Renault nálgast kaup á hlut í Force India Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2015 16:02 Formula 1 bíll Force India. Renault bílaframleiðandinn á í viðræðum við Force India liðið um kaup á ráðandi hlut í liðinu. Alan Prost, sem vinnur nú fyrir Renault, hefur átt nokkra fundi með Force India og þar hefur hann lýst áhuga Renault á að smíða bíl fyrir liðið, eiga ráðandi hlut í því en ekki eignast það að fullu. Stjórn Force India vegur nú og metur stöðuna og þar á bæ ætti mönnum að hugnast svo öflugur liðsfélagi. Renault stendur nú á krossgötum í Formúlunni en samningur fyrirtækisins um útvegun véla fyrir Red Bull og Toro Rosso er á enda við lok næsta tímabils. Ekki hefur reyndar gengið vel hjá þessum liðum á yfirstandandi keppnistímabili og því þykir líklegt að sá samningur verði ekki endurnýjaður. Renault átti eitt sinn Lotus liðið í Formúlu 1 og þótti líklegt að Renault hafi haft áhuga á því að eignast það aftur, en með þessum fréttum þykir það ólíklegra. Einnig hafði heyrst að Renault hefði jafnvel hug á því að yfirgefa Formúlu 1 alveg og halla sér að Formula E mótaröðinni þar sem keppt er á rafmagnsbílum. Hvar Renault ber niður er óljóst, en forvitnilegt verður að sjá ákvörðun þess. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent
Renault bílaframleiðandinn á í viðræðum við Force India liðið um kaup á ráðandi hlut í liðinu. Alan Prost, sem vinnur nú fyrir Renault, hefur átt nokkra fundi með Force India og þar hefur hann lýst áhuga Renault á að smíða bíl fyrir liðið, eiga ráðandi hlut í því en ekki eignast það að fullu. Stjórn Force India vegur nú og metur stöðuna og þar á bæ ætti mönnum að hugnast svo öflugur liðsfélagi. Renault stendur nú á krossgötum í Formúlunni en samningur fyrirtækisins um útvegun véla fyrir Red Bull og Toro Rosso er á enda við lok næsta tímabils. Ekki hefur reyndar gengið vel hjá þessum liðum á yfirstandandi keppnistímabili og því þykir líklegt að sá samningur verði ekki endurnýjaður. Renault átti eitt sinn Lotus liðið í Formúlu 1 og þótti líklegt að Renault hafi haft áhuga á því að eignast það aftur, en með þessum fréttum þykir það ólíklegra. Einnig hafði heyrst að Renault hefði jafnvel hug á því að yfirgefa Formúlu 1 alveg og halla sér að Formula E mótaröðinni þar sem keppt er á rafmagnsbílum. Hvar Renault ber niður er óljóst, en forvitnilegt verður að sjá ákvörðun þess.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent