Veigar tryggði Stjörnunni stig í fyrra | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2015 15:30 Stjarnan og Breiðablik mætast í 17. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst hálftíma fyrir leik. Liðin eru á ólíkum stað í deildinni nú miðað við stöðu þeirra þegar þau mættust í Garðabænum í fyrra, þá einnig í 17. umferð. Stjarnan var þá í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn sem liðið vann svo eftirminnilega í lokaumferðinni. Blikar voru hins vegar í baráttu á hinum enda töflunnar og björguðu sér ekki endanlega frá falli fyrr en undir lok móts. Ólafur Karl Finsen skoraði eina mark fyrri hálfleiks, úr vítaspyrnu á 44. mínútu, en hann fór meiddur af velli mínútu seinna. Blikar mættu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði metin með frábæru marki beint úr aukaspyrnu á 49. mínútu. Guðjón skoraði alls fjögur mörk beint úr aukaspyrnum í fyrra. Aðeins þremur mínútum seinna tók Guðjón aukaspyrnu við vítateigshornið vinstra megin, sendi boltann á fjærstöngina á Arnór Svein Aðalsteinsson sem skallaði boltann fyrir markið á Damir Muminovic sem skoraði af stuttu færi. En eins og svo oft í fyrra komu Stjörnumenn til baka eftir að hafa lent undir og Veigar Páll Gunnarsson jafnaði metin með skalla eftir frábæra fyrir Arnars Más Björgvinssonar á 82. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki en þremur mínútum fyrir leikslok fékk Martin Rauschenberg, miðvörður Stjörnunnar að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Árna Vilhjálmssyni sem var sloppinn í gegn. Þetta var eitt af tólf jafnteflum sem Breiðablik gerði í Pepsi-deildinni 2014 en liðið endaði að lokum í 7. sæti með 27 stig. Stjarnan varð sem áður sagði Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins en liðið fór taplaust í gegnum mótið.Mörkin og helstu atvik úr leik Stjörnunnar og Breiðabliks í fyrra má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira
Stjarnan og Breiðablik mætast í 17. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst hálftíma fyrir leik. Liðin eru á ólíkum stað í deildinni nú miðað við stöðu þeirra þegar þau mættust í Garðabænum í fyrra, þá einnig í 17. umferð. Stjarnan var þá í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn sem liðið vann svo eftirminnilega í lokaumferðinni. Blikar voru hins vegar í baráttu á hinum enda töflunnar og björguðu sér ekki endanlega frá falli fyrr en undir lok móts. Ólafur Karl Finsen skoraði eina mark fyrri hálfleiks, úr vítaspyrnu á 44. mínútu, en hann fór meiddur af velli mínútu seinna. Blikar mættu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði metin með frábæru marki beint úr aukaspyrnu á 49. mínútu. Guðjón skoraði alls fjögur mörk beint úr aukaspyrnum í fyrra. Aðeins þremur mínútum seinna tók Guðjón aukaspyrnu við vítateigshornið vinstra megin, sendi boltann á fjærstöngina á Arnór Svein Aðalsteinsson sem skallaði boltann fyrir markið á Damir Muminovic sem skoraði af stuttu færi. En eins og svo oft í fyrra komu Stjörnumenn til baka eftir að hafa lent undir og Veigar Páll Gunnarsson jafnaði metin með skalla eftir frábæra fyrir Arnars Más Björgvinssonar á 82. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki en þremur mínútum fyrir leikslok fékk Martin Rauschenberg, miðvörður Stjörnunnar að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Árna Vilhjálmssyni sem var sloppinn í gegn. Þetta var eitt af tólf jafnteflum sem Breiðablik gerði í Pepsi-deildinni 2014 en liðið endaði að lokum í 7. sæti með 27 stig. Stjarnan varð sem áður sagði Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins en liðið fór taplaust í gegnum mótið.Mörkin og helstu atvik úr leik Stjörnunnar og Breiðabliks í fyrra má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira