„Auðvitað vil ég hafa sem flestar konur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2015 11:00 Andrés Indriðason Vísir/Arnþór „Ég kann svo sem engin önnur svör en kannski þau að karlar hafa verið meira áberandi í gegnum árin,“ segir Andrés Indriðason dagskrárgerðarmaður aðspurður um hlutföll kynja og karla í þáttunum Íslendingar. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum á RÚV og eru ellefu þættir í þáttaröðinni sem nú er til sýningar. Í frétt sem skrifuð var á vefsíðu RÚV þann 11. ágúst síðastliðinn er fjallað um þættina sem nú eru til sýninga. Fréttinni fylgir mynd af tíu þjóðþekktum körlum og Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu. Virðist sem hlutfallið tíu karlar á móti einni konu hafi farið öfugt ofan í fjölmarga netverja. Myndin sem kveikti umræðu meðal fólks í hópum á borð við Fjölmiðlanördar, Kynjabilið og í dreifingu fólks á Facebook.Myndin er af vef RÚVSex ára vinna „Þetta lýsir kannski tíðarandanum,“ segir Andrés sem bendir þó á að Herdís sé langt í frá eina konan í þáttaröðinni sem var í vinnslu í sex ár. Fjölmargir þættir hafa þegar verið sýndir og fleiri framundan. „Auðvitað vil ég hafa sem flestar konur,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn. Aðspurður um fleiri konur sem ýmist hafa komið fram í þáttunum eða eigi eftir að birtast á skjám landsmanna nefnir Andrés meðal annars leikkonurnar Áróru Halldórsdóttur, Nínu Sveinsdóttur og Emilíu Jónsdóttir sem verði saman í einum þætti, Guðrúnu Símonar, Ellý Vilhjálms og Svövu Jakobs. Brynja Benediktsdóttir, Bergþóra Árnadóttir og María Markan koma einnig upp í koll Andrésar sem hafði upplýsingarnar ekki á reiðum höndum þegar blaðamaður náði í hann í morgun. Því virðist sem fjöldi kvenna í þeirri þáttaröð sem nú er til sýningar sé sérstaklega lítill. Andrés kann ekki skýringar á því hvers vegna svo sé en það sé dagskárstjóri sem hafi ákveðið að sýna ákveðinn fjölda þátta í einu. Allir þættirnir séu tilbúnir til sýninga.Vilja sem flestar konur Andrés segir þættina líklega 40-50 í heildina og af þeim megi ætla að konur séu til umfjöllunar í á annan tug þátta. Það sé ekki hægt að horfa fram hjá því að karlar eru í meirihluta. Það eigi sér samfélagslegar skýringar. Karlar hafi verið meira áberandi, t.d. á þingi þó nú sé það að breytast. Séu 30-40 ára gamlar myndir frá Alþingi skoðaðar þá eru þar nær eingöngu karlar. „Auðvitað er það vilji minn og sjónvarpsins að það séu sem flestar konur,“ segir Andrés. Magnús Ingimarsson verður til umfjöllunar í næsta þætti sem er sá sjöundi í röðinni af ellefu í þeirri þáttaröð sem nú er til sýninga. Alþingi Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
„Ég kann svo sem engin önnur svör en kannski þau að karlar hafa verið meira áberandi í gegnum árin,“ segir Andrés Indriðason dagskrárgerðarmaður aðspurður um hlutföll kynja og karla í þáttunum Íslendingar. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum á RÚV og eru ellefu þættir í þáttaröðinni sem nú er til sýningar. Í frétt sem skrifuð var á vefsíðu RÚV þann 11. ágúst síðastliðinn er fjallað um þættina sem nú eru til sýninga. Fréttinni fylgir mynd af tíu þjóðþekktum körlum og Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu. Virðist sem hlutfallið tíu karlar á móti einni konu hafi farið öfugt ofan í fjölmarga netverja. Myndin sem kveikti umræðu meðal fólks í hópum á borð við Fjölmiðlanördar, Kynjabilið og í dreifingu fólks á Facebook.Myndin er af vef RÚVSex ára vinna „Þetta lýsir kannski tíðarandanum,“ segir Andrés sem bendir þó á að Herdís sé langt í frá eina konan í þáttaröðinni sem var í vinnslu í sex ár. Fjölmargir þættir hafa þegar verið sýndir og fleiri framundan. „Auðvitað vil ég hafa sem flestar konur,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn. Aðspurður um fleiri konur sem ýmist hafa komið fram í þáttunum eða eigi eftir að birtast á skjám landsmanna nefnir Andrés meðal annars leikkonurnar Áróru Halldórsdóttur, Nínu Sveinsdóttur og Emilíu Jónsdóttir sem verði saman í einum þætti, Guðrúnu Símonar, Ellý Vilhjálms og Svövu Jakobs. Brynja Benediktsdóttir, Bergþóra Árnadóttir og María Markan koma einnig upp í koll Andrésar sem hafði upplýsingarnar ekki á reiðum höndum þegar blaðamaður náði í hann í morgun. Því virðist sem fjöldi kvenna í þeirri þáttaröð sem nú er til sýningar sé sérstaklega lítill. Andrés kann ekki skýringar á því hvers vegna svo sé en það sé dagskárstjóri sem hafi ákveðið að sýna ákveðinn fjölda þátta í einu. Allir þættirnir séu tilbúnir til sýninga.Vilja sem flestar konur Andrés segir þættina líklega 40-50 í heildina og af þeim megi ætla að konur séu til umfjöllunar í á annan tug þátta. Það sé ekki hægt að horfa fram hjá því að karlar eru í meirihluta. Það eigi sér samfélagslegar skýringar. Karlar hafi verið meira áberandi, t.d. á þingi þó nú sé það að breytast. Séu 30-40 ára gamlar myndir frá Alþingi skoðaðar þá eru þar nær eingöngu karlar. „Auðvitað er það vilji minn og sjónvarpsins að það séu sem flestar konur,“ segir Andrés. Magnús Ingimarsson verður til umfjöllunar í næsta þætti sem er sá sjöundi í röðinni af ellefu í þeirri þáttaröð sem nú er til sýninga.
Alþingi Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent