Ávanabindandi uppbygging Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2015 12:00 Leikurinn er skemmtilegur og ávanabindandi og er grafík leiksins góð miðað við að um snjalltækjaleik er að ræða. Vísir/Bethesda Fallout Shelter er snjalltækjaleikur sem gengur út að byggja neðanjarðarbyrgi þar sem eftirlifendur kjarnorkustyrjaldar geta haldið til. Jörðin er orðin að geislavirkri auðn og þar halda til hættuleg stökkbreytt dýr sem og hættulegt fólk. Leikurinn er skemmtilegur og ávanabindandi og er grafík leiksins góð miðað við að um snjalltækjaleik er að ræða. Leikurinn kom fyrst út fyrir iOs stýrikerfi Apple í júní og Android nú í ágúst.Fallout Shelter hefur ekki mikla dýpt. Hann gengur út á að safna nýju fólki og auka framleiðslugetu byrgisins og að verja það gegn árásum. Fleira fólk, meiri framleiðsla og betri varnir. Aftur og aftur. Hann býður þó upp á að senda íbúa byrgisins út í auðnina til þess að safna peningum (flösku töppum), vopnum og klæðnaði. Þær sendiferðir bjóða oft á tíðum upp á töluverðan húmor, sem þeir sem þekkja Fallout-heiminn ættu að kannast við. Það sem undirritaður saknar þó mest í leiknum er að geta ekki sett upp hinar ýmsu tilraunir á íbúum byrgisins, eins og frægt er í Fallout heiminum. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp
Fallout Shelter er snjalltækjaleikur sem gengur út að byggja neðanjarðarbyrgi þar sem eftirlifendur kjarnorkustyrjaldar geta haldið til. Jörðin er orðin að geislavirkri auðn og þar halda til hættuleg stökkbreytt dýr sem og hættulegt fólk. Leikurinn er skemmtilegur og ávanabindandi og er grafík leiksins góð miðað við að um snjalltækjaleik er að ræða. Leikurinn kom fyrst út fyrir iOs stýrikerfi Apple í júní og Android nú í ágúst.Fallout Shelter hefur ekki mikla dýpt. Hann gengur út á að safna nýju fólki og auka framleiðslugetu byrgisins og að verja það gegn árásum. Fleira fólk, meiri framleiðsla og betri varnir. Aftur og aftur. Hann býður þó upp á að senda íbúa byrgisins út í auðnina til þess að safna peningum (flösku töppum), vopnum og klæðnaði. Þær sendiferðir bjóða oft á tíðum upp á töluverðan húmor, sem þeir sem þekkja Fallout-heiminn ættu að kannast við. Það sem undirritaður saknar þó mest í leiknum er að geta ekki sett upp hinar ýmsu tilraunir á íbúum byrgisins, eins og frægt er í Fallout heiminum.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp