Fjöldi flóttamanna eykst á meðan barist er Heimir Már Pétursson skrifar 25. ágúst 2015 20:03 Fjöldi flóttamanna í Evrópu gæti margfaldast á þessu ári miðað við árin á undan vegna stríðsátaka í Sýrlandi, Afganistan og Líbíu. Verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum segir að álagið eigi eftir aukast dragi ekki úr stríðsátökum í þessum löndum. Flóttamönnum hefur fjölgað gífurlega mikið í Evrópu á þessu ári. Ítalía og Grikkland eru að kikna undan álaginu þannig að Evrópusambandið hefur samþykkt áætlun um að dreifa fjöldanum á ríki bandalagsins. Rúmlega tvö þúsund manns hafa farist á Miðjarðarhafi en þúsundum hefur verið bjargað. Þetta er venjulegt fólk á flótta undan stríðsátökum og vesæld og í hópnum er mikill fjöldi barna.Thomas De Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands.Vísir/GettyÖfgamenn í Þýskalandi réðust á búðir flóttamanna Þannig fæddi ung móðir stúlkubarn á flóttanum um borð í þýsku varðskipi á Miðjarðarhafi í gær. Þýsk stjórnvöld reikna með að taka á móti 800 þúsund flóttamönnum í ár samanborið við 250 þúsund í fyrra. Hópar hægri öfgamanna hefur ráðist á búðir flóttamanna í Þýskalandi að undanförnu og í dag var kveikt í íþróttahúsi í bænum Nauen í austurhluta landsins sem átti að hýsa 130 flóttamenn. Thomas De Maiziere innanríkisráðherra segir vilja Þjóðverja til að leggja flóttamönnum lið sé að aukast þótt ofbeldi gegn flóttamönnum hafi líka aukist. „Við erum slegin yfir þeim arásum sem hafa verið gerðar á flóttamenn og hælisleitendur og eru enn að eiga sér stað eins og í dæmin sýna gærkvöldi. En þeir sem standa að þessum árásum tilheyra ekki meirihluta Þjóðverja. Þeir eru ekki dæmigerðir Þjóðverjar,“ sagði De Maiziere þegar hann heimsótti Nauen í dag.Áshildur Linnet verkefnisstjóri hælisleitenda og flóttamanna Rauða Krossins á Íslandi.Leita í öryggi og frið í EvrópuHvers vegna er þessi aukna ásókn til Evrópu núna?„Það eru náttúrlega í fyrsta lagi þessi miklu átök sem eru í Sýrlandi. Það eru líka aukin átök í Eritreu og í Afganistan. Þannig að almennir borgarar leggja á flótta og fara þá fyrst til nágrannaríkjanna. Oft fótgangandi yfir landamæri,“ segir Áshildur Linnet verkefnisstjóri hælisleitenda og flóttamanna Rauða Krossins á Íslandi. Þegar aðstæður í nágrannaríkinu séu síðan slæmar haldi fólk för sinni áfram uppeftir Evrópu oft á tíðum til að sameinast fjölskyldu og ástvinum sem farið hafi á undan því. Sýrlendingar fari gjarnan fyrst til Tyrklands og Líbanon en í síðarnefnda landinu sé í raun neyðarástand vegna fjölda flóttamanna. Til að mynda er talið að yfir sjö milljónir Sýrlendinga séu heimilislausar vegna átakanna þar. Nú þegar hafa 158 þúsund flóttamenn komið sjóleiðina frá Norður Afríku til Grikklands það sem af er þessu ári og um 90 þúsund til Ítalíu. Þá er ótalinn mikill fjöldi sem komið hefur landleiðina. Í Líbíu er ástandið skelfilegt vegna borgarastyrjaldar. Mikill skortur er á mat og vatni í flóttamannabúðum í þessum löndum sem og í austur Evrópu og fólkið heldur því áfram för sinni. Ljóst er að álagið á eftir að aukast. „Á meðan flóttafólkið getur ekki snúið heim. Á meðan þessi átök eins og í Sýrlandi halda áfram og fólk getur ekki snúið til baka, þá mun álagið aukast. Og þegar nágrannalönd þessara ríkja eru ekki í stakk búin til að taka á móti þessum gríðarlega fjölda sem þangað leitar mun fólk halda áfram ferðinni til að koma sjálfu sér og börnum sínum í öruggt skjól,“ segir