Heimaleikir Akureyrar spilaðir í KA-heimilinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. september 2015 13:54 Sverre Jakobsson stýrir Akureyri í KA-heimilinu í vetur. vísir/stefán Eins og legið hefur í loftinu lengi hefur stjórn Akureyri handboltafélags tekið ákvörðun um að heimaleikir liðsins í Olís-deild karla verði framvegis spilaðir í KA-heimilinu. Síðan KA og Þór voru sameinuð undir merkjum Akureyrar árið 2006 hefur liðið spilað heimaleiki sína í Íþróttahöllinni á Akureyri. Ástæða flutningsins er sögð vera súað stúkan í höllinni sé of stór og áhorfendur fái ekki sömu nálægt við liðið og þeir gera í KA-heimilinu. Ákvörðunin er einfaldlega tekin við hagsmuni handboltans á Akureyri í huga, að því fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Hluti stjórnar og aðstandenda Akureyrar handboltafélags hefur kallað eftir þessu í nokkurn tíma, en Hlynur Jóhannesson, framkvæmdastjóri félagsins, viðurkenndi í samtali við Fréttablaðið í febrúar á þessu ári að raddirnar hefðu aldrei verið háværari en þá. „Það hefur ekki verið tekið endanleg ákvörðun um þetta. Ég get játt því að umræðan núna er heitari en í fyrra en ég get ekkert staðfest að við verðum þar. Þetta er fólkið mál. Aðallega viljum við bara spila þar sem okkur mun ganga sem best. Það skiptir öllu máli,“ sagði Hlynur. Nú er að sjá hvort nýr heimavöllur hjálpi Akureyringum eitthvað, en þeir taka á móti Valsmönnum á sunnudaginn.Tomas Olason þarf að venjast nýjum marksúlum.vísir/stefánTilkynning Akureyrar handboltafélags: „Stjórn og aðstandendur Akureyrar Handboltafélags hafa tekið þá ákvörðun að skipta um heimavöll félagsins. Heimaleikir félagsins á komandi tímabili verða leiknir í því sem í daglegu tali er kallað KA heimilið en ýmsir hafa þó viljað kalla Íþróttahús Lundarskóla. Þessi ákvörðun er einfaldlega tekin með hagsmuni handboltans á Akureyri í huga. Undanfarin tímabil hefur þótt skorta nokkuð upp á að Íþróttahöllina væri sú „gryfja“ sem handboltinn á Akureyri þarfnast. Áhorfendastúkan er stór, áhorfendur sitja dreift og fjarri vellinum þannig að leikmenn eiga erfitt með að skynja nálægð áhorfenda. Tilgangurinn með þessari breytingu er einmitt að fá miklu meiri nálægð áhorfenda við leikinn þar sem þeir sitja mun nær vellinum auk þess sem áhorfendapallarnir eru nánast allan hringinn í kringum völlinn. Það er von okkar að þessi breyting verði bæði liðinu og áhorfendum til hagsbóta, nálægðin við leikinn, stemmingin og upplifunin vonandi enn sterkari en áður. Eins og áður segir þá er þessi ákvörðun tekin með hagsmuni handboltans í huga, líkt og þegar ákveðið var árið 2008 að færa heimavöllinn úr KA heimilinu í Íþróttahöllina. Þá hafði einmitt verið endurnýjað gólfefnið í Höllinni, sett glæsilegt parketgólf sem gjörbreytti aðstæðum leikmanna frá gamla og slitna dúknum sem hafði verið í húsunum báðum. Fyrir nokkrum árum var gólfefnið í KA húsinu einnig endurnýjað þannig að völlurinn þar er sömuleiðis með ágætum. Akureyri lék einn leik þar á tímabilinu 2013-2014, eftirminnilegur leikur gegn Val sem lauk með dramatísku jafntefli. Akureyri vann þá upp fjögurra marka forskot Valsmanna á síðustu mínútum leiksins og vildu margir meina að stemmingin og nálægð áhorfenda hefði haft mikið um það að segja. Undanfarin tvö ár hafa Hamrarnir leikið flesta heimaleiki sína í KA húsinu og tókst sömuleiðis að ná upp mikilli stemmingu í húsinu. Uppistaðan í núverandi liði Akureyrar hefur einmitt tekið þátt í Hamraævintýrinu undanfarin ár og þekkir sig því vel húsinu. Lið Akureyrar mun æfa jöfnum höndum í Íþróttahöllinni og KA húsinu. Handboltavertíðin er einmitt að byrja og nú taka allir höndum saman, skapa stemmingu sem eflir liðsmenn Akureyrar um leið og hún veldur mótherjum okkar kvíða. Munum að Akureyri Handboltafélag er sameign félaganna KA og Þór og eftir tæplega tíu ára samstarf erum við löngu hætt að láta gamlan félagsríg spilla ánægjunni eða störfum okkar fyrir handboltann. Við bjóðum alla velkomna á heimaleiki Akureyrar Handboltafélags í vetur.