Eyjólfur: Við höfum sýnt það áður að við getum gert allt Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. ágúst 2015 06:30 Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska 21 árs landsliðsins. Vísir/Anton Brink „Stemmingin í hópnum er góð, við erum gríðarlega spenntir fyrir þessum tveimur leikjum sem framundan eru,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla í fótbolta í gær er leikmannahópur liðsins var tilkynntur fyrir leiki gegn Frakklandi og Norður-Írlandi. „Við erum að fara að spila gegn gríðarlega sterku liði Frakklands sem inniheldur leikmenn sem eru að spila reglulega í stærstu deildum heims, bæði á Spáni, Englandi og í Frakklandi. Þetta eru allt byrjunarliðsleikmenn og þetta er gríðarlega öflugt lið sem við verðum að gæta okkur á.“ Mismunandi leikir Ljóst er að íslenska liðið fer með mismunandi leikáætlanir inn í leikina. Gera má ráð fyrir að íslenska liðið reyni að sitja aftar gegn Frökkum en reyni að sækja á Norður-Írana. Aðeins tvö ár eru síðan hluti þessa leikmannahóps var hluti af sigurliði Frakklands á HM U20 ára í Tyrklandi. „Þetta verða báðir erfiðir leikir en ólíkir. Frakkarnir eru svakalega góðir á bolta, þeir urðu heimsmeistarar fyrir aðeins tveimur árum svo þetta er gott og verðugt verkefni fyrir strákana að sjá hvar þeir eru staddir. Við þurfum eflaust að verjast meira gegn þeim og sækja á vörn Norður-Íranna í leiknum gegn þeim.“ Eyjólfur sagðist ætla að berja trú í leikmenn sína og minnti á að fyrir ekki svo löngu síðan unnu þáverandi leikmenn hans frábæran 4-1 sigur á Þýskalandi í Kaplakrika. Þrír af leikmönnum þýska liðsins þann dag voru hluti af leikmannahóp Þýskalands á heimsmeistaramótinu síðasta sumar en auk þess hafa fjölmargir leikið leik fyrir þýska landsliðið. „Við höfum sýnt það áður að við getum gert allt ef trúin er til staðar. Gott dæmi um það var þegar við unnum Þjóðverja í Kaplakrika þar sem verðandi Heimsmeistarar léku. Það sýndi hvað trúin getur gert mikið fyrir leik liðs. Markmiðið er að búa til leikmenn sem hafa trú á því sem þeir eru að gera og markmiðið er að vinna alla leiki.“ Ísland vann 3-0 sigur á Makedóníu í fyrsta leik en Eyjólfur á von á því að efstu liðin eigi eftir að taka stig af hvor öðru. Sagðist hann ekki vera viss hvort 2. sæti í riðlinum nægði til þess að komast í umspil í ljósi þess. „Við erum í það sterkum riðli að ég held að það gæti vel orðið svo að aðeins eitt lið kæmist áfram. Úkraína, Skotland, Frakkland, Makedónía og við munum skiptast á að taka stig af hvorum öðrum sem gerir það að verkum að það verður erfitt að ná þeim stigafjölda sem þarf til þess að ná umspilssæti. Það verður erfitt að ná því svo ég geri ráð fyrir að við þurfum að vinna riðilinn til þess að komast í lokakeppnina,“ sagði Eyjólfur sem sagði töluverðan létti að hafa unnið fyrsta leik í riðlinum. „Það var frábær sigur. Makedónar segja að þetta sé gullkynslóð þeirra og þeir voru afar sigurvissir fyrir leikinn en við sýndum í þeim leik að við erum með öflugt lið og ætlum langt í þessari keppni. Það var jákvætt að sjá hugarfar leikmannana minna í þeim leik því markmiðið er að vinna alla leiki á heimavelli.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
„Stemmingin í hópnum er góð, við erum gríðarlega spenntir fyrir þessum tveimur leikjum sem framundan eru,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla í fótbolta í gær er leikmannahópur liðsins var tilkynntur fyrir leiki gegn Frakklandi og Norður-Írlandi. „Við erum að fara að spila gegn gríðarlega sterku liði Frakklands sem inniheldur leikmenn sem eru að spila reglulega í stærstu deildum heims, bæði á Spáni, Englandi og í Frakklandi. Þetta eru allt byrjunarliðsleikmenn og þetta er gríðarlega öflugt lið sem við verðum að gæta okkur á.“ Mismunandi leikir Ljóst er að íslenska liðið fer með mismunandi leikáætlanir inn í leikina. Gera má ráð fyrir að íslenska liðið reyni að sitja aftar gegn Frökkum en reyni að sækja á Norður-Írana. Aðeins tvö ár eru síðan hluti þessa leikmannahóps var hluti af sigurliði Frakklands á HM U20 ára í Tyrklandi. „Þetta verða báðir erfiðir leikir en ólíkir. Frakkarnir eru svakalega góðir á bolta, þeir urðu heimsmeistarar fyrir aðeins tveimur árum svo þetta er gott og verðugt verkefni fyrir strákana að sjá hvar þeir eru staddir. Við þurfum eflaust að verjast meira gegn þeim og sækja á vörn Norður-Íranna í leiknum gegn þeim.“ Eyjólfur sagðist ætla að berja trú í leikmenn sína og minnti á að fyrir ekki svo löngu síðan unnu þáverandi leikmenn hans frábæran 4-1 sigur á Þýskalandi í Kaplakrika. Þrír af leikmönnum þýska liðsins þann dag voru hluti af leikmannahóp Þýskalands á heimsmeistaramótinu síðasta sumar en auk þess hafa fjölmargir leikið leik fyrir þýska landsliðið. „Við höfum sýnt það áður að við getum gert allt ef trúin er til staðar. Gott dæmi um það var þegar við unnum Þjóðverja í Kaplakrika þar sem verðandi Heimsmeistarar léku. Það sýndi hvað trúin getur gert mikið fyrir leik liðs. Markmiðið er að búa til leikmenn sem hafa trú á því sem þeir eru að gera og markmiðið er að vinna alla leiki.“ Ísland vann 3-0 sigur á Makedóníu í fyrsta leik en Eyjólfur á von á því að efstu liðin eigi eftir að taka stig af hvor öðru. Sagðist hann ekki vera viss hvort 2. sæti í riðlinum nægði til þess að komast í umspil í ljósi þess. „Við erum í það sterkum riðli að ég held að það gæti vel orðið svo að aðeins eitt lið kæmist áfram. Úkraína, Skotland, Frakkland, Makedónía og við munum skiptast á að taka stig af hvorum öðrum sem gerir það að verkum að það verður erfitt að ná þeim stigafjölda sem þarf til þess að ná umspilssæti. Það verður erfitt að ná því svo ég geri ráð fyrir að við þurfum að vinna riðilinn til þess að komast í lokakeppnina,“ sagði Eyjólfur sem sagði töluverðan létti að hafa unnið fyrsta leik í riðlinum. „Það var frábær sigur. Makedónar segja að þetta sé gullkynslóð þeirra og þeir voru afar sigurvissir fyrir leikinn en við sýndum í þeim leik að við erum með öflugt lið og ætlum langt í þessari keppni. Það var jákvætt að sjá hugarfar leikmannana minna í þeim leik því markmiðið er að vinna alla leiki á heimavelli.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira