Tíu milljónir króna í sektir: „Þetta eru vonbrigði“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2015 15:38 Um þúsund manns fengu sektir um helgina. Myndin er úr safni. Vísir/Pjetur Um tíu starfsmenn Bílastæðasjóðs höfðu nóg að gera við að skrifa sektir vegna stöðubrota í tengslum við Menningarnótt. Sektirnar urðu á endanum rúmlega þúsund sem er á pari við síðastliðin ár. „Þetta eru vonbrigði,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Brotin séu að vísu um fimmtíu færri en í fyrra en það megi þess vegna rekja til rigningarinnar. Munstrið sé nákvæmlega það sama og í fyrra.Vísir ræddi við tvo starfsmenn sjóðsins í Laugardal á föstudaginn. Þeir áttu von á annasamri helgi og spáðu um þúsund sektum. Sú varð raunin. Áberandi margir lögðu ólöglega á grasbalanum hjá BSÍ og vestur að Háskóla Íslands. Sömuleiðis í vesturbænum og austan lokana við Snorrabraut.Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs.Tíu milljónir í kassann Sekt fyrir stöðubrot var nýlega hækkuð í tíu þúsund krónur. Sektargreiðslurnar nema því í heild sinni í kringum tíu milljónum króna en sektin lækkar í 8900 krónur sé greitt innan þriggja virkra daga. Kolbrún segir um vonbrigði að ræða í ljósi þess hve lokanir í bænum voru vel kynntar. Lögreglan kynnti lokanir og sömuleiðis var þeim gerð góð skil í fjölmiðlum. Engu að síður eru sektirnar á pari við það sem er í fyrra. „Markmiðið okkar var að daga úr þessu,“ segir Kolbrún. Sami fjöldi hafi staðið vaktina fyrir hönd Bílastæðasjóðs og því megi ekki rekja sektirnar til aukins fjölda starfsmanna hjá sjóðnum.Ökumaður þessa bíls fékk sekt í Laugardalnum á föstudaginn.Vísir/KTD„Maður getur lengi vonað“ Sektirnar hafi verið skrifaðar allt frá morgni þegar hlauparar byrjuðu að tínast í miðbæ Reykjavíkur í tengslum við maraþonið. Stríður straumur fólks var í bæinn langt fram eftir kvöldi en hátíðin náði hámarki klukkan 23 með flugeldasýningu. Þrátt fyrir mikinn fjölda sekta segir Kolbrún ekki hafa heyrt af ósáttum ökumönnum vegna sektanna. Í einu tilfelli hafi farþegi í bíl hraunað yfir starfsmann sem var við störf. Í ljósi þess að stöðubrotum virðist ekki fækka á milli ára virðist ætla að taka borgarbúa og nærsveitunga tíma að átta sig á því hvar má leggja í Reykjavík á Menningarnótt. Kolbrún segist aðeins geta sagt eins og Árni Friðleifsson, kollegi hennar hjá lögreglunni: „Maður getur lengi vonað.“ Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Um tíu starfsmenn Bílastæðasjóðs höfðu nóg að gera við að skrifa sektir vegna stöðubrota í tengslum við Menningarnótt. Sektirnar urðu á endanum rúmlega þúsund sem er á pari við síðastliðin ár. „Þetta eru vonbrigði,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Brotin séu að vísu um fimmtíu færri en í fyrra en það megi þess vegna rekja til rigningarinnar. Munstrið sé nákvæmlega það sama og í fyrra.Vísir ræddi við tvo starfsmenn sjóðsins í Laugardal á föstudaginn. Þeir áttu von á annasamri helgi og spáðu um þúsund sektum. Sú varð raunin. Áberandi margir lögðu ólöglega á grasbalanum hjá BSÍ og vestur að Háskóla Íslands. Sömuleiðis í vesturbænum og austan lokana við Snorrabraut.Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs.Tíu milljónir í kassann Sekt fyrir stöðubrot var nýlega hækkuð í tíu þúsund krónur. Sektargreiðslurnar nema því í heild sinni í kringum tíu milljónum króna en sektin lækkar í 8900 krónur sé greitt innan þriggja virkra daga. Kolbrún segir um vonbrigði að ræða í ljósi þess hve lokanir í bænum voru vel kynntar. Lögreglan kynnti lokanir og sömuleiðis var þeim gerð góð skil í fjölmiðlum. Engu að síður eru sektirnar á pari við það sem er í fyrra. „Markmiðið okkar var að daga úr þessu,“ segir Kolbrún. Sami fjöldi hafi staðið vaktina fyrir hönd Bílastæðasjóðs og því megi ekki rekja sektirnar til aukins fjölda starfsmanna hjá sjóðnum.Ökumaður þessa bíls fékk sekt í Laugardalnum á föstudaginn.Vísir/KTD„Maður getur lengi vonað“ Sektirnar hafi verið skrifaðar allt frá morgni þegar hlauparar byrjuðu að tínast í miðbæ Reykjavíkur í tengslum við maraþonið. Stríður straumur fólks var í bæinn langt fram eftir kvöldi en hátíðin náði hámarki klukkan 23 með flugeldasýningu. Þrátt fyrir mikinn fjölda sekta segir Kolbrún ekki hafa heyrt af ósáttum ökumönnum vegna sektanna. Í einu tilfelli hafi farþegi í bíl hraunað yfir starfsmann sem var við störf. Í ljósi þess að stöðubrotum virðist ekki fækka á milli ára virðist ætla að taka borgarbúa og nærsveitunga tíma að átta sig á því hvar má leggja í Reykjavík á Menningarnótt. Kolbrún segist aðeins geta sagt eins og Árni Friðleifsson, kollegi hennar hjá lögreglunni: „Maður getur lengi vonað.“
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira