„Merkið var fyrst tekið upp í Svíþjóð og hefur síðan öðlast sess sem Norræna hollustumerkið, nú síðast á Íslandi. Neytendur geta gengið að því vísu að vörur sem merktar er skráargatinu uppfylla strangar kröfur um hollustu. Fyrir þá sem hugsa um heilsuna er Fitness því tilvalinn morgunverður eða sem millimál. Þá er Fitness einnig tilvalið hráefni í ýmiss konar uppskriftir.“

Innihald:
1 glas súrmjólk
Um 50 g Fitness
Hálft avókadó
Handfylli af grófsöxuðum möndlum
Skerið avókadóið í bita og blandið öllu saman í skál.

Innihald:
2 stórar perur
2 msk. agavesíróp
2 msk. hveitiklíð
2 msk. Fitness morgunkorn
1 msk. birkifræ (má sleppa)
Forhitið ofninn í 200 gráður. Hreinsið og flysjið perurnar og raðið í eldfast mót. Hellið agavesírópi yfir perurnar. Blandið hveitiklíði, Fitness morgunkorni og fræjunum saman í skál og bætið nokkrum dropum af vatni út í svo úr verði þykkt deig. Myljið deigið yfir perurnar og bakið í ofninum í 10 mínútur. Borðið meðan rétturinn er enn heitur.