Fótbolti

Prins Ali býður sig fram til forseta FIFA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Prins Ali tapaði fyrir Sepp Blatter í forsetakjöri FIFA í maí síðastliðnum.
Prins Ali tapaði fyrir Sepp Blatter í forsetakjöri FIFA í maí síðastliðnum. vísir/getty
Ali bin Al Hussein, Jórdaníuprins, tilkynnti í dag um framboð sitt til forseta FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Prins Ali, sem er fyrrum varaforseti FIFA, bauð sig fram á móti Sepp Blatter í forsetakjöri FIFA í maí á þessu ári en tapaði fyrir Svisslendingnum sem tilkynnti nokkru síðar að hann ætlaði sér að stíga frá borði.

Sjá einnig: Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur?

Prins Ali hefur heitið því að taka til hendinni hjá FIFA sem hefur legið undir ámæli fyrir spillingu en sú umræða komst í hámæli í kringum forsetakosningarnar í maí.

„Frá síðustu kosningum hef ég hugsað vel og lengi um hvernig hægt er að gera umbætur á starfi FIFA. Það verður erfitt. Við þurfum að berjast gegn spillingunni og pólítískum ákvarðanatökum,“ sagði Prins Ali þegar hann tilkynnti um framboð sitt í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í dag.

Michel Platini, forseti UEFA, hefur einnig tilkynnt um framboð sitt til forseta FIFA sem og Suður-Kóreumaðurinn Chung Mong-joon.


Tengdar fréttir

Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur?

Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins.

Geir kallar eftir breytingum innan FIFA: Þetta er óþolandi staða

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fundaði í dag með öðrum þjóðum innan UEFA, og niðurstaða fundarins var að öll aðildarlönd UEFA ætla að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA.

Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter

Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni.

Blatter hættir sem forseti FIFA

Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×