Áshildur. Flóttamenn Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Fjöldi flóttamanna í Evrópu gæti margfaldast á þessu ári miðað við árin á undan vegna stríðsátaka í Sýrlandi, Afganistan og Líbíu. Verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum segir að álagið eigi eftir aukast dragi ekki úr stríðsátökum í þessum löndum. Flóttamönnum hefur fjölgað gífurlega mikið í Evrópu á þessu ári. Ítalía og Grikkland eru að kikna undan álaginu þannig að Evrópusambandið hefur samþykkt áætlun um að dreifa fjöldanum á ríki bandalagsins. Rúmlega tvö þúsund manns hafa farist á Miðjarðarhafi en þúsundum hefur verið bjargað. Þetta er venjulegt fólk á flótta undan stríðsátökum og vesæld og í hópnum er mikill fjöldi barna.Thomas De Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands.Vísir/GettyÖfgamenn í Þýskalandi réðust á búðir flóttamanna Þannig fæddi ung móðir stúlkubarn á flóttanum um borð í þýsku varðskipi á Miðjarðarhafi í gær. Þýsk stjórnvöld reikna með að taka á móti 800 þúsund flóttamönnum í ár samanborið við 250 þúsund í fyrra. Hópar hægri öfgamanna hefur ráðist á búðir flóttamanna í Þýskalandi að undanförnu og í dag var kveikt í íþróttahúsi í bænum Nauen í austurhluta landsins sem átti að hýsa 130 flóttamenn. Thomas De Maiziere innanríkisráðherra segir vilja Þjóðverja til að leggja flóttamönnum lið sé að aukast þótt ofbeldi gegn flóttamönnum hafi líka aukist. „Við erum slegin yfir þeim arásum sem hafa verið gerðar á flóttamenn og hælisleitendur og eru enn að eiga sér stað eins og í dæmin sýna gærkvöldi. En þeir sem standa að þessum árásum tilheyra ekki meirihluta Þjóðverja. Þeir eru ekki dæmigerðir Þjóðverjar,“ sagði De Maiziere þegar hann heimsótti Nauen í dag.Áshildur Linnet verkefnisstjóri hælisleitenda og flóttamanna Rauða Krossins á Íslandi.Leita í öryggi og frið í EvrópuHvers vegna er þessi aukna ásókn til Evrópu núna?„Það eru náttúrlega í fyrsta lagi þessi miklu átök sem eru í Sýrlandi. Það eru líka aukin átök í Eritreu og í Afganistan. Þannig að almennir borgarar leggja á flótta og fara þá fyrst til nágrannaríkjanna. Oft fótgangandi yfir landamæri,“ segir Áshildur Linnet verkefnisstjóri hælisleitenda og flóttamanna Rauða Krossins á Íslandi. Þegar aðstæður í nágrannaríkinu séu síðan slæmar haldi fólk för sinni áfram uppeftir Evrópu oft á tíðum til að sameinast fjölskyldu og ástvinum sem farið hafi á undan því. Sýrlendingar fari gjarnan fyrst til Tyrklands og Líbanon en í síðarnefnda landinu sé í raun neyðarástand vegna fjölda flóttamanna. Til að mynda er talið að yfir sjö milljónir Sýrlendinga séu heimilislausar vegna átakanna þar. Nú þegar hafa 158 þúsund flóttamenn komið sjóleiðina frá Norður Afríku til Grikklands það sem af er þessu ári og um 90 þúsund til Ítalíu. Þá er ótalinn mikill fjöldi sem komið hefur landleiðina. Í Líbíu er ástandið skelfilegt vegna borgarastyrjaldar. Mikill skortur er á mat og vatni í flóttamannabúðum í þessum löndum sem og í austur Evrópu og fólkið heldur því áfram för sinni. Ljóst er að álagið á eftir að aukast. „Á meðan flóttafólkið getur ekki snúið heim. Á meðan þessi átök eins og í Sýrlandi halda áfram og fólk getur ekki snúið til baka, þá mun álagið aukast. Og þegar nágrannalönd þessara ríkja eru ekki í stakk búin til að taka á móti þessum gríðarlega fjölda sem þangað leitar mun fólk halda áfram ferðinni til að koma sjálfu sér og börnum sínum í öruggt skjól,“ segir Áshildur.
Flóttamenn Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira