„Evrópusambandið á auðvitað ekki að geta komið svona fram“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2015 16:45 Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Okkur finnst við ekki geta annað en að vera tilbúin til þess að fara með þetta alla leið fyrir dómstóla ef þörf er á. Evrópusambandið á auðvitað ekki að geta komið svona fram, það á að vera fullfært um að gera samninga sem standa,“ segir Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðar atvinnulífsins, sem ætlar í hart við Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sjái þeir ekki að sér vegna riftunar á samningi við Fræðslumiðstöðina. Í gær birti Umboðsmaður Evrópusambandsins álit sitt vegna kvörtunar Fræðslumiðstöðar yfir því að samningur sem byggði á IPA-styrk frá ESB hafði verið rift einhliða í kjölfar þess að ríkisstjórn Íslands setti aðildarviðræður á ís árið 2014. Umboðsmaðurinn kvað fast að máli og gagnrýndi framferði Framkvæmdastjórnarinnar harkalega. Ingibjörg er ánægð með afstöðu Umboðsmanns. „Við erum fyrst og fremst ánægð með að tekið hafi verið algjörlega undir okkar sjónarmið. Við erum einnig ánægð með hvað Umboðsmaður Evrópusambandsins er afdráttarlaus í sinni afstöðu. Það er spurning hvað Evrópusambandið gerir. Þeir hafa einu sinni hafnað vinsamlegri lausn í þessu máli. “Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsinsVísir/GVAFræðslumiðstöð tilbúinn til þess að semja Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins var eini aðilinn af þeim sem höfðu fengið samþykkta samninga þegar aðildarviðræðurnar voru settar á ís sem ákvað að fara með riftun á samningi sínum við ESB vegna IPA-styrkja til Umboðsmanns Evrópusambandsins. „Eitt af atriðunum sem Umboðsmaðurinn nefnir í áliti sínu er að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sé ekki opinber stofnun heldur frjáls félagasamtök og það virðst skipta máli, það er sérstaklega tekið fram. Flestir hafa með einhverjum hætti gengið frá sínum málum. Enginn nema við fórum í þær aðgerðir að kvarta til Umboðsmanns.“ Ingibjörg telur að framkvæmdastjórnin muni sjá að sér vegna þess hve afdráttarlaus Umboðsmaður er í niðurstöðu sinni. Fræðslumiðstöð sé tilbúinn til þess að semja og hafi í raun alltaf verið það. „Við erum auðvitað tilbúin til að semja og við vonum að Evrópusambandið sé tilbúið til þess. Umboðsmaður kveður svo fast að orði að við trúum ekki öðru en að þeir muni sjá að sér. Við höfum verið tilbúinn til þess að semja á öllum stigum málsins.“Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við Háskólann á Bifröst.Vísir/Anton BrinkÁlitið sterkt vopn fari málið fyrir dómstóla Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Bifröst, segir að varla sé hægt að kveða fastara að orði en Umboðsmaður Evrópusambandsins geri í áliti sínu. „Í þessu tilfelli kveður Umboðsmaður býsna fast að orði um þetta tiltekna mál. Umboðsmaður segir að framkvæmdastjórnin hafi sýnt af sér alvarleg stjórnsýsluafglöp og að hún hafi beinlínis breytt rangt gegn betri vitund. Það er ekki hægt að kveða mikið fastar að orði í svona opinberum gögnum eins og gert er í áliti Umboðsmannsins“ Magnús telur einnig að líklegt sé að þetta álit Umboðsmannsins verði sterkt vopn fari málið fyrir dómstóla en álit Umboðsmannsins sé ekki bindandi fyrir Framkvæmdastjórn ESB og ekki sé víst að hún fari eftir álitinu. „Málið þarf væntanlega að fara fyrir dómstóla til að knýja eitthvað fram en auðvitað er þetta álit væntanlega mjög sterkt vopn fyrir dómstólum fari þetta mál þangað. Ég geri frekar ráð fyrir því að framkvæmdastjórnin telji sig knúna til þess að minnsta kosti svara þessu áliti en það er ekki víst hvort að hún fari eftir þessu áliti.“ Embætti Umboðsmanns Evrópusambandsins var sett á laggirnar árið 1992 og gegnir sambærilegu hlutverki og Umboðsmaður Alþingis hér á landi. „Þetta er embætti sem komið var á fót með Maastricht-sáttmálanum árið 1992 og tók fljótlega til starfa eftir að hann gekk í gildi. Þetta embættir gegnir mjög sambærilegu hlutverki og Umboðsmaður Alþingis hér á landi. Þetta er aðili sem er skipaður af Evrópuþinginu og hefur það hlutverk að skoða athafnir stofnanna Evrópusambandsins, bæði upp á eigin spýtur eða vegna umkvartana frá lögaðilum.“ Alþingi Tengdar fréttir Evrópustofu lokað Evrópustofa mun loka þann 1. september en samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnnar rennur út í lok ágúst. 17. ágúst 2015 10:25 Umboðsmaður Evrópusambandsins segir riftun IPA-samnings ekki standast lög Umboðsmaður Evrópusambandsins gerir alvarlegar athugasemdir við framferði Framkvæmdastjórnar ESB þegar IPA-samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins var rift. 25. ágúst 2015 19:15 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
