og veiðigjöld á hverja langreyði verða 50.000 krónur. Að sama skapi kostar það íslenska veiðimenn 135.000 krónur að veiða hreindýrstarf á yfirstandandi hreindýraveiðitímabili. Því geta hvalveiðimenn veitt sem samsvarar nærri 17 hrefnum fyrir andvirði hreindýrstarfs og tæplega þrjár langreyðar þarf að veiða til að ná upp í veiðileyfið. Dúi Landmark, formaður Skotvís, segir þennan samanburð sýna að heildrænnar stefnu í nýtingu og veiðistýringu nytjastofna á Íslandi sé þörf. „Í þessu tilfelli hallar verulega á skotveiðimenn í þessum samanburði og það er ekkert nýtt. Það er eitthvað sem við höfum fengið að kynnast á síðustu árum. Stjórnvöld virðast vilja líta svo á að hægt sé að leggja hærri og hærri gjöld á veiðimenn því þeir eru í þessu sem áhugamáli,“ segir Dúi. „Það sem þessi verðlagning sýnir er að það er gríðarlegt misræmi yfirhöfuð hjá stjórnvöldum þegar kemur að veiðistýringu. Það er engin heildræn stefna stjórnvalda til í nýtingu nytjastofna og við hjá Skotvís höfum kallað eftir slíkri stefnu.“Dúi Landmark, formaður SkotvísSvandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, telur veiðarnar á hval við Íslandsstrendur tímaskekkju og telur mikilvægt að þeim verði hætt án tafar þar sem þær skaði aðra ríkari hagsmuni. „Í greinargerð með frumvarpi sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé unnt að reikna veiðigjöld á hval með sama hætti og gjöld á aðra nytjastofna vegna þess að ekkert markaðsverð er fyrir hendi um verðmæti hvals við löndun. Virðisaukaskattur af hvalaskoðun er umtalsverð tekjulind fyrir ríkissjóð og væri nær að líta til þess sem tekjulindar af hval á Íslandi. Þessar tölur sem hér eru ræddar ýta enn frekar stoðum undir þá skoðun að hvalveiðar við Ísland séu tímaskekkja og beri að leggja af,“ segir Svandís. „Samanburðurinn við hvalveiðar sýnir ennfremur fáránleika veiðigjaldanna." Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, telur hins vegar ekki hægt að bera þessar veiðar saman. „Það eru til verðmæti fyrir flestallar tegundir sem við nýtum úr sjó við löndun í gegnum fiskmarkaði. Þar verður verðmætið til. Hvalur hefur ekki verið á fiskmörkuðum heldur fer til vinnslu hjá þeim aðilum sem eru að veiða og því erfitt að gera sér grein fyrir verðmætunum. Erfitt er að bera þetta saman við hreindýraveiðar. Eins má segja að veiðileyfi á laxi séu dýr,“ segir Jón. Alþingi Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Veiðigjöld verða sett á veiddan hval í fyrsta skipti á næsta fiskveiðiári. 8.000 krónur mun kosta að veiða hrefnu og veiðigjöld á hverja langreyði verða 50.000 krónur. Að sama skapi kostar það íslenska veiðimenn 135.000 krónur að veiða hreindýrstarf á yfirstandandi hreindýraveiðitímabili. Því geta hvalveiðimenn veitt sem samsvarar nærri 17 hrefnum fyrir andvirði hreindýrstarfs og tæplega þrjár langreyðar þarf að veiða til að ná upp í veiðileyfið. Dúi Landmark, formaður Skotvís, segir þennan samanburð sýna að heildrænnar stefnu í nýtingu og veiðistýringu nytjastofna á Íslandi sé þörf. „Í þessu tilfelli hallar verulega á skotveiðimenn í þessum samanburði og það er ekkert nýtt. Það er eitthvað sem við höfum fengið að kynnast á síðustu árum. Stjórnvöld virðast vilja líta svo á að hægt sé að leggja hærri og hærri gjöld á veiðimenn því þeir eru í þessu sem áhugamáli,“ segir Dúi. „Það sem þessi verðlagning sýnir er að það er gríðarlegt misræmi yfirhöfuð hjá stjórnvöldum þegar kemur að veiðistýringu. Það er engin heildræn stefna stjórnvalda til í nýtingu nytjastofna og við hjá Skotvís höfum kallað eftir slíkri stefnu.“Dúi Landmark, formaður SkotvísSvandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, telur veiðarnar á hval við Íslandsstrendur tímaskekkju og telur mikilvægt að þeim verði hætt án tafar þar sem þær skaði aðra ríkari hagsmuni. „Í greinargerð með frumvarpi sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé unnt að reikna veiðigjöld á hval með sama hætti og gjöld á aðra nytjastofna vegna þess að ekkert markaðsverð er fyrir hendi um verðmæti hvals við löndun. Virðisaukaskattur af hvalaskoðun er umtalsverð tekjulind fyrir ríkissjóð og væri nær að líta til þess sem tekjulindar af hval á Íslandi. Þessar tölur sem hér eru ræddar ýta enn frekar stoðum undir þá skoðun að hvalveiðar við Ísland séu tímaskekkja og beri að leggja af,“ segir Svandís. „Samanburðurinn við hvalveiðar sýnir ennfremur fáránleika veiðigjaldanna." Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, telur hins vegar ekki hægt að bera þessar veiðar saman. „Það eru til verðmæti fyrir flestallar tegundir sem við nýtum úr sjó við löndun í gegnum fiskmarkaði. Þar verður verðmætið til. Hvalur hefur ekki verið á fiskmörkuðum heldur fer til vinnslu hjá þeim aðilum sem eru að veiða og því erfitt að gera sér grein fyrir verðmætunum. Erfitt er að bera þetta saman við hreindýraveiðar. Eins má segja að veiðileyfi á laxi séu dýr,“ segir Jón.
Alþingi Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent