Kári Árna: Þeir eru alveg vitlausir í Zlatan Kolbeinn Tumi Daðason og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 1. september 2015 07:00 Zlatan Ibrahimovic. Vísir/Getty Kári Árnason mun spila með Malmö í Meistaradeild Evrópu í vetur eftir frækinn sigur á Celtic í forkeppninni. Fyrir þremur árum gekk Kári til liðs við Rotherham í ensku D-deildinni en nú er Zlatan á leið í heimsókn. „Þetta eru svolítil viðbrigði,“ segir Kári léttur um vistaskiptin. „Það var ákveðin áhætta að fara aftur í sænsku deildina en þetta er stórt lið í henni, voru í Evrópukeppni í fyrra, og vonuðust til að styrkja sig til að komast aftur þangað.“Ronaldo, Bale og Zlatan Malmö dróst í riðil með PSG, Real Madrid og Shakhtar Donetsk. Á dagskrá eru því einvígi Kára við Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og sjálfan Zlatan sem ólst einmitt upp í Malmö. Þar steig hann sín fyrstu spor með meistaraflokki áður en hann hélt til Ajax. „Þeir eru alveg vitlausir í Zlatan þarna. Það verður athyglisvert,“ segir Kári. Hann ber þó fjölmiðlamönnum í Svíþjóð ekki vel söguna. „Mér finnst þeir óttalega leiðinlegir fjölmiðlarnir í Svíþjóð. Þeir eru rosalega krítískir, finna einhver eftirlæti sem þeim finnst frábær en rakka yfir aðra. Ég hef séð á leikmönnum sumra liða að þeir eru ekki sjón að sjá eftir að hafa fengið útreið,“ segir Kári. Það þýði þó ekkert að pæla í því enda geri hann það ekki. Þegar hann spilaði með Djurgården fyrir áratug var það þó þannig.Reynslubolti í Malmö „Ég hef ekkert fylgst með því síðan ég var þarna í gamla daga.Svo heyrir maður bara frá strákunum hvernig þeir tala um ákveðna einstaklinga,“ segir Kári sem verður 33 ára í október. Sannarlega reynslubolti enda þriðji elsti leikmaður liðsins.„Þetta er mjög ungt lið og ekkert voðalega gaman að það sé hraunað yfir þá, sagt að þeir séu lélegir í fótbolta í staðinn fyrir að átta sig á því að um einn lélegan leik hafi verið að ræða.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Engin draumastaða að mæta Robben einn gegn einum "Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. 31. ágúst 2015 20:15 Lars hikaði ekki við að skjóta aðeins á Aron Einar Það fer vel á með landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck og landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og Svíinn tók því ekkert illa upp þótt að Aron Einar reyndi að stelast aðeins inn í viðtal Vísis við Lagerbäck í gær. 31. ágúst 2015 22:45 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Kári Árnason mun spila með Malmö í Meistaradeild Evrópu í vetur eftir frækinn sigur á Celtic í forkeppninni. Fyrir þremur árum gekk Kári til liðs við Rotherham í ensku D-deildinni en nú er Zlatan á leið í heimsókn. „Þetta eru svolítil viðbrigði,“ segir Kári léttur um vistaskiptin. „Það var ákveðin áhætta að fara aftur í sænsku deildina en þetta er stórt lið í henni, voru í Evrópukeppni í fyrra, og vonuðust til að styrkja sig til að komast aftur þangað.“Ronaldo, Bale og Zlatan Malmö dróst í riðil með PSG, Real Madrid og Shakhtar Donetsk. Á dagskrá eru því einvígi Kára við Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og sjálfan Zlatan sem ólst einmitt upp í Malmö. Þar steig hann sín fyrstu spor með meistaraflokki áður en hann hélt til Ajax. „Þeir eru alveg vitlausir í Zlatan þarna. Það verður athyglisvert,“ segir Kári. Hann ber þó fjölmiðlamönnum í Svíþjóð ekki vel söguna. „Mér finnst þeir óttalega leiðinlegir fjölmiðlarnir í Svíþjóð. Þeir eru rosalega krítískir, finna einhver eftirlæti sem þeim finnst frábær en rakka yfir aðra. Ég hef séð á leikmönnum sumra liða að þeir eru ekki sjón að sjá eftir að hafa fengið útreið,“ segir Kári. Það þýði þó ekkert að pæla í því enda geri hann það ekki. Þegar hann spilaði með Djurgården fyrir áratug var það þó þannig.Reynslubolti í Malmö „Ég hef ekkert fylgst með því síðan ég var þarna í gamla daga.Svo heyrir maður bara frá strákunum hvernig þeir tala um ákveðna einstaklinga,“ segir Kári sem verður 33 ára í október. Sannarlega reynslubolti enda þriðji elsti leikmaður liðsins.„Þetta er mjög ungt lið og ekkert voðalega gaman að það sé hraunað yfir þá, sagt að þeir séu lélegir í fótbolta í staðinn fyrir að átta sig á því að um einn lélegan leik hafi verið að ræða.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Engin draumastaða að mæta Robben einn gegn einum "Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. 31. ágúst 2015 20:15 Lars hikaði ekki við að skjóta aðeins á Aron Einar Það fer vel á með landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck og landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og Svíinn tók því ekkert illa upp þótt að Aron Einar reyndi að stelast aðeins inn í viðtal Vísis við Lagerbäck í gær. 31. ágúst 2015 22:45 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
„Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06
Engin draumastaða að mæta Robben einn gegn einum "Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. 31. ágúst 2015 20:15
Lars hikaði ekki við að skjóta aðeins á Aron Einar Það fer vel á með landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck og landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og Svíinn tók því ekkert illa upp þótt að Aron Einar reyndi að stelast aðeins inn í viðtal Vísis við Lagerbäck í gær. 31. ágúst 2015 22:45