„Okkur finnst við ekki geta annað en að vera tilbúin til þess að fara með þetta alla leið fyrir dómstóla ef þörf er á. Evrópusambandið á auðvitað ekki að geta komið svona fram, það á að vera fullfært um að gera samninga sem standa,“ segir Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðar atvinnulífsins, sem ætlar í hart við Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sjái þeir ekki að sér vegna riftunar á samningi við Fræðslumiðstöðina. Í gær birti Umboðsmaður Evrópusambandsins álit sitt vegna kvörtunar Fræðslumiðstöðar yfir því að samningur sem byggði á IPA-styrk frá ESB hafði verið rift einhliða í kjölfar þess að ríkisstjórn Íslands setti aðildarviðræður á ís árið 2014. Umboðsmaðurinn kvað fast að máli og gagnrýndi framferði Framkvæmdastjórnarinnar harkalega. Ingibjörg er ánægð með afstöðu Umboðsmanns. „Við erum fyrst og fremst ánægð með að tekið hafi verið algjörlega undir okkar sjónarmið. Við erum einnig ánægð með hvað Umboðsmaður Evrópusambandsins er afdráttarlaus í sinni afstöðu. Það er spurning hvað Evrópusambandið gerir. Þeir hafa einu sinni hafnað vinsamlegri lausn í þessu máli. “Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsinsVísir/GVAFræðslumiðstöð tilbúinn til þess að semja Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins var eini aðilinn af þeim sem höfðu fengið samþykkta samninga þegar aðildarviðræðurnar voru settar á ís sem ákvað að fara með riftun á samningi sínum við ESB vegna IPA-styrkja til Umboðsmanns Evrópusambandsins. „Eitt af atriðunum sem Umboðsmaðurinn nefnir í áliti sínu er að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sé ekki opinber stofnun heldur frjáls félagasamtök og það virðst skipta máli, það er sérstaklega tekið fram. Flestir hafa með einhverjum hætti gengið frá sínum málum. Enginn nema við fórum í þær aðgerðir að kvarta til Umboðsmanns.“ Ingibjörg telur að framkvæmdastjórnin muni sjá að sér vegna þess hve afdráttarlaus Umboðsmaður er í niðurstöðu sinni. Fræðslumiðstöð sé tilbúinn til þess að semja og hafi í raun alltaf verið það. „Við erum auðvitað tilbúin til að semja og við vonum að Evrópusambandið sé tilbúið til þess. Umboðsmaður kveður svo fast að orði að við trúum ekki öðru en að þeir muni sjá að sér. Við höfum verið tilbúinn til þess að semja á öllum stigum málsins.“Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við Háskólann á Bifröst.Vísir/Anton BrinkÁlitið sterkt vopn fari málið fyrir dómstóla Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Bifröst, segir að varla sé hægt að kveða fastara að orði en Umboðsmaður Evrópusambandsins geri í áliti sínu. „Í þessu tilfelli kveður Umboðsmaður býsna fast að orði um þetta tiltekna mál. Umboðsmaður segir að framkvæmdastjórnin hafi sýnt af sér alvarleg stjórnsýsluafglöp og að hún hafi beinlínis breytt rangt gegn betri vitund. Það er ekki hægt að kveða mikið fastar að orði í svona opinberum gögnum eins og gert er í áliti Umboðsmannsins“ Magnús telur einnig að líklegt sé að þetta álit Umboðsmannsins verði sterkt vopn fari málið fyrir dómstóla en álit Umboðsmannsins sé ekki bindandi fyrir Framkvæmdastjórn ESB og ekki sé víst að hún fari eftir álitinu. „Málið þarf væntanlega að fara fyrir dómstóla til að knýja eitthvað fram en auðvitað er þetta álit væntanlega mjög sterkt vopn fyrir dómstólum fari þetta mál þangað. Ég geri frekar ráð fyrir því að framkvæmdastjórnin telji sig knúna til þess að minnsta kosti svara þessu áliti en það er ekki víst hvort að hún fari eftir þessu áliti.“ Embætti Umboðsmanns Evrópusambandsins var sett á laggirnar árið 1992 og gegnir sambærilegu hlutverki og Umboðsmaður Alþingis hér á landi. „Þetta er embætti sem komið var á fót með Maastricht-sáttmálanum árið 1992 og tók fljótlega til starfa eftir að hann gekk í gildi. Þetta embættir gegnir mjög sambærilegu hlutverki og Umboðsmaður Alþingis hér á landi. Þetta er aðili sem er skipaður af Evrópuþinginu og hefur það hlutverk að skoða athafnir stofnanna Evrópusambandsins, bæði upp á eigin spýtur eða vegna umkvartana frá lögaðilum.“
Alþingi Tengdar fréttir Evrópustofu lokað Evrópustofa mun loka þann 1. september en samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnnar rennur út í lok ágúst. 17. ágúst 2015 10:25 Umboðsmaður Evrópusambandsins segir riftun IPA-samnings ekki standast lög Umboðsmaður Evrópusambandsins gerir alvarlegar athugasemdir við framferði Framkvæmdastjórnar ESB þegar IPA-samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins var rift. 25. ágúst 2015 19:15 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
Evrópustofu lokað Evrópustofa mun loka þann 1. september en samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnnar rennur út í lok ágúst. 17. ágúst 2015 10:25
Umboðsmaður Evrópusambandsins segir riftun IPA-samnings ekki standast lög Umboðsmaður Evrópusambandsins gerir alvarlegar athugasemdir við framferði Framkvæmdastjórnar ESB þegar IPA-samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins var rift. 25. ágúst 2015 19:15