Tiger Woods í forystu þegar að Wyndham meistaramótið er hálfnað 21. ágúst 2015 22:32 Sólin skein á Tiger í dag. Getty Tiger Woods leiðir ásamt hinum lítt þekkta Tom Hoge eftir tvo hringi á Wyndham meistaramótinu sem nú er hálfnað en þeir hafa leikið hringina tvo á Greensboro vellinum á 11 höggum undir pari. Það eru tvö ár síðan að Tiger hefur farið jafn vel af stað í móti á PGA-mótaröðinni en hann lék annan hring í kvöld á 65 höggum eða fimm undir pari. Þessi fyrrum besti kylfingur heims hefur átt mjög slæmu gengi að fagna á árinu og hrunið niður heimslistan í golfi en að undanförnu hefur hann verið í töluverðum sveiflubreytingum í samstarfi við þjálfara sinn, Chris Como. Tiger sagði við fréttamenn eftir hringinn að góð spilamennska sín í mótinu hingað væri vegna þess að þessar stífu æfingar væru að skila sér en hann þarf nauðsynlega á sigri að halda um helgina til þess að komast inn í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Í öðru sæti, einu á eftir Tiger og Hoge eru reynsluboltarnir Chad Campbell og Davis Love á tíu undir pari en nokkrir kylfingar koma þar á eftir á níu höggum undir. Útsending frá þriðja hring á morgun hefst klukkan 17:00 á Golfstöðinni. Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods leiðir ásamt hinum lítt þekkta Tom Hoge eftir tvo hringi á Wyndham meistaramótinu sem nú er hálfnað en þeir hafa leikið hringina tvo á Greensboro vellinum á 11 höggum undir pari. Það eru tvö ár síðan að Tiger hefur farið jafn vel af stað í móti á PGA-mótaröðinni en hann lék annan hring í kvöld á 65 höggum eða fimm undir pari. Þessi fyrrum besti kylfingur heims hefur átt mjög slæmu gengi að fagna á árinu og hrunið niður heimslistan í golfi en að undanförnu hefur hann verið í töluverðum sveiflubreytingum í samstarfi við þjálfara sinn, Chris Como. Tiger sagði við fréttamenn eftir hringinn að góð spilamennska sín í mótinu hingað væri vegna þess að þessar stífu æfingar væru að skila sér en hann þarf nauðsynlega á sigri að halda um helgina til þess að komast inn í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Í öðru sæti, einu á eftir Tiger og Hoge eru reynsluboltarnir Chad Campbell og Davis Love á tíu undir pari en nokkrir kylfingar koma þar á eftir á níu höggum undir. Útsending frá þriðja hring á morgun hefst klukkan 17:00 á Golfstöðinni.
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira