Snæfell er búið að finna sér bandarískan leikmann fyrir átökin í Domino's deild karla í vetur. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.
Sá heitir Sherrod Wright og er 24 ára gamall bakvörður sem getur einnig leikið sem framherji.
Wright lék með George Mason háskólanum í Virginíu og skoraði 15,6 stig og tók 3,2 fráköst að meðaltali í leik á lokaári sínu.
Hann útskrifaðist í fyrra og gaf kost á sér í nývalið í NBA 2014 en var ekki valinn. Hann lék einn leik með Westchester Knicks í D-deildinni í vetur.
Snæfell endaði í 9. sæti Domino's deildarinnar og komst ekki í úrslitakeppnina.
Snæfell búið að finna Kana fyrir veturinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið








Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn


Aron verður heldur ekki með í dag
Handbolti
Fleiri fréttir
