Birgitta vill þak á hækkanir verðtryggðra og óverðtryggðra lána Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. ágúst 2015 12:00 Birgittu finnst nauðsynlegt að byrgja brunninn fyrir næsta hrun. vísir/Valli Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ætlar að leggja fram frumvarp um að þak verði sett á hversu mikið bæði verðtryggð og óverðtryggð lán geta hækkað mikið. Birgitta segir að hugmyndin hafi kviknað á síðasta kjörtímabili eftir að hafa orðið þess áskynja að ekki væri neitt þak á hækkun óverðtryggðra lána. „Ég var að skoða sjálf lán og sá að það er í raun og veru ekki til nein löggjöf sem að hindrar það að það sé hægt að hækka þetta út í hið óendanlega. Þá fór ég að hugsa jafnframt af hverju það hafði ekki verið sett neitt þak á verðtryggðu lánin,“ segir hún. „Mér finnst bara nauðsynlegt að byrgja brunninn fyrir næsta hrun og það verður annað hrun eins og titringur síðustu daga gefur tilefni til að hafa áhyggjur af.“Óljóst hvar línan verður dregin Birgitta segist telja að þetta sé besta leiðin til að koma í veg fyrir að fólk lendi í þeirri stöðu sem margir lentu í árið 2008, að lánin þeirra margfölduðust. Hún segist ekki búin að finna út hvar hún vilji draga mörkin; það sé vinna sem sé framundan. „Ég er ekki búin að skoða það til þaula. Það er vinna sem ég er að fara í núna á næstu dögum, þá væntanlega með sérfræðingum á þessu sviði þannig að maður sé ekki að leggja fram eitthvað sem sé óraunhæft og nær ekki í gegnum þingið,“ segir hún. „Ég held að þetta gæti verið fyrsta skrefið í að ná umræðu aftur um verðtryggðu lánin af því að allir þeir sem voru með verðtryggð lán í hruninu muna hvað gerðist með þau og það hefur í raun og veru ekki verið gert neitt til þess að tryggja það að fólk lendi ekki aftur í sömu stöðu.“Fyrsta skrefið af mörgum Birgitta talar um að þetta sé fyrsta skrefið í að breyta fjármálakerfinu til að reyna að koma í veg fyrir annað hrun. Hún nefnir meðal annars aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi sem næstu skref. „Vonandi verður þessi titringur á mörkuðum núna til þess að það verður gert eitthvað af alvörunni til að fyrirbyggja að almenningur enn og aftur þurfi að axla ábyrgðina á ónýtu markaðskerfi,“ segir Birgitta. Alþingi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ætlar að leggja fram frumvarp um að þak verði sett á hversu mikið bæði verðtryggð og óverðtryggð lán geta hækkað mikið. Birgitta segir að hugmyndin hafi kviknað á síðasta kjörtímabili eftir að hafa orðið þess áskynja að ekki væri neitt þak á hækkun óverðtryggðra lána. „Ég var að skoða sjálf lán og sá að það er í raun og veru ekki til nein löggjöf sem að hindrar það að það sé hægt að hækka þetta út í hið óendanlega. Þá fór ég að hugsa jafnframt af hverju það hafði ekki verið sett neitt þak á verðtryggðu lánin,“ segir hún. „Mér finnst bara nauðsynlegt að byrgja brunninn fyrir næsta hrun og það verður annað hrun eins og titringur síðustu daga gefur tilefni til að hafa áhyggjur af.“Óljóst hvar línan verður dregin Birgitta segist telja að þetta sé besta leiðin til að koma í veg fyrir að fólk lendi í þeirri stöðu sem margir lentu í árið 2008, að lánin þeirra margfölduðust. Hún segist ekki búin að finna út hvar hún vilji draga mörkin; það sé vinna sem sé framundan. „Ég er ekki búin að skoða það til þaula. Það er vinna sem ég er að fara í núna á næstu dögum, þá væntanlega með sérfræðingum á þessu sviði þannig að maður sé ekki að leggja fram eitthvað sem sé óraunhæft og nær ekki í gegnum þingið,“ segir hún. „Ég held að þetta gæti verið fyrsta skrefið í að ná umræðu aftur um verðtryggðu lánin af því að allir þeir sem voru með verðtryggð lán í hruninu muna hvað gerðist með þau og það hefur í raun og veru ekki verið gert neitt til þess að tryggja það að fólk lendi ekki aftur í sömu stöðu.“Fyrsta skrefið af mörgum Birgitta talar um að þetta sé fyrsta skrefið í að breyta fjármálakerfinu til að reyna að koma í veg fyrir annað hrun. Hún nefnir meðal annars aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi sem næstu skref. „Vonandi verður þessi titringur á mörkuðum núna til þess að það verður gert eitthvað af alvörunni til að fyrirbyggja að almenningur enn og aftur þurfi að axla ábyrgðina á ónýtu markaðskerfi,“ segir Birgitta.
Alþingi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Sjá meira