Beppe Marotta, stjórnarformaður Juventus, hefur staðfest að Kólumbíumaðurinn Juan Cuadrado sé á leið til liðsins á láni frá Chelsea.
Samkvæmt Marotta hafa ítölsku meistararnir náð samkomulagi við Chelsea og býst hann við að gengið verði frá lánssamningnum í dag.
Cuadrado, sem er 27 ára, mun því leika með Juventus út tímabilið en að því loknu hefur ítalska liðið forkaupsrétt á leikmanninum.
Chelsea keypti Cuadrado frá Fiorentina í janúar fyrir tæpar 22 milljónir punda en hann hefur fengið fá tækifæri hjá liðinu.
Kólumbíumaðurinn var aðeins fjórum sinnum í byrjunarliði Chelsea á síðasta tímabili og ljóst var að tækifærum hans var ekki að fara að fjölga í ár, sérstaklega eftir kaupin á Pedro Rodríguez frá Barcelona.
Juventus fær Cuadrado á láni frá Chelsea
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn