Renault-Nissan segir upp 3.000 í Indlandi Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2015 14:03 Verksmiðja Renault- Nissan í Chennai í Indlandi. Nissan Micra rennur af færiböndunum. Bílasala í Indlandi er dræm um þessar mundir og bílframleiðendur hafa brugðist við því með ýmsu móti en líklega enginn með eins afgerandi hætti og Renault-Nissan ætlar að gera. Þar á bæ stendur til að segja upp um 3.000 manns í verksmiðjum fyrirtækisins í Chennai í Indlandi. Í þessari verksmiðju er hægt að framleiða 400.000 bíla á ári. Þessar uppsagnir munu verða til þess að framleiddir verða um 20 bílar á klukkustund, en ekki 40 bílar nú. Þar eru framleiddir bílar með merkjum Renault, Nissan, Dacia og Datsun. Meðal bílgerða eru Dacia Duster og Lodgy og Nissan Micra og Terrano. Miklar birgðir standa nú fyrir utan verksmiðjuna, þar á meðal 5.140 Dacia Duster bílar og 4.100 Dacia Lodgy. Að auki eru 10.500 slíkir bílar hjá söluumboðum víðsvegar um Indland. Sala Nissan bíla hefur minnkað um 20% á árinu í Indlandi og um 4,5% í Renault bílum. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Bílasala í Indlandi er dræm um þessar mundir og bílframleiðendur hafa brugðist við því með ýmsu móti en líklega enginn með eins afgerandi hætti og Renault-Nissan ætlar að gera. Þar á bæ stendur til að segja upp um 3.000 manns í verksmiðjum fyrirtækisins í Chennai í Indlandi. Í þessari verksmiðju er hægt að framleiða 400.000 bíla á ári. Þessar uppsagnir munu verða til þess að framleiddir verða um 20 bílar á klukkustund, en ekki 40 bílar nú. Þar eru framleiddir bílar með merkjum Renault, Nissan, Dacia og Datsun. Meðal bílgerða eru Dacia Duster og Lodgy og Nissan Micra og Terrano. Miklar birgðir standa nú fyrir utan verksmiðjuna, þar á meðal 5.140 Dacia Duster bílar og 4.100 Dacia Lodgy. Að auki eru 10.500 slíkir bílar hjá söluumboðum víðsvegar um Indland. Sala Nissan bíla hefur minnkað um 20% á árinu í Indlandi og um 4,5% í Renault bílum.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent