Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Heimir Már Pétursson og Sveinn Arnarsson skrifa 27. ágúst 2015 20:24 Forsætisráðherra segir að líklega hafi gamli bærinn í Reykjavík ekki staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Ef borgin sinni ekki skyldum sínum varðandi vernd eldri byggðar hljóti ríkisvaldið að grípa inn í. Forsætisráðherra hefur mjög gott útsýni af vinnustað sínum yfir á umdeildu lóð við hliðina á Tollstjórahúsinu og síðan við hliðina á Hörpu. Hann telur að verið sé að gera mjög mikil mistök með byggingaráformunum þar. „Á þeim reit og reitunum í kring er gert ráð fyrir gríðarlega miklu byggingarmagni og gert ráð fyrir að þar rísi skrifstofuhús og verslunarhúsnæði, sem að gæti staðið hvar sem er annarsstaðar og gerir lítið til að styrkja bæjarmynd gamla bæjarins og það sem gerir hann sérstakan,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Á heimasíðu sinni í dag gagnrýnir Sigmundur Davíð uppbyggingu miðborgarinnar harðlega og segir hagsmuni ráða för með byggingu stórra steinhúsa á kostnað gamalla timburhúsa sem jafnvel séu látin víkja. „Ég hef töluverðar áhyggjur af stöðunni, en ég vona að menn líti á þetta fyrst og fremst sem uppbyggilega gagnrýni og bregðist við því. Því það er mjög margt sem bendir til þess að yfirvofandi séu mjög stór slys, eins og það er stundum kallað, eða mistök í skipulagsmálum. En það er ennþá hægt að snúa við þeirri þróun.“ Forsætisráðherra hefur áður sett fram ákveðnar skoðanir á skipulagsmálum borgarinnar, bæði fyrir og eftir að hann varð ráðherra, enda hefur hann numið slík fræði. Hann segir sterka hvata til staðar í borginni til að láta gömul hús grotna niður þannig að hægt sé að byggja stærri og dýrari hús á lóðum þeirra. „Á meðan að hvatinn er mjög lítill til þess að gera húsin upp og fegra umhverfið, þá eiga menn von á því að fá stóran kassa við hliðina á sér. Á meðan að sá sem að lét húsið sitt drappast niður fékk að rífa það og byggja stærra.“ Afleiðingarnar blasi við með þenslu byggingariðnaði í Reykjavík. Minjavernd heyrir undir ráðuneyti forsætisráðherra og í vor samþykkt Alþingi frumvarp hans um verndun skipulagsheilda. „Best væri að sjálfsögðu að borgin sjálf tæki forystu um að nýta þau úrræði sem eru til staðar til þess að bregðast við þessu ástandi og vinda ofan af því. En geri borgin það ekki, þá þurfa þar til bær stjórnvöld að grípa inn í.“ Eins og Minjastofnun sé reyndar þegar byrjuð að gera en ef það dugi ekki gæti ráðuneytið þurft að koma að málum, þó best væri að ríki og borg sammæltust um niðurstöðu í þessum málum. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Forsætisráðherra segir að líklega hafi gamli bærinn í Reykjavík ekki staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Ef borgin sinni ekki skyldum sínum varðandi vernd eldri byggðar hljóti ríkisvaldið að grípa inn í. Forsætisráðherra hefur mjög gott útsýni af vinnustað sínum yfir á umdeildu lóð við hliðina á Tollstjórahúsinu og síðan við hliðina á Hörpu. Hann telur að verið sé að gera mjög mikil mistök með byggingaráformunum þar. „Á þeim reit og reitunum í kring er gert ráð fyrir gríðarlega miklu byggingarmagni og gert ráð fyrir að þar rísi skrifstofuhús og verslunarhúsnæði, sem að gæti staðið hvar sem er annarsstaðar og gerir lítið til að styrkja bæjarmynd gamla bæjarins og það sem gerir hann sérstakan,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Á heimasíðu sinni í dag gagnrýnir Sigmundur Davíð uppbyggingu miðborgarinnar harðlega og segir hagsmuni ráða för með byggingu stórra steinhúsa á kostnað gamalla timburhúsa sem jafnvel séu látin víkja. „Ég hef töluverðar áhyggjur af stöðunni, en ég vona að menn líti á þetta fyrst og fremst sem uppbyggilega gagnrýni og bregðist við því. Því það er mjög margt sem bendir til þess að yfirvofandi séu mjög stór slys, eins og það er stundum kallað, eða mistök í skipulagsmálum. En það er ennþá hægt að snúa við þeirri þróun.“ Forsætisráðherra hefur áður sett fram ákveðnar skoðanir á skipulagsmálum borgarinnar, bæði fyrir og eftir að hann varð ráðherra, enda hefur hann numið slík fræði. Hann segir sterka hvata til staðar í borginni til að láta gömul hús grotna niður þannig að hægt sé að byggja stærri og dýrari hús á lóðum þeirra. „Á meðan að hvatinn er mjög lítill til þess að gera húsin upp og fegra umhverfið, þá eiga menn von á því að fá stóran kassa við hliðina á sér. Á meðan að sá sem að lét húsið sitt drappast niður fékk að rífa það og byggja stærra.“ Afleiðingarnar blasi við með þenslu byggingariðnaði í Reykjavík. Minjavernd heyrir undir ráðuneyti forsætisráðherra og í vor samþykkt Alþingi frumvarp hans um verndun skipulagsheilda. „Best væri að sjálfsögðu að borgin sjálf tæki forystu um að nýta þau úrræði sem eru til staðar til þess að bregðast við þessu ástandi og vinda ofan af því. En geri borgin það ekki, þá þurfa þar til bær stjórnvöld að grípa inn í.“ Eins og Minjastofnun sé reyndar þegar byrjuð að gera en ef það dugi ekki gæti ráðuneytið þurft að koma að málum, þó best væri að ríki og borg sammæltust um niðurstöðu í þessum málum.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28
Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09