Fjórða umferðin í rallycrossi á morgun Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2015 12:48 Keppt í brautinni í Kapelluhrauni. Á morgun, laugardag, fer fram fjórða umferð Íslandsmótsins í rallycrossi og hefst keppnin kl. 13. Sem fyrr er keppnin haldin á akstursíþróttasvæði AÍH í Kapelluhrauni í Hafnarfirði. Ekin er Krísuvíkurleið að brautinni. Keppt er í fjórum flokkum á morgun, opnum flokki, 2000 flokki, 4x4 krónuflokki og í unglingaflokki. Flestir keppendur eru í 2000 flokknum eða 5 talsins og 4 eru í unglingaflokki. Rallycross er mjög áhorfendavænt sport og brautin í Kapelluhrauni er þannig sniðin að áhorfendur geta séð keppnisbílana allan tímann í brautinni. Ávallt er hart barist í þessu rallycrosskeppnum, árekstrar tíðir og veltur ekki fátíðar heldur. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent
Á morgun, laugardag, fer fram fjórða umferð Íslandsmótsins í rallycrossi og hefst keppnin kl. 13. Sem fyrr er keppnin haldin á akstursíþróttasvæði AÍH í Kapelluhrauni í Hafnarfirði. Ekin er Krísuvíkurleið að brautinni. Keppt er í fjórum flokkum á morgun, opnum flokki, 2000 flokki, 4x4 krónuflokki og í unglingaflokki. Flestir keppendur eru í 2000 flokknum eða 5 talsins og 4 eru í unglingaflokki. Rallycross er mjög áhorfendavænt sport og brautin í Kapelluhrauni er þannig sniðin að áhorfendur geta séð keppnisbílana allan tímann í brautinni. Ávallt er hart barist í þessu rallycrosskeppnum, árekstrar tíðir og veltur ekki fátíðar heldur.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent