Ætla sér að færa valdið til almennings Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. ágúst 2015 07:45 Lýðræðismál voru í brennidepli á Aðalfundi Pírata sem fór fram í Iðnó um helgina. Fundarmenn hafa í raun sinnt málefnastarfinu í nokkurn tíma en öll málefnavinna fór fram á vef Pírata. Þannig gátu fleiri en bara fundargestir mótað stefnu flokksins. vísir/stefán „Píratar eru mótstöðuflokkur í eðli sínu,“ segir Ásta Helgadóttir, verðandi þingmaður Pírata. Hún mun taka þingsæti Jóns Þórs Ólafssonar þegar Alþingi kemur aftur saman í byrjun september. Hún segir að eðli Pírata hingað til hafi verið að bregðast hratt við aðgerðum ríkisstjórnarinnar hverju sinni en með auknum meðbyr gætu Píratar hugsanlega þurft að breyta starfsháttum. Hún sér fyrir sér að Píratar gætu tekið þátt í ríkisstjórn eftir Alþingiskosningar. Ásta er ánægð með fylgi Pírata en segir að þrátt fyrir bjartsýni þurfi að halda uppi raunhæfum væntingum.Ásta Guðrún Helgadóttir„Ég held að við getum gert ráð fyrir um 15 til 25 prósentum atkvæða í næstu kosningum.“ Í stjórnmálaflokki þar sem enginn formaður er til staðar er athygli fólks á málefnunum en ekki úlfúðinni í kringum formannskosningar. „Við Píratar erum í raun eins og ein stór fjölskylda. Í stað þess að deila um leiðir að markmiðinu erum við með mjög skýran fókus á markmiðið. Við erum mjög lausnamiðaður flokkur,“ segir Ásta. Flokkur sem berst fyrir því að færa valdið til fólksins fylgir eigin predikun en undirbúningur málefnastarfs Pírata fór fram í aðdraganda fundarins á vefnum. Allir skráðir Píratar áttu kost á að ræða og móta stefnuna fyrir fundinn og þrjár vinsælustu tillögurnar fengu að lokum meðferð fundarmanna aðalfundar. Lýðræðismálin voru ofarlega á baugi og raunar voru nær einungis lýðræðismál á dagskrá aðalfundar en þar trónaði ný stjórnarskrá efst. Þá samþykkti fundurinn tillögu um lýðræðiseflingu á öllum stjórnsýslustigum, eflingu á kosningaþátttöku ungs fólks og ályktun um móttöku flóttafólks. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
„Píratar eru mótstöðuflokkur í eðli sínu,“ segir Ásta Helgadóttir, verðandi þingmaður Pírata. Hún mun taka þingsæti Jóns Þórs Ólafssonar þegar Alþingi kemur aftur saman í byrjun september. Hún segir að eðli Pírata hingað til hafi verið að bregðast hratt við aðgerðum ríkisstjórnarinnar hverju sinni en með auknum meðbyr gætu Píratar hugsanlega þurft að breyta starfsháttum. Hún sér fyrir sér að Píratar gætu tekið þátt í ríkisstjórn eftir Alþingiskosningar. Ásta er ánægð með fylgi Pírata en segir að þrátt fyrir bjartsýni þurfi að halda uppi raunhæfum væntingum.Ásta Guðrún Helgadóttir„Ég held að við getum gert ráð fyrir um 15 til 25 prósentum atkvæða í næstu kosningum.“ Í stjórnmálaflokki þar sem enginn formaður er til staðar er athygli fólks á málefnunum en ekki úlfúðinni í kringum formannskosningar. „Við Píratar erum í raun eins og ein stór fjölskylda. Í stað þess að deila um leiðir að markmiðinu erum við með mjög skýran fókus á markmiðið. Við erum mjög lausnamiðaður flokkur,“ segir Ásta. Flokkur sem berst fyrir því að færa valdið til fólksins fylgir eigin predikun en undirbúningur málefnastarfs Pírata fór fram í aðdraganda fundarins á vefnum. Allir skráðir Píratar áttu kost á að ræða og móta stefnuna fyrir fundinn og þrjár vinsælustu tillögurnar fengu að lokum meðferð fundarmanna aðalfundar. Lýðræðismálin voru ofarlega á baugi og raunar voru nær einungis lýðræðismál á dagskrá aðalfundar en þar trónaði ný stjórnarskrá efst. Þá samþykkti fundurinn tillögu um lýðræðiseflingu á öllum stjórnsýslustigum, eflingu á kosningaþátttöku ungs fólks og ályktun um móttöku flóttafólks.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira