Ökuþórinn Justin Wilson er í lífshættu eftir slys í Indy-kappakstrinum um helgina.
Bílar lentu í árekstri fyrir framan hann í keppninni í Pennsylvaníu-fylki og brot úr einum bílnum lenti á höfði Wilson sem í kjölfarið klessti á.
Hann liggur nú í dái á spítala og er ástand hans mjög alvarlegt.
Wilson var áður ökuþór í Formúlu 1 með Minardi og Jagúar en ekur nú fyrir Andretti Autosport.