“ Olís-deild karla Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Eins og legið hefur í loftinu lengi hefur stjórn Akureyri handboltafélags tekið ákvörðun um að heimaleikir liðsins í Olís-deild karla verði framvegis spilaðir í KA-heimilinu. Síðan KA og Þór voru sameinuð undir merkjum Akureyrar árið 2006 hefur liðið spilað heimaleiki sína í Íþróttahöllinni á Akureyri. Ástæða flutningsins er sögð vera súað stúkan í höllinni sé of stór og áhorfendur fái ekki sömu nálægt við liðið og þeir gera í KA-heimilinu. Ákvörðunin er einfaldlega tekin við hagsmuni handboltans á Akureyri í huga, að því fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Hluti stjórnar og aðstandenda Akureyrar handboltafélags hefur kallað eftir þessu í nokkurn tíma, en Hlynur Jóhannesson, framkvæmdastjóri félagsins, viðurkenndi í samtali við Fréttablaðið í febrúar á þessu ári að raddirnar hefðu aldrei verið háværari en þá. „Það hefur ekki verið tekið endanleg ákvörðun um þetta. Ég get játt því að umræðan núna er heitari en í fyrra en ég get ekkert staðfest að við verðum þar. Þetta er fólkið mál. Aðallega viljum við bara spila þar sem okkur mun ganga sem best. Það skiptir öllu máli,“ sagði Hlynur. Nú er að sjá hvort nýr heimavöllur hjálpi Akureyringum eitthvað, en þeir taka á móti Valsmönnum á sunnudaginn.Tomas Olason þarf að venjast nýjum marksúlum.vísir/stefánTilkynning Akureyrar handboltafélags: „Stjórn og aðstandendur Akureyrar Handboltafélags hafa tekið þá ákvörðun að skipta um heimavöll félagsins. Heimaleikir félagsins á komandi tímabili verða leiknir í því sem í daglegu tali er kallað KA heimilið en ýmsir hafa þó viljað kalla Íþróttahús Lundarskóla. Þessi ákvörðun er einfaldlega tekin með hagsmuni handboltans á Akureyri í huga. Undanfarin tímabil hefur þótt skorta nokkuð upp á að Íþróttahöllina væri sú „gryfja“ sem handboltinn á Akureyri þarfnast. Áhorfendastúkan er stór, áhorfendur sitja dreift og fjarri vellinum þannig að leikmenn eiga erfitt með að skynja nálægð áhorfenda. Tilgangurinn með þessari breytingu er einmitt að fá miklu meiri nálægð áhorfenda við leikinn þar sem þeir sitja mun nær vellinum auk þess sem áhorfendapallarnir eru nánast allan hringinn í kringum völlinn. Það er von okkar að þessi breyting verði bæði liðinu og áhorfendum til hagsbóta, nálægðin við leikinn, stemmingin og upplifunin vonandi enn sterkari en áður. Eins og áður segir þá er þessi ákvörðun tekin með hagsmuni handboltans í huga, líkt og þegar ákveðið var árið 2008 að færa heimavöllinn úr KA heimilinu í Íþróttahöllina. Þá hafði einmitt verið endurnýjað gólfefnið í Höllinni, sett glæsilegt parketgólf sem gjörbreytti aðstæðum leikmanna frá gamla og slitna dúknum sem hafði verið í húsunum báðum. Fyrir nokkrum árum var gólfefnið í KA húsinu einnig endurnýjað þannig að völlurinn þar er sömuleiðis með ágætum. Akureyri lék einn leik þar á tímabilinu 2013-2014, eftirminnilegur leikur gegn Val sem lauk með dramatísku jafntefli. Akureyri vann þá upp fjögurra marka forskot Valsmanna á síðustu mínútum leiksins og vildu margir meina að stemmingin og nálægð áhorfenda hefði haft mikið um það að segja. Undanfarin tvö ár hafa Hamrarnir leikið flesta heimaleiki sína í KA húsinu og tókst sömuleiðis að ná upp mikilli stemmingu í húsinu. Uppistaðan í núverandi liði Akureyrar hefur einmitt tekið þátt í Hamraævintýrinu undanfarin ár og þekkir sig því vel húsinu. Lið Akureyrar mun æfa jöfnum höndum í Íþróttahöllinni og KA húsinu. Handboltavertíðin er einmitt að byrja og nú taka allir höndum saman, skapa stemmingu sem eflir liðsmenn Akureyrar um leið og hún veldur mótherjum okkar kvíða. Munum að Akureyri Handboltafélag er sameign félaganna KA og Þór og eftir tæplega tíu ára samstarf erum við löngu hætt að láta gamlan félagsríg spilla ánægjunni eða störfum okkar fyrir handboltann. Við bjóðum alla velkomna á heimaleiki Akureyrar Handboltafélags í vetur.“
Olís-deild karla Